Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 2

Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 2
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNMÁL „Þetta er einhver mis- skilningur hjá Ármanni bless- uðum,“ segir Gunnar I. Birgis- son, bæjarfulltrúi í Kópavogi, um bókun Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að ályktanir Gunn- ars varðandi gestafjölda í íþrótta- húsum einkenndust af pólitískum ofsóknum. Gunnar óskaði fyrir nokkru eftir upplýsingum um nýtingu á íþróttahúsum í Kópavogi. Á bæjar- stjórnarfundi á þriðjudag lagði hann fram bókun um málið ásamt samflokksmanni þeirra Ármanns, Aðalsteini Jónssyni. „Eftir að hafa skoðað talningar í íþróttahúsum Kópavogs bæjar, er ljóst að nýting nokkurra íþrótta- mannvirkja er ekki ásættan- leg. Sérstaklega á þetta við um knatthúsið og tvöfaldan íþrótta- sal í Kórnum,“ sagði í bókuninni. „Algjörlega óafsakanlegt“ væri að nýta ekki íþróttamannvirki bæjar- ins betur. „Þær ályktanir sem bæjarfull- trúarnir Gunnar Ingi Birgisson og Aðalsteinn Jónsson draga af taln- ingum í íþróttahúsum eru bein- línis rangar og einkennast af póli- tískum ofsóknum gagnvart einu íþróttafélagi,“ bókaði þá Ármann bæjarstjóri. Íþróttafélagið sem hann vísar til er HK sem hefur umsvif í Kórnum. Spurður um þetta mál segist Ármann hafa verið ósáttur við framsetningu Gunnars og Aðal- steins á efni greinargerðar sem lögð var fram í mars. Þar hafi komið fram að Kórinn sé betur nýttur en íþróttahúsið Smárinn. „Ég skil bara ekkert í þeim að setja þetta fram með þessum hætti þegar skýrslan sýnir að þetta er akkúrat þveröfugt. Ég átta mig ekki á af hverju er verið að snúa út úr henni,“ segir Ármann. Gunnar segir bókun Ármanns byggða á misskilningi. „Þetta var allt vel meint og er bara hvatning til íþróttafélaganna að reyna að nýta húsin betur. Það kostar nú ekkert smávegis eitt svona hús,“ bendir Gunnar á. Ármann hafnar því að þessi deila hafi áhrif á samstarfið í meirihlutanum. „Þetta er einangr- að mál,“ undirstrikar bæjar- stjórinn. Eins og Ármann hafn- ar Gunnar því að þess- ar væringar breyti nokkru um samstarf meirihlutans sem sjálf- stæðismenn mynda með bæjar fulltrúum Y- listans og Framsóknar- flokks. „Þetta er bara stormur í vatnsglasi,“ útskýrir Gunnar. gar@frettabladid.is Sakar félagana um pólitískar ofsóknir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, bókaði í bæjarstjórn að ályktanir samflokksmanna hans um talningu gesta í íþróttahúsum einkennist af pólitískum ofsóknum. Misskilningur og stormur í vatnsglasi, segir Gunnar I. Birgisson. ÍÞRÓTTAHÚSIÐ KÓRINN Sjálfstæðismennn í bæjarstjórn Kópavogs takast á um nýtingu Kórsins í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LONDON, AP Metverð fékkst á uppboði hjá Christie‘s í vikunni fyrir risavaxið egg sem er að hluta til steingert. Eggið fannst á eyjunni Madagaskar og er undan útdauðri tegund sem kallast fílsfugl. Það seldist á tæpar tólf milljónir íslenskra króna, sem er meira en tvöfalt hærra verð en búist var við. Fílsfuglinn dó út fyrir mörgum öldum og er talið að eggið sé frá því fyrir sautjándu öld. Fílsfuglar voru ófleygir og nærðust á ávöxtum. Þeir voru ekki ósvipaðir strútum en gátu náð allt að 3,4 metra hæð. - þj Merkar fornminjar á uppboði hjá Christie‘s: Metverð fékkst fyrir risaegg HUNDRAÐ SINNUM STÆRRA Egg fílsfuglsins er um það bil hundrað sinnum stærra en hænuegg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sigurður, vaða KR-ingar bara í villu? „Þeir missa reyndar stundum marks.“ Þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta lýsti undrun sinni á því að ekki hefði verið dæmd villa á Keflvíkinga sem tekið hefðu of hart á einum leikmanna KR um liðna helgi. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, sagði kvartanir KR-inga hlægilegar. Ég skil bara ekkert í þeim að setja þetta fram með þessum hætti þegar skýrslan sýnir að þetta er akkúrat þveröfugt. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. GUNNAR I. BIRGISSON ÁRMANN KR. ÓLAFSSON BANGLADESS, AP Eigendur verksmiðjuhúsnæðis í nágrenni Dhaka í Bangladess sem hrundi í gær eru grunaðir um að hafa virt tilmæli yfirvalda að vettugi þegar þeir sendu hundruð manna þar til vinnu í gær. Um hundrað manns voru taldir af í gær og mörg hundruð voru sár eftir að húsið hrundi. Talið var að um tvö þúsund manns hafi verið þar inni þegar ósköpin dundu yfir. Í húsinu voru fjórar verk- smiðjur sem framleiddu fatnað, meðal annars fyrir keðjurnar Benetton og Children‘s Place. Eftirlitsstofnanir höfðu lokað húsinu vegna þess að stórar sprungur höfðu myndast í veggjum þess, en yfirmenn í verksmiðjunum sendu fólkið engu að síður til vinnu og fullyrtu að engin hætta væri á ferðum. Innanríkisráðherra Bangladess lofaði því, í sam- tali við fjölmiðla á vettvangi, að sökudólgunum yrði refsað. Atburðir sem þessir eru nokkuð algengir í Bangladess, þar sem mörg hús eru byggð í trássi við byggingarreglugerðir og öryggisstaðla. Aðstæður í fataverksmiðum landsins komust í hámæli fyrir um fimm mánuðum þegar 112 manns létust í eldsvoða í verksmiðju í borginni Tazreen. - þj Eigendur átta hæða fataverksmiðju sem hrundi í Bangladess í gær: Virtu öryggistilmæli að vettugi HRUN Þúsundir manna þustu á vettvang þar sem átta hæða hús hrundi. Hátt í hundrað manns höfðu verið úrskurðaðir látnir í gær en sú tala gæti hafa hækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur ómerkti í gær tveggja ára fangelsisdóm yfir nuddara sem var sakfelldur fyrir nauðgun með því að stinga fingri sínum í leggöng konu sem hann var að nudda. Vörn nuddarans í héraðsdómi var ekki talin fullnægjandi þar sem kröfu um að matsmenn yrðu kvaddir fyrir dóminn var hafnað. Þess í staði fékk dómsformaður sérfræðinga með sér í dóminn en Hæstiréttur taldi það ekki jafn- gilt og ómerkti því dóminn. - sh Hæstiréttur ómerkir dóm: Nuddaradómur aftur í hérað NOREGUR Talið er að 10 til 15 þús- und eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum í Kåfirði við Alta í Nor- egi í gær. Alta-áin á Finnmörku, sem er ein mesta stórlaxaá verald- ar, rennur til sjávar örfáum kíló- metrum frá þeim stað sem laxarn- ir sluppu út. Norska ríkisútvarpið (NRK) greinir frá þessu. Í gær var hvorki vitað hvað olli því að laxarnir sluppu né frá hvaða fiskeldisfyrirtæki þeir eru en fulltrúar frá Veiðimálastofnun Finnmörku fylgjast vel með gangi mála. Þess ber að geta að 15 þús- und eldislaxar eru um fjórum til fimm sinnum meira en veiðist í Alta-ánni árlega. Hans Kristian Kjeldsberg, hjá Veiðifélagi Alta-árinnar, segir í samtali við NRK að þetta sé grafalvarlegt mál ekki síst þar sem þetta sé að gerast rétt áður en villti laxinn gengur upp í ána. Algengt er að villti laxinn gangi upp í ána upp úr miðjum maí og óttast Hans Kristian að eldislaxinn kunni að fylgja þeim og blandist síðar meir og þar með sé hinn heimsfrægi stórlaxastofn Alta- árinnar í hættu. - th Norska stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum: 10 til 15 þúsund laxar sluppu LAXELDI Óttast er að eldislaxinn bland- ist hinum heimsfræga stórlaxastofni Alta-árinnar. MYND/STÖÐ 2 DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavík- ur þess efnis að Valitor þurfi að opna greiðslugátt fyrir Datacell og Wikileaks. Þá skal fyrirtækið greiða 800 þúsund króna dagsekt- ir þar til gáttin hefur verið opnuð. Forsaga málsins er sú að korta- fyrirtækin Visa og Mastercard skipuðu þjónustuaðilum sínum að loka á fyrirtæki sem taka á móti greiðslum fyrir Wikileaks. Því lokaði Valitor á Datacell sem þjónustar Wikileaks á Íslandi. Datacell og Wikileaks stefndu Valitor vegna þessa og dæmdu bæði dómstig þeim í vil. - mþl Áfrýjun Valitors mistókst: Opni greiðslu- gátt Wikileaks DÓMSMÁL Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. Davíð þarf ekki að fara til Tyrklands til að fylgjast í réttar- sal. „Ég fylgist bara með í gegn- um lögmanninn minn.“ Davíð var handtekinn á flug- vellinum í Antalya í mars þegar hann var ásamt sambýliskonu sinni á leið frá Tyrklandi. Hann var með stein sem síðar kom í ljós að var fornmunur í tösku sinni. - bj Máli Tyrklandsfanga að ljúka: Ætlar ekki aft- ur til Tyrklands SPURNING DAGSINS FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU Ertu ekki viss um hvað þú ætlar að kjósa? Viltu fá svör við ákveðnum spurningum? Hringdu í Vg númerið 863 7038 og tilgreindu það málefni sem brennur á þér. Við finnum rétta frambjóðandann til þess að hafa samband við þig og svara spurningum þínum. Við hlökkum til að heyra frá þér! HVAÐ VILTU VITA?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.