Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 24
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Ég mun verja deginum í að búa mig
undir að mæta í afmælisveislu sem
börnin mín gefa mér í afmælisgjöf og
verður haldin milli fimm og sjö í dag,“
svarar Hörður Bergmann spurður
hvernig hann hyggist verja afmælis-
deginum. Hann segist ekki vita í smá-
atriðum hvað boðið verði upp á í veisl-
unni. „En ég veit allavega að ég ætla að
halda þar ræðu eins og ég geri yfirleitt
þegar fjölskyldan kemur saman. Þarna
verður hins vegar fleira fólk þannig að
þetta verður svona í framhaldi af því
sem ég hef verið að pæla í og skrifa um
ævina og ég vona sannarlega að fyrr-
verandi samstarfsmenn komi þarna og
mæri verk mín.“
Ertu enn þá að skrifa? „Ég hef mest
skrifað þjóðfélagsrýni um þróun þjóð-
félags og lífshátta og síðasta bókin af
því tagi kom út fyrir kosningarnar
2007. Hún heitir Að vera eða sýnast
– gagnrýnin hugsun á tímum sjónar-
spilsins og náttúrulega ætti hún ekk-
ert síður erindi á markað núna þegar
kjósendur standa frammi fyrir því að
greina á milli sýndar og þess sem er
í raun. Það er aðalviðfangsefnið enn
þann dag í dag.“
Þú ert enn þá titlaður kennari í síma-
skránni? „Já, það var lengsti áfanginn
á starfsferlinum að kenna í unglinga-
skóla. Svo er ég með þessa ástríðu að
vera alltaf að messa og kannski bera
bækurnar mínar vitni um það að ég
þykist stundum vita betur en flestir
aðrir. Það fylgir gagnrýnu sjónar-
horni.“
Ertu alveg hættur að skipta þér af
þjóðmálunum? „Nei, nei, ég er í póli-
tískum félögum og mæti á fundi enn
þá.“ Hefurðu einhvern tíma verið í
framboði? „Já, ég var einhvern tíma
á lista hjá Alþýðubandalaginu, en það
var nú bara svona upp á punt. Ég hef
aldrei verið duglegur að taka þátt í
kosningabaráttu. Ætli maður sé ekki
svolítið einrænn og kunni best við að
pæla út af fyrir sig og glíma við að
senda frá sér sæmilegan texta.“ En
ertu enn þá vinstrisinnaður? „Já, já, ég
hef reynt að endurnýja skilning minn á
því sem er að gerast og hvað sé skyn-
samlegt að segja og ætli það falli ekki
vinstra megin þegar það er skoðað.“
Það er töluverður tími síðan þú
hættir að vinna, snýst lífið enn þá um
að skoða og skilgreina þjóðfélagið?
„Það sem ég fæst við tengist nú minna
og minna einhverri rýni í heims-
ósómann og að bregðast við honum.
Ég legg meira upp úr samskiptum
við góða félaga og vini. Svo er maður
í rólegheitum að dunda við einhverja
forræktun og koma því í garða hjá
börnunum. Tengist maður ekki með
aldrinum betur hringrás náttúrunnar?
Og er það ekki eldra fólkið sem bíður
með sérstakri eftirvæntingu eftir vori
og blómum?“ spyr þetta áttræða ung-
menni. fridrikab@frettabladid.is
Hef þessa ástríðu að
vera alltaf að messa
Hörður Bergmann, kennari og þjóðfélagsgagnrýnandi, er áttræður í dag. Hann segist
sposkur rétt ætla að vona að fyrrverandi samstarfsmenn noti nú tækifærið til að mæra
verk hans. Heimsósóminn sé þó minna áhugamál nú en fyrrum.
ÁTTRÆTT UNGMENNI Hörður ætlar að nýta daginn í undirbúning fyrir afmælisveislu seinni partinn, þar sem hann ætlar að sjálfsögðu að
flytja tölu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hörður Bergmann fæddist 1933 í Keflavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni 1954 og BA-prófi frá Háskóla Íslands 1956 í uppeldisfræði,
dönsku og sögu. Hann hefur starfað sem kennari, námsstjóri, fræðslufulltrúi hjá
Vinnueftirlitinu og sem framkvæmdastjóri Hagþenkis, félags höfunda fræðirita
og kennslugagna. Hann hefur samið á þriðja tug námsbóka fyrir grunnskóla og
fullorðinsfræðslu og þrjár bækur um þjóðfélagsmál. Hann var kvæntur Dórótheu
Einarsdóttur leiðbeinanda, sem lést í ágúst 2011, og á fjögur börn, níu barnabörn
og níu barnabarnabörn.
Ferill Harðar Bergmann
Fjölbreytt úrval legsteina
Frí áletrun og uppsetning
Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88
Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum)
Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði
www.granithollin.is
Sími 555 38 88
Ástkær maðurinn minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
MAGNÚS SIGURÐSSON
Selvogsbraut 15, Þorlákshöfn,
lést á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði
sunnudaginn 31. mars. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar
þakkir færum við starfsfólkinu á Ási fyrir alla
umhyggju og hlýhug, og öllum ættingjum og vinum.
Anna Jóhannsdóttir
Hafdís Magnúsdóttir Gunnar Benediktsson
Valdís Magnúsdóttir Gunnar Halldórsson
Sigurður Magnússon Katrín Guðnadóttir
Jóhann Magnússon Sigríður Karlsdóttir
Magnús Ragnar Magnússon Hólmfríður Einarsdóttir
börn og barnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GRÉTAR EMIL INGVASON
Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður Hæðargarði 29, Reykjavík,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, miðviku-
daginn 17. apríl, verður jarðsunginn frá
Garðakirkju föstudaginn 26. apríl kl. 15.00.
Ingvi Rúnar Grétarsson Virginia K. Grétarsson
Anna Margrét Grétarsdóttir
Brynjólfur Grétarsson Elín Sigrún Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR
Brekku, Garði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi,
laugardaginn 13. apríl. Útförin verður frá
Útskálakirkju, föstudaginn 26. apríl kl. 14.00.
Kristján Vilhjálmsson Vigdís Böðvarsdóttir
Sigurður Vilhjálmsson
Kristjana Vilhjálmsdóttir Friðrik Ágúst Pálmason
Halldór Vilhjálmsson Gunnhildur Ásgeirsdóttir
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Stefanía Vilhjálmsdóttir Kristinn Kristinsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Okkar hjartkæra
SIGRÍÐUR ÓSK GEIRSDÓTTIR
Hátúni 12, Reykjavík,
sem andaðist þann 10. apríl sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn
26. apríl kl. 13. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Sjálfsbjargarfélagið í
Reykjavík.
Signý Þ. Óskarsdóttir
Þorkell G. Geirsson
Egill Þorkelsson
Agnes Þorkelsdóttir
Jón Eiríksson
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ORMAR EDWALD
sem lést þriðjudaginn 16. apríl, verður
jarðsunginn frá Grensáskirkju föstudaginn
26. apríl kl. 13.00.
Ágústa Úlfarsdóttir Edwald
Jón Haukur Edwald Álfheiður Magnúsdóttir
Birgir Edwald Ragnheiður Óskarsdóttir
Helga Edwald
Eggert Edwald Jacqueline McGreal
Kristín Edwald
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
GRÉTARS MAGNA
GUÐBERGSSONAR
jarðfræðings,
Hvammkoti í Skagafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og
hjúkrunarþjónustu Karitas fyrir góða umönnun.
Guðný Þórðardóttir
Sigfús Grétarsson
Þórður Grétarsson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
MARÍA JÓNÍNA SIGURÐARDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
Þórunnarstræti 91, Akureyri,
lést föstudaginn 19. apríl sl. á Hjúkrunar-
heimilinu Lögmannshlíð. Útförin fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 29. apríl
kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Öldrunarheimili Akureyrar eða Oddfellowregluna á Akureyri.
Gunnar Jónsson Svanhildur Daníelsdóttir
Daníel Gunnarsson Sigurður Þorri Gunnarsson