Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 4
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 HEILBRIGÐISMÁL Fimm þúsund Íslendingar hafa greinst með hjartasjúkdóminn gáttatif og talið er að um eitt prósent heilbrigðis- útgjalda á Vesturlöndum sé komið til vegna sjúkdómsins. Gáttatif er takttruflun í gáttum hjartans og getur valdið segamyndun og jafn- vel heilaáfalli. „Sjúkdómurinn getur haft alvar- legar afleiðingar og er oft á tíðum erfiður í meðhöndlun,“ segir Davíð O. Arnar, læknir á Landspítalan- um. Davíð hlaut á dögunum verð- laun úr Verðlaunasjóði í lækn- isfræði fyrir framúrskarandi árangur á sviði vísindarannsókna á gáttatifi. Verðlaunin eru þau stærstu sem eru veitt í heilbrigðis- vísindum hérlendis. Davíð segir að sér og samstarfsfólki sínu hafi verið sýndur mikill heiður með verðlaunaveitingunni. „Okkur er sýndur mikill heiður með verðlaununum og það eflir okkur óneitanlega að fá slíka við- urkenningu. Þetta gerir okkur jafnframt kleift að stunda mikil- vægar rannsóknir á sjúkdóminum áfram,“ segir Davíð. Sjúkdómurinn er greindur við ákveðin einkenni en einnig kemur fyrir að hann sé greindur fyrir til- viljun og þá hjá fólki sem er ein- kennalaust. „Þetta getur verið mjög lúmskt. Við styðjumst við skilmerki um áhættuhópa en til þess þurfum við líka að vita meira um þá hópa. Við þurfum einnig að skilja betur forsendur sjúkdómsins til þess að þróa megi betri lyf en þau sem í boði eru.“ Hverjir eru í áhættuhópi? „Þeir sem eiga nákominn ættingja sem hefur greinst með gáttatif eru til að mynda í nær tvöfaldri áhættu á að fá sjúkdóminn sjálfir. Ef nákominn ættingi hefur greinst með sjúkdóm- inn fyrir sextugt er áhættan allt að fimmfalt hærri,“ segir Davíð. Hann segist jafnframt sjá fram á að algengi gáttatifs geti aukist um allt að þriðjung á næstu þremur til fjórum áratugum. „Ástæða þess er fyrst og fremst öldrun þjóðarinnar, en gáttatif greinist oftast hjá þeim sem eldri eru.“ maria@frettabladid.is Fimm þúsund með gáttatif Gáttatif er takttruflun í hjartagáttum og getur valdið heilaáfalli sé það ekki meðhöndlað. Davíð O. Arnar, sérfræðingur á Landspítalanum, vann nýverið til verðlauna fyrir vísindarannsóknir sínar á sjúkdóminum. HEFUR RANNSAKAÐ GÁTTATIF Davíð O. Arnar hjartalæknir segir að gáttatif geti aukist um allt að þriðjung á næstum 30 til 40 árum. Ástæðan sé einkum öldrun þjóðarinnar. „Ég er búinn að hafa gáttatif síðan 2005. Þá hafði ég nær aldrei komið inn á spítala en það var fljótt að breytast. Ég var um tíma farinn að þekkja starfsfólk með nafni,“ segir Þorgeir Guðmundsson gáttatifssjúklingur. Hann hefur frá grein- ingunni farið alls 29 sinnum í svokallaða rafvendingu þar sem rafskaut eru notuð við að koma takti hjartans í lag. Þorgeir hefur einnig farið tvisvar sinnum í brennsluaðgerð auk þess að taka lyf. Hann hafði ekki fundið fyrir neinum einkennum þegar hjúkrunarkona hjá Blóðbankanum benti honum á að hann hefði óreglulegan hjartslátt. Í kjölfarið fór hann til læknis sem greindi hjá honum sjúkdóminn. „Ég fór fyrst til Danmerkur í brennslu en það hafði engin áhrif. Ári seinna tók Davíð mig í brennslu hér heima og ég held að ég hafi verið með þeim fyrstu. Þá breyttist allt til batnaðar og ég hef á undanförnum árum varla þurft lengur í rafvendingu. Það er þó aðeins að byrja aftur. Ég fór síðast núna á föstudaginn,“ segir Þorgeir. Einkennin eru í tilfelli Þorgeirs fremur væg, að hans sögn. Hann segist þó finna fyrir svolítilli þreytu og mæði seinnipart- inn og að hann þurfi því stundum að leggjast fyrir. „Annað einkennið er að ég svitna mikið á næturnar og lendi í því að þurfa að skipta allt að þrisvar um bol sömu nóttina. Þetta háir mér því ekki neitt meiriháttar. Ég þarf eðli málsins samkvæmt að taka lyf. Annars er ég bara mjög bjartsýnn, ég hef líka svo miklar mætur á honum Davíð.“ Hafði aldrei komið á spítala áður Sjúkdómurinn getur haft alvarlegar afleiðingar og er oft á tíðum erfiður í meðhöndlun. Davíð O. Arnar hjartalæknir SÝRLAND, AP Stríðandi fylkingar í Sýrlandi kenna hvor annarri um að hafa sprengt og fellt sögufrægan bænaturn við Umayyad-moskuna í borginni Aleppo í gær. Bænaturninn er frá tólftu öld og er hluti af gömlu borginni í Aleppo, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta er í annað skipti á rúmri viku sem bænaturn er felld- ur í Sýrlandi, en áður hafði turn Omari-moskunnar í Daraa verið felldur. Sá var frá sjöundu öld. - þj Uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi vísa ábyrgð hvor á annan: Sprengdu fornan bænaturn FALLINN Bænaturninn frá tólftu öld stendur ekki lengur, en stríðandi fylkingar kenna hvor annarri um að hafa fellt hann. Moskur voru upphafsstaður uppreisnar- innar gegn Assad Sýrlandsforseta á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Íbúar við Rauðholt á Selfossi telja ferðir strætisvagna um götuna yfirdrifnar og segjast „verulega óánægðir með óhóflega umferð vagnanna“, samkvæmt hverfisráði Selfoss. Ráðið minnir á fyrri fyrirspurn sína um málið, sem vísað var til Samtaka sunnlenskra sveitar- félaga en að þaðan hafi ekkert svar borist. Ráðið spyr hvort leiðarkerfið hafi verið sett upp án vitneskju ráðamanna sveitar- félagsins. - gar Veruleg óánægja á Selfossi: Allt of margir strætisvagnar 207,1194 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,86 117,42 178,58 179,44 152,08 152,94 20,4 20,52 19,789 19,905 17,686 17,79 1,1722 1,179 175,4 176,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 24.04.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is LEIÐRÉTT Röng merking var á kökuriti sem fylgdi frétt um niðurstöður skoðanakönnunar á fylgi flokkanna í Fréttablaðinu í gær. Í mynd sem sýndi fjölda þingsæta átti vinstra kökuritið við fjölda þingsæta í dag, ekki í könnun 15. og 16. apríl. Viðsnúningur varð í töflu með frétt á síðu 6 á þriðjudag um niðurfærslur lána hjá Íslandsbanka frá árinu 2008. Hið rétta er að hjá einstaklingum námu niðurfærslur vegna skuldaaðlögunar 81,7 milljörðum (79,2%). 21,5 millj- arðar (20,8%) voru vegna gjaldþrota. Rangt var farið með nafn Kristnýjar Steingrímsdóttur félagsráðgjafa í frétt um skýrslu velferðarráðuneytisins um tilkynningar til barnaverndanefndar. NOREGUR Sjö stærstu stjórnmála- flokkarnir í Noregi munu eyða tæpum 80 milljónum norskra króna, rúmlega 1,5 milljörðum íslenskra, fyrir þingkosning- arnar í haust. Þetta kemur fram í úttekt Dagsavisen. Verkamanna- flokkur Stolten- bergs forsætis- ráðherra hefur úr mestu að moða, 25 milljónum, en Hægri flokkurinn hefur tuttugu millj- ónir. Verkamannaflokkurinn er einnig eini flokkurinn sem hefur meiri fjármuni en í kosningunum 2009. Borgaralegu flokkarnir í stjórnarandstöðu hafa talsvert meira fjármagn en stjórnarflokk- arnir, 46 milljónir gegn 33 millj- ónum. - þj Norskir stjórnmálaflokkar: 1,5 milljarðar í kosningasjóði JENS STOLTENBERG www.skyr.is Þú finnur fleiri boostuppskriftir á BRAGÐ AF SUMRI Peru- og ananasboost 1 lítið Peruskyr.is 1 dl ananassafi 50 g frosnir blandaðir melónubitar 0,5 dl kókosmjólk 6-8 ísmolar Veðurspá Laugardagur Víða 10-15 m/s ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR á dagatalinu en vetur í veðrinu enn um sinn. Víða bjart á morgun en þykknar upp og hvessir undir kvöld, fyrst V-til. Úrkoma V- og N-til á laugardag og milt veður en kólnar svo aftur í framhaldinu. -3° 6 m/s 0° 9 m/s 2° 9 m/s 3° 11 m/s Á morgun 3-10 m/s, hvessir V-til undir kvöld Gildistími korta er um hádegi 6° 3° 8° 5° 5° Alicante Basel Berlín 17° 22° 19° Billund Frankfurt Friedrichshafen 13° 24° 24° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 10° 10° 25° London Mallorca New York 19° 20° 17° Orlando Ósló París XX° 13° 23° San Francisco Stokkhólmur 16° 13° 3° 4 m/s 4° 8 m/s 1° 4 m/s -2° 6 m/s 0° 8 m/s 0° 7 m/s -4° 7 m/s 4° 3° 4° 0° 3° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.