Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 8
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Það er í sjálfu sér
ekki góð staða og vissar
flækjur í því ef ríkisstjórn
er að framkvæma eitthvað
sem hún er ekki hlynnt,
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
formaður Framsóknarflokksins
LANDIÐ
1
2
3
NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4
VERÐ FRÁ 10.990.000 KR.
MYNDARLEGUR
Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins
8,3 l / 100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun
á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu.
Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is
www.landrover.is
OPIÐ LAUGARDAG
FRÁ 12-16
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílahúsið
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
6
16
*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
v
ið
m
ið
un
ar
tö
lu
r
fr
am
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tr
i.
Hjúkrunarheimili þokast nær
1Viljayfirlýsing um uppbyggingu húsakynna Hjúkrunarheimilisins Lundar, hjúkrunar- og dvalarheimilis á Hellu í Rangárþingi ytra, var undirrituð í
gær. Framkvæmdin hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2011 en
forsendur annarrar fjármögnunar hafa breyst og því er talið að hefðbundin
fjármögnunarleið sé fýsilegasti kosturinn, eða að kostnaður skiptist milli ríkis-
sjóðs, Framkvæmdasjóðs aldraðra og sveitarfélagsins. Framkvæmdunum er
ætlað að fjölga einbýlum og færa aðbúnað heimilismanna til samræmis við
þær kröfur sem velferðarráðuneytið gerir.
Ný vatnsveita í Reykholtsdal
2Ný vatnsveita verður tekin í notkun í Reykholtsdal í dag. Eftir mikla leit að fullnægjandi vatnsbóli fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki var ákveðið að
virkja vatnsból við mynni Rauðsgils og leggja 4,4 kílómetra langa aðveitulögn
milli Rauðsgils og Reykholts. Lítil dælu- og stjórnstöð var byggð í grennd við
vatnstökustaðinn. Áður var búið að tengja saman vatnsveiturnar í Reykholti
og á Kleppjárnsreykjum til að geta miðlað vatni þar á milli. Með nýrri vatns-
veitu er aðgangur íbúa Reykholtsdals að vatni til neyslu og brunavarna
tryggður.
Nýtt hótel á Ísafirði opnar
3 Nýtt hótel verður opnað í miðbæ Ísafjarðar 1. júní og hefur það feng-
ið nafnið Hótel Horn. Vestur.is segir
frá. Hótelið verður opnað í tveimur
áföngum; 12 herbergi á annarri hæð
hússins í sumar en næsta sumar önnur
12 herbergi á þriðju hæð. Sérstaklega
er stílað inn á fjölskyldufólk á Hótel
Horni en endurbætur á húsinu hafa
staðið yfir í allan vetur.
EVRÓPUMÁL Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur gætu komið til
með að stýra lokaspretti aðildarvið-
ræðna að ESB þvert á eigin stefnu,
ef flokkarnir verða við stjórn eftir
kosningar og þjóðin samþykkir að
ljúka viðræðunum í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Formenn flokkanna segja að það
sé sannarlega ekki kjörstaða en með
því verði að minnsta kosti komið
umboð frá þjóðinni.
Eins og staðan er nú í skoðana-
könnunum bendir margt til þess að
flokkarnir taki upp samstarf eftir
kosningar. Eins sagðist meirihluti
aðspurðra í síðustu könnun Frétta-
blaðsins fylgjandi því að aðildarvið-
ræðum yrði lokið með samningi sem
svo yrði kosið um.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segist munu
standa við þá stefnu sem mörkuð
var á síðasta landsfundi flokksins að
aðildarviðræðurnar yrðu stöðvaðar,
fari Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn.
„Ég tel rétt að við notum tímann
eftir kosningar til að taka saman
stöðuna í viðræðunum og jafnframt
ræða stöðuna í Evrópu.“
Bjarni segist hafa miðað við að
kosið yrði á fyrri hluta komandi
kjörtímabils. Tímasetningin velti
hins vegar á ýmsu, en sýnt sé þó að
Evrópumál séu kjósendum ekki efst
í huga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
segist líta svo á að það sé komið hlé
á viðræðum og ekki gerist þörf á að
slíta þeim með formlegum hætti, en
þráðurinn verði ekki tekinn upp að
nýju „nema með umboði frá þjóðinni
úr þjóðaratkvæðagreiðslu“.
Varðandi tímasetningu þjóðar-
atkvæðagreiðslu segir Sigmundur
að hún gæti jafnvel orðið snemma á
næsta kjörtímabili.
Bjarni og Sigmundur játa báðir að
það væri engin kjörstaða ef þjóðin
samþykkti framhald á meðan hugs-
anlegir stjórnarflokkarnir væru
á því að Íslandi væri betur borgið
utan ESB.
„Það er í sjálfu sér ekki góð staða
og vissar flækjur í því ef ríkisstjórn
er að framkvæma eitthvað sem hún
er ekki hlynnt,“ segir Sigmundur en
bætir við að þetta sé afleiðing þess
að núverandi stjórn hafi hafið ferlið
„á röngum forsendum“.
Bjarni segir málin munu ráðast
þegar að því kemur.
„Ég er sjálfur þeirrar skoðunar
að við eigum ekki að ganga í Evr-
ópusambandið og greiddi atkvæði
gegn umsókn,“ segir hann. „En við
höfum haft það sem hluta af okkar
stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu til að útkljá þetta mál og við
munum standa við það.“
thorgils@frettabladid.is
Gætu þurft að semja
óviljugir um ESB
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vilja stöðva aðildarviðræður við ESB en
gætu samt þurft að klára viðræður ef þjóðin ákveður slíkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
LÍKLEGT STJÓRNARMYNSTUR Margt
þykir benda til þess að Framsóknar-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn
myndi saman stjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN