Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGHlaupaskór & fatnaður MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512 5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Langflestir hlauparar þurfa að kljást við líkamleg vandamál á ein- hverjum tímapunkti. Hér verða tínd til nokkur algeng vandamál og lausnir á þeim. Svartar táneglur Sumir hlauparar, sérstaklega þeir sem hlaupa langar vegalengdir, fá svartar táneglur. Lýsing: Nöglin virðist svört (sem orsakast af mari undir nöglinni). Á endanum getur nöglin dottið af. Ástæður: Svartar táneglur verða til þegar neglurnar núast stanslaust við fremsta hluta skósins. Blóðblaðra myndast undir nöglinni. Mara- þonhlauparar sem hlaupa mikið niður í móti eru líklegastir til að þjást af þessu, einnig þeir sem hlaupa í heitu veðri þar sem fætur bólgna meira þegar heitt er úti. Forvörn og lausn: Velja þarf réttu stærð af hlaupaskóm en þeir eiga að vera hálfu númeri stærri en venjulegt skónúmer fólks. Nægt rými þarf að vera fyrir tærnar. Gott er að halda fótum eins þurrum og kost- ur er og svo þarf að halda tánöglunum snyrtilegum. Einnig þarf að velja réttu hlaupasokkana, ekki vera í bómullarsokkum. Ef tánögl- in er þegar orðin svört er best að láta hana óáreitta svo lengi sem sárs- aukinn er ekki yfirþyrmandi. Sársaukinn er verstur fyrsta daginn en skánar svo. Ekki þvinga gömlu nöglina af, hún dettur af af sjálfu sér. Ef táin virðist rauð og sýkt skal leita læknis. Bólur á andliti, brjóstkassa og baki Lýsing: Bólur á þessum stöðum eru algengar hjá hlaupurum, sérstak- lega konum. Ástæður: Svitaholur stíflast vegna svita og auk þess bætist við nudd frá fötum. Einnig getur farði eða sólarvörn aukið á vandann. Forvörn og lausn: Til að koma í veg fyrir bólur sem verða til við æfingar þarf að huga vel að hreinlæti. Fara úr svitastorknum fötum strax að loknum hlaupum og fara í sturtu eins fljótt og auðið er. Þrífa þarf vel þau svæði þar sem bólurnar myndast frekar. Ekki nota farða og notið sólarvörn án olíu. Kláði á fótum Lýsing: Þegar hlaupið er af stað kemur kláðatilfinning í fæturna sem er svo slæm að fólk þarf stundum að hætta að hlaupa. Kemur oftar fyrir þegar fólk byrjar að hlaupa eftir nokkurt hlé. Ástæður: Algengustu ástæðu kláðans er að finna innan í fætinum. Við æfingar þenjast háræðar og stærri æðar út í vöðvum. Hjá þeim sem eru í þjálfun haldast æðarnar þandar og opnar en hjá öðrum geta æðarnar lagst saman og aðeins lítið blóð kemst leiðar sinnar og orsak- ar kláðatilfinningu. Forvörn og lausn: Vandamálið leysist af sjálfu sér eftir því sem fólk kemst í betra form. Aumar geirvörtur Lýsing: Sumir hlaupar- ar, oftast karlmenn, verða aumir í geirvörtunum af hlaupunum og sumir fá blæðandi vörtur. Þetta er afar sársaukafullt vanda- mál. Ástæðan: Við hlaup nuddast geirvörturnar við hlaupabolinn, oft það mikið að sár hljótast af. Þar sem konur eru oftast í þröngum brjóstahöldur- um er þetta ekki vanda- mál hjá þeim. Forvörn: Auðvelt er að koma í veg fyrir þetta vandamál. Sumir setja vaselín eða annað sleipiefni á vörturnar fyrir hlaup, aðrir setja plástur yfir þær. Einnig ætti að athuga að hlaupa ekki í bómullarbolum heldur bolum úr gerviefni. Á lengri hlaupum ætti fólk einnig að huga að því að setja sleipiefni á aðra líkamshluta þar sem hætta er á nuddi. Algeng vandamál hlaupara Hlauparar þurfa að huga að ýmsu áður en þeir leggja í hann. NORÐURKRILL Fæst flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. P R E N T U N .IS Betri einbeiting og betri líðan Þegar maður rekur sitt eigið fyrirtæki, er í fullu fjarnámi og á auk þess tvö ung börn, þá skiptir öllu máli að heilinn virki rétt og vel. Ég byrjaði að nota Norðurkrill fyrir fjórum mánuðum og fann nánast strax mun á mér. Einbeitingin varð betri auk þess sem ég varð vör við mjög jákvæð áhrif á lesblinduna hjá mér. Fyrir utan skarpari einbeitingu líður mér allri betur líkamlega og andlega. Það skiptir mig miklu máli að Omega 3 í Norðurkrill sé hreint og ómengað og eftir að hafa prufað þó nokkuð margar tegundir af Omega 3 olíum get ég fullyrt að Norðurkrill er besta Omgea 3 olía sem ég hef notað. Ég hvet alla þá sem vilja skerpa á minni og einbeitingu að taka inn Norðurkrill. Heilinn í okkur verðskuldar aðeins það besta. Jóhanna S. Hannesdóttir, þjóðfræðinemi og eigandi Sunnlenska.is NORÐURKRILL er eitt hreinasta og öflugasta form af OMEGA 3-fitusýrum. Unnið úr botnsjávardýrinu krill sem er veitt við ómengað Suðurskautið. Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð, uppþemba eða magaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Brooks DNA miðsólinn er að hluta framleiddur úr gelvökva sem veitir hlaupurum óháð þyngd sömu höggdempun. DNA miðsólinn gefur 30% meiri höggdempun en venjulegur EVA og er tvisvar sinnum fljótari að ná sinni upprunalegu lögun eftir niðurstig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.