Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 33
KYNNING − AUGLÝSING Hávaðavarnir24. APRÍL 2013 MIÐVIKUDAGUR 3 Parki hefur selt Mono-loftin um árabil með mjög góðum árangri og mikilli ánægju viðskiptavina sinna. Verslunin Parki hefur um nokkurra ára skeið selt samskeytalaus stein-ullarhljóðísogsloft. Um er að ræða vandaða danska gæðavöru að sögn Smára V. Grétarssonar, sölumanns hjá Parka, sem hentar vel jafnt fyrir heimili, vinnustaði og opinberar byggingar. „Hljóðísogsloft dempa hljóð og bergmál í opnum rýmum. Þau henta vel bæði í stórum opnum rýmum og ekki síður í minni rýmum. Þar sem flís- ar og steinveggir eru, er hætt við miklum glymjanda og bergmáli sem hefur truflandi áhrif á fólk. Því er góð lausn að setja slík loft í byggingar, hvort sem um er að ræða heima- hús eða opinberar byggingar.“ Að sögn Smára líta loftin út eins og hefð- bundin gifsloft. Þau byggjast upp á grind, ekki ósvipuðu gifslofti, og svo koma 30 milli- metra steinullarplötur sem eru skrúfaðar á grindina. „Plöturnar koma með hljóðdúk, samskeytin eru spörsluð, slíðruð og síðan grunnuð og sprautumáluð með sérstakri málningu sem þó rýrir ekki hljóðísogs- gildið.“ Hægt er að leggja þessi loft með nán- ast sama hætti og gert er með gifsloft að sögn Smára. „Loftið er unnið með sama hætti og býður upp á sömu möguleika og gifsloft nema það auðvitað einangrar allt bergmál og glymjanda miklu betur.“ Umhverfisvæn efni Samskeytalausu hljóðísogsloftin sem Parki selur heita Mono og eru frá danska fram- leiðandanum Rockfon. Parki hefur selt Mono-loftin um árabil með mjög góðum árangri og mikilli ánægju viðskiptavina sinna. Loftin frá Rockfon eru gerð úr stein- ull, sem er umhverfisvænt efni, og plöturn- ar eru ofnæmisvottaðar. Auk þess lifa bakt- eríur ekki í steinullinni og þar af leiðandi er ekki hætta á sveppamyndun eins og getur myndast í öðrum efnum eins og timbri og gifsi. Þar að auki er mikið einangrunar- gildi í steinullinni sem og mikið bruna- þol þar sem steinullin er óbrennanlegt efni. „Fyrstu árin var notast við sérhæfða erlenda iðnaðarmenn við uppsetningu þeirra með tilheyrandi kostnaði og vinnu. Nú höfum við íslenska iðnaðarmenn sem hlotið hafa menntun og viðurkenningu frá framleiðanda fyrir uppsetningu loftanna sem gerir þetta allt einfaldara og þægilegra, auk þess sem kostnaður er mun minni.“ Smári segir best að huga að slíkum loft- um við hönnun nýbygginga en auðvitað sé lítið mál að setja þau upp í eldri byggingum. „Auðvitað fylgir því smá rask en ef fólk ætlar að búa í húsinu sínu í 30 ár er ein vika stutt- ur tími miðað við þá bættu hljóðvist sem þú færð í staðinn. Við vorum fyrir stuttu síðan að setja upp Mono-loft í eldra húsi í Grafar- voginum. Íbúarnir höfðu búið þar í nokkur ár og voru ósáttir með hljóðvist hússins. Þeir skruppu til útlanda í vikufrí og við skiptum um loft á meðan. Þegar þeir komu til baka voru þeir helst ósáttir við að hafa ekki gert þetta miklu fyrr enda var breytingin á hljóð- vistinni í húsinu ótrúleg.“ Loft frá Rockfon eru víða Parki hefur einnig sett upp hljóðísogsloft á nokkrum veitingastöðum hérlendis með góðum árangri. „Þar er eðlilega oft mikill glymjandi í salnum eins og fylgir slíkri at- vinnustarfsemi. Eftir að við settum þessi loft upp þar hefur starfsfólki liðið mun betur og viðskiptavinir sitja lengur, enda mun þægilegra að sitja á veitingastaðnum við slíkar aðstæður.“ Parki býður einnig upp á aðrar tegundir lofta, til dæmis hefðbundin kerfisloft frá Rockfon þar sem krafa er um gott hljóð- ísog og auk þess að hafa aðgengi að lögnum o.fl. Í dag eru loft frá Rockfon í fjölmörgum byggingum svo sem skólum, leikskólum, sjúkrahúsum og skrifstofum svo eitthvað sé nefnt. Parki býður upp á margar lausnir í útliti á köntum og stærð á loftaplötum þar sem stærri plötur eru að ryðja sér til rúms í auknum mæli. Allar nánari upplýsingar má finna hjá sölumönnum og á heimasíðu Parka, www.parki.is. Samskeytalaus hljóðísogsloft frá Rockfon Efnisval í nútímabyggingum einkennist oft af hörðum efnum eins og flísum, steyptum veggjum og gleri. Það kallar á nýjar lausnir í efnisvali á öðrum stöðum til að gera hljóðvist betri. Loftin eru oft sá staður sem hægt er að nota til að bæta hljóðvistina. Parki vinnur náið með hljóðtæknifræðingum, arkitektum og innanhússhönnuðum til að koma með betri lausnir og útlit. Mono-loft með innfelldri lýsingu og skuggafúgu með veggjum. MYND/ÚR EINKASAFNIXX Fullfrágengið Mono-loft með innbyggðri lýsingu í einbýlsihúsi í Reykjavík. MYND/VILHELM Sérhæfðir starfsmenn Parka við uppsetningu Mono-lofts. MYND/STEFÁNUnnið við uppsetningu Mono-lofts í blokkaríbúð í Reykjavík. MYND/STEFÁN Smári V. Grétarsson, sölumaður hjá Parka. MYND/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.