Fréttablaðið - 25.04.2013, Síða 8

Fréttablaðið - 25.04.2013, Síða 8
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 HYUNDAI IX35 Nýskr. 04/12, ekinn 26 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.950 þús. Rnr.151685. SUBARU FORESTER X Nýskr. 06/09, ekinn 43 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr.190912, Frábært úrval af notuðum bílum á frábæru verði Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is LAND ROVER DISCOVERY 4 HSE Nýskr. 08/11, ekinn 46 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr.141533 VW POLO COMFORTLINE Nýskr. 05/11, ekinn 44 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.080 þús. Rnr.170330. SUBARU LEGACY WAGON S Nýskr. 01/12, ekinn 25 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.480 þús. Rnr.200914. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 05/11, ekinn 60 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 6.790 þús. Rnr.270247. HYUNDAI i30 CLASSIC Nýskr. 11/07, ekinn 73 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.490 þús. Rnr.120172. Glæsibifreið kr. 12.900 þús. Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði! Smellugas Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Grillum í allt sumar með gasi frá Olís Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið! BANDARÍKIN, AP Bræðurnir sem grunaðir eru um sprengjutilræðið í Boston í síðustu viku snerust til öfgafullrar íslamstrúar í Banda- ríkjunum en ekki í Tsjetsjeníu. Þetta er mat ættingja bræðranna og nefndarmanna í nefnd Banda- ríkjaþings sem hefur eftirlit með eftirlitsstofnunum. Ættingjar Dzhokhars og Tamerl- ans Tsarnaev segja þá hafa snúist til öfgafullrar íslamstrúar í sam- skiptum við mann sem kallaður er Misha. Þeir segjast ekki vita frek- ari deili á manninum. Richard R. Burr öldungadeildar- þingmaður, sem á sæti í eftirlits- nefnd með eftirlits- og njósna- stofnunum, segir ekkert benda til þess að bræðurnir hafi snúist til öfgatrúar í föðurlandinu. Þvert á móti virðist sem þeir hafi sótt í öfgafullt efni á netinu. Heimildarmenn AP-frétta- stofunnar fullyrða að eldri bróðir- inn, Tamerlan Tsarnaev, hafi meðal annars fylgst með bresku nettíma- riti öfgamanna sem meðal ann- ars hvetur einstaklinga til að gera hryðjuverkaárásir. Allt bendi til þess að bræðurnir hafi lagt á ráðin um árásina á eigin spýtur. Engu að síður eru fulltrúar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, farnir til Rússlands til að tala við fjölskyldumeðlimi bræðranna. Tilgangur ferðarinnar er að varpa nánara ljósi á hvernig þeir snerust til öfgafullrar íslamstrúar. Fulltrúar bandarísku alríkis- lögreglunnar, heimavarna- ráðuneytisins og fleiri eftirlits- stofnana komu fyrir eftirlitsnefnd Bandaríkjaþings á þriðjudag. Eftir fundahöldin sagði Saxby Chambliss, varaformaður nefndar- innar, ekkert benda til þess að eftirlits stofnanirnar hefðu gert alvarleg mistök í aðdraganda sprengju tilræðisins í Boston. Annar fulltrúi í nefndinni taldi þó rétt að fara enn og aftur yfir hvernig hinar ýmsu eftirlits- stofnanir deildu upplýsingum. Þannig var upplýst á fundi nefndar- innar að bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, vissi ekki af ferð Tamerlans Tsarnaev til Tsjetsjeníu í fyrra þó að heimavarna ráðuneytið fullyrði að það hafi haft þær upp- lýsingar. Bandaríska alríkislögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að fylgja ekki eftir ábendingum frá rússneskum stjórnvöldum sem lögðu að alríkislögreglunni að rann- saka Tamerlan Tsarnaev við heim- komu hans frá Tsjetsjeníu í fyrra. Ættingjar bræðranna segja að eftir að Tamerlan kynntist Misha hafi hann hætt að stunda hnefa- leika og tónlistarnám. Hann hafi talað gegn stríðsrekstri Bandaríkj- anna í Írak og Afganistan. Tamerlan féll í átökum við lög- reglu á föstudag. Bróðir hans, Dzhokhar Tsarnaev, liggur illa særður á spítala en líðan hans er sögð fara batnandi. brjann@frettabladid.is Snerust til öfgatrúar í Bandaríkjunum Ekkert bendir til þess að bræðurnir, sem grunaðir eru um sprengjutilræðið í Boston, hafi snúist til öfgatrúar í Tsjetsjeníu. Þeir sóttu í öfgafullt efni á netinu og eru sagðir hafa átt í samskiptum við dularfullan mann sem kallaður er Misha. BRÆÐURNIR Bræðurnir Tamerlan Tsarnaev, 26 ára (til vinstri), og Dzhokhar Tsarnaev, 19 ára, eru grunaðir um að hafa staðið fyrir sprengjutilræð- inu í Boston í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP OPNA AFTUR Boylston-stræti, gatan þar sem sprengjurnar tvær sprungu í síðustu viku, var opnuð í gær í fyrsta skipti eftir árásirnar. Starfsmenn Starbucks-kaffihúss gengu fylktu liði á vinnustað sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.