Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 6
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Nú seljum við allan fatnað á 100 krónur í dag frá kl. 12 til 17. Komið og gerið góð kaup. Fjölskylduhjálp Íslands Fjölskylduhjálp Íslands, nytjamarkaður í Eskihlíðinni í Reykjavík www.mba.is Kynntu þér MBA-nám við Háskóla Íslands. Kynningarfundur og létt hádegishressing 24. apríl kl. 12-13 í stofu 101 á Háskólatorgi Skoraðu á þig og taktu skrefið Margrét Hauksdóttir Lögfræðingur og forstjóri Þjóðskrár Íslands „Ég hef tekist á við ný verkefni í starfi mínu sem ég hefði aldrei gert nema fyrir tilstilli MBA-námsins“ VEISTU SVARIÐ? 1. Hvers vegna hefur Kasha Jaqueline Nabagesera sætt ofsóknum í heima- landi sínu? 2. Hvað heitir brottrekinn þjálfari kvennaliðs danska handknattleiksliðs- ins Viborg? 3. Hvaða íslenski tónlistarmaður sem- ur tónlist fyrir myndina Prisoners? SVÖR: 1. Hún er samkynhneigð. 2. Óskar Bjarni Óskarsson. 3. Jóhann Jóhannsson. LÁNAMÁL Ríkisstjórnin og Lands- samtök lífeyrissjóða gerðu í gær með sér samkomulag um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila sem eru með lán með veð í eignum ann- arra. Er stefnt að því að þessi heim- ili fái nú svipaða lausn sinna mála og öðrum yfirveðsettum heimilum stóð til boða í gegnum 110% leiðina. „Þessi lausn er mikið réttlætis- mál þar sem lánsveðshópnum býðst sama úrlausn mála og þeim sem fóru 110% leiðina. Við höfum barist fyrir þessu lengi og þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða,“ segir Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahags- ráðherra. Skrifað var undir viljayfirlýs- ingu um samkomulagið í gær. Sam- kvæmt því skal stefnt að því að eftir stöðvar húsnæðislána með láns- veð verði færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar lántaka. Kostnaðurinn við þessar aðgerðir mun dreifast þannig að lífeyrissjóð- irnir greiða fyrir 12% en ríkissjóð- ur fyrir 88%. Áður en hægt er að framkvæma þær þarf ríkisstjórnin þó að afla lagaheimilda til þess að skuldbinda ríkissjóð til þessa kostn- aðar. Auk þess þarf að afla staðfest- ingar frá stjórnum hlutaðeigandi líf- eyrissjóða. Samkvæmt niðurstöðum sér- fræðingahóps sem efnahags- og við- skiptaráðuneytið skipaði í fyrra var í lok árs 2011 1.951 lántakandi, sem fjármagnaði húsnæðiskaup með lánsveði á árunum 2004 til 2008, með húsnæðisskuld umfram 110% af fasteignamati. Þessi hópur gat ekki tekið þátt í 110% leiðinni þar sem lífeyrissjóðirnir, sem eru eig- endur langflestra lánanna, töldu það ekki heimilt samkvæmt lögum. - mþl Lífeyrissjóðirnir og ríkisstjórnin skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um lausn á skuldavanda lánsveðshóps: Lánsveðshópur fær loks eigin 110% leið FASTEIGNIR Í lok árs 2011 var alls 1.951 lántakandi sem fjármagnaði hús- næðiskaup með lánsveði á árunum 2004 til 2008 með húsnæðisskuld umfram 110% af fasteignamati. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL „Þegar þessu er lokið eftir fimm til tíu ár hafa verið gjörfelldir sjö hektarar, sem er fimmtungur af skóginum í Öskjuhlíð og þar að auki elsti og besti hluti skógarins,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykja- víkur, um fyrirhugaða fækkun trjáa í Öskjuhlíð. „Það á að byrja á eitt til tvö hundruð hæstu trjánum strax og síðan að fella þau jafn óðum og þau vaxa upp í fluglínuna,“ segir Helgi, sem kveður rangt að nefna þetta grisjun. Þá vísar Helgi í frásögn Ríkis- útvarpsins um að Flugfélag Íslands hafi skilið eftir átta far- þega og farangur til að flugtak væri mögulegt út af trjánum í Öskjuhlíð. „Nú er það svo að tré vaxa ekki að vetrarlagi. Þau hafa því ekki verið að hækka og skapa þessa hættu á undanförnum mánuðum. Fyrir þetta atvik, og reyndar eftir það einnig, hefur Flugfélagið getað tekið á loft í austurátt með fulllestaðar vélar án vandræða. Ástæður hljóta því að vera aðrar en hæð trjánna,“ segir hann. Að sögn Helga eru gestakomur í Öskjuhlíð um 160 þúsund á ári. „Verði útivistarsvæðinu spillt og stór hluti þessa hóps hætt- ir að nota útivistarsvæðið hvað er það þá á móti átta farþegum einu sinni sem ekki komast leið- ar sinnar eða þurfa að bíða eftir hagstæðari vindátt?“ spyr Helgi Gíslason. Þórólfur Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, segir aðeins um lítinn hluta skógarins að tefla. Þótt hann hefði sjálf- ur valið slíku annan stað muni rjóður myndast og nýtast til úti- vistar og gamlar sjávarklappir verða aðgengilegri. „Við nálg- umst þetta þannig að gera eins jákvæða hluti og hægt er úr þessu,“ segir garðyrkjustjórinn. gar@frettabladid.is Besti hlutinn verður felldur á tíu árum Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að fimmtungur af skóg- inum í Öskjuhlíð verði felldur á fimm til tíu árum, þar á meðal elsti og besti hluti skógarins. Garðyrkjustjóri segir aðeins um lítinn hluta af skóginum að ræða. Það á að byrja á eitt til tvö hundruð hæstu trjánum strax og síðan að fella þau jafn óðum og þau vaxa upp í flug línuna Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Í SKÓGINUM Helgi Gíslason, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, segir að gestakomur í Öskjuhlíð séu um 160 þúsund talsins á ári. Hætta sé á að stór hluti hópsins hætti að nýta sér útivistarsvæðið verði skógurinn felldur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR. VIÐSKIPTI Viðræður eru hafnar á milli Jóns Helga Guðmundssonar, forstjóra og eiganda Norvikur, og framtakssjóðsins SÍA II um kaup á Krónunni, Nóatúni, Elko og fleiri verslunum. Frá þessu greinir Viðskipta- blaðið. Jón Helgi hefur ákveðið að selja stóran hluta í félagi sínu Norvik að byggingavörustórveldinu Byko undanskildu. Í frétt Viðskipta- blaðsins kemur fram að til sölu sé Kaupás-keðjan, þar með talin Krónan, Nóatún og Kjarval. Einn- ig sérvöruverslanir félagsins, svo sem Elko, Intersport og fleiri dótt- urfélög. Söluviðræður eru hafnar við sjóðinn SÍA II, sem rekinn er af Stefni, dótturfélags Arion banka. Viðskiptablaðið segir frá því að margir hafi sýnt kaupunum áhuga. Jón Helgi ítrekar í frétt blaðs- ins að salan sé á byrjunarstigi og ætlar að samningaviðræður muni koma til með að taka nokkr- ar vikur. Hann segir einnig að mikilvægt sé að selja ekki til samkeppnis aðila fyrirtækjanna heldur fjárfesta sem vilja að fyrir- tækið verði skráð á markað. Því séu engar kollsteypur í farvatninu. - shá Jón H. Guðmundsson ætlar að selja Kaupás-keðjuna og fjölda sérverslana: Selur eignir en heldur Byko Krónan Nóatún Kjarval Elko Intersport STÓRAR VERSLANIR TIL SÖLU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.