Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 10
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Fastir
vextir
Óverðtryggðir
innlánsvextir m.v.
mánaða bindingu
Fastir
vextir
Verðtryggðir
innlánsvextir m.v.
mánaða bindingu
Við bjóðum ölbreytt úrval innláns-
reikninga með föstum vöxtum.
Hafðu samband og kynntu þér málið.
Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is
Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum.
Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum.
3 mánuðir 4,8%
6 mánuðir 5,0%
12 mánuðir 5,2%
24 mánuðir 5,4%
36 mánuðir 6,3%
60 mánuðir 6,4%
36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75%
Miðað við útgefna vaxtatöflu MP banka 11. apríl 2013.
Norskar konur gegni líka herskyldu
1NOREGUR Konur munu einnig falla undir herskyldu í Noregi ef nýtt frumvarp nær fram að ganga. Það nýtur stuðnings meirihluta þingsins og
er vísað til jafnréttissjónarmiða í því tilliti. Lögin munu taka gildi árið 2015.
Hingað til hefur skyldan aðeins náð til karla á aldrinum nítján til 44 ára en
konur geta skráð sig ef þær óska þess. Af þeim 60.000 norsku ungmennum
sem komast á herskyldualdur árlega taka um 10.000 þátt í eins árs her-
þjónustu, og eru um tíu prósent þeirra konur. Norski herinn hefur það að
markmiði að fimmtungur hermanna sé konur.
Þrettán skæruliðar felldir í Afganistan
2 AFGANISTAN Liðsmenn
NATO og afganskar
öryggissveitir felldu
þrettán skæruliða í
austurhluta lands-
ins á þriðjudag og
miðvikudag. Annars
vegar voru sex
vegnir í sameigin-
legri aðgerð NATO
og öryggissveita
og hins vegar voru
sjö felldir þar sem
Afganar sáu einir um
aðgerð. Mikil átök
hafa verið í landinu
síðustu vikur, en það
er árlegur viðburður
á vorin þegar hópar skæruliða laumast inn í landið frá bækistöðvum sínum í
fjallahéruðum Pakistan.
Taldir tilheyra neti Al-kaída
3 SPÁNN Tveir menn sem grunaðir eru um að tilheyra hryðjuverkanetinu Al-kaída voru handteknir á Spáni á þriðjudag. Annar mannanna hafði lýst
ánægju sinni með sprengjuárásina í Boston í síðustu viku. Annar mannanna
er frá Marokkó, en hinn frá Alsír. Engin tengsl eru talin vera á milli þeirra.
Spænsk lögregluyfirvöld höfðu engan grun um að mennirnir væru að undir-
búa hryðjuverk, né fundust sprengiefni í fórum þeirra. Þrátt fyrir það þótti rétt
að handtaka þá til að tryggja öryggi borgaranna, sagði Jorge Fernandez Diaz,
innanríkisráðherra Spánar.
Kætast meðan kostur erHEIMURINN
1
23
KNÁRRA MEYJA FLOKKUR Nemendur í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík gerðu stutt hlé á prófl estri í gær til að lyft a sér
upp á dimissio. Þessar stúlkur í 6.-T klæddu sig upp í tilefni dagsins eins og gestir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en aðrir nem-
endur árgangsins klæddu sig meðal annars upp eins og eldri borgarar, kardinálar og dátar í Rauða hernum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL