Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 12
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 12 Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is 2013 Heildarskuldir landsmanna námu 1.878.044 milljónum króna árið 2011. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 1.151.616 krónur. Þetta kemur fram í gögnum sem Frétta- blaðið fékk í hendur hjá Íbúðalána- sjóði, en þau hafa verið unnin upp úr skattframtölum ársins 2011. Eins og eðlilegt er eru hæstu skuldirnar þar sem flestir íbúarn- ir eru, í skattumdæmi Reykjavíkur og Reykjaness, en því síðarnefnda tilheyra meðal annars fjölmenn sveitarfélög eins og Hafnar fjörður, Kópavogur og Garðabær. Tölurnar sýna hins vegar að skipting fasteignaskulda dreifist ekki jafnt yfir landið eftir fjölda íbúa. Það skýrist væntanlega af mismiklu verðmæti fasteigna eftir því hvar þær eru staðsettar. Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla, segir þess- ar tölur sýna að landsbyggðin kæmi illa út úr flatri niðurfellingu skulda, eins og þeirri sem Fram- sóknarflokkurinn og fleiri flokkar hafa boðað. Sé reiknað með tutt- ugu prósenta niðurfellingu, eins og Framsókn gerir, þýði það tutt- ugu milljörðum hagstæðari útkomu fyrir suðvesturhornið, sé miðað við mannfjölda. „Húsnæðisbólan var stærri á höfuð borgarsvæðinu en annars staðar á landinu. Fólk á landsbyggð- inni skuldar því ekki jafn mikið og fólk á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón. „Ef farið væri í tuttugu pró- senta flata niðurfellingu þá sýnist mér að landsbyggðin myndi fá um tuttugu milljörðum króna minna í sinn hlut en ef sömu upphæð væri deilt út eftir fólksfjölda. Það má því segja að tuttugu prósenta niðurfell- ing sé landsbyggðarskattur upp á um tuttugu milljarða króna.“ Þeir hæst launuðu græða Jón segir annan ókost við flata niður fellingu vera þann að stór hluti hennar rynni til hátekju- og stóreignafólks, sem ekki þurfi á ölmusu frá ríkinu að halda. „Seðlabankinn hefur reiknað 20 milljarða „landsbyggðarskattur“ Húsnæðisskuldir eru hærri á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Hagfræðingur segir 20 prósenta flata niðurfellingu jafngilda 20 milljarða skatti á landsbyggðina. Stórkostlegir fjármagnsflutningar frá landsbyggðinni til suðvesturhornsins, segir stjórnmálafræðingur. að um áttatíu milljarðar króna myndu renna til þess fimmtungs fólks sem er með hæstu tekjurnar og um 75 prósent af skuldaniður- fellingunni myndu renna til fólks sem ekki er í fjárhagsvanda.“ Jón segir því spurningu hvort ekki sé skynsamlegra að greiða niður himinháar skuldir ríkis- ins en að ráðast í flata skulda- niðurfellingu. „Ríkið hefur varla borð fyrir báru í ríkisfjármálum í dag vegna þess hvað skuldir þess eru háar og hefur því lítil sem engin tök á því að takast á við áföll sem gætu dunið yfir á næstu árum. Það er mikil áhætta tekin að ráðast í dýra skuldaniðurfellingu til fólks sem ekki þarf á slíku að halda á meðan ríkið er jafn skuldsett og það er í dag,“ segir Jón Steinsson. Fé flutt til suðvesturhorns Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmála- fræðingur við Háskólann á Akur- eyri, segir þessa niðurstöðu sýna að flatur niðurskurður húsnæðislána þýði fjármagnstilfærslu frá lands- byggðinni til suðvesturhornsins. „Maður veltir því fyrir sér hvort menn hafi hugsað þetta allt saman til enda út frá öllum hliðum. Þetta er náttúrlega hvort heldur sem er fé skattborgaranna, jafnvel þó að ríkið geti sótt þessa peninga til svo- kallaðra hrægammasjóða, þá væri hægt að nota þessa peninga í að greiða niður skuldir ríkisins. Þetta eru í raun og veru peningar okkar allra. Þessi niðurstaða sýnir að þetta eru stórkostlegir fjármagns- tilflutningar.“ Grétar segir að líklega komi nokkur svæði á landsbyggðinni Vestmannaeyjar Landið allt Vesturland Vestfi rðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland SuðurlandReykjanes Reykjavík 11.259 24.853 46 1. 32 6 44 1. 21 4 84 5. 03 7 92 2. 46 1 46.007 85.590 12.953 26.854 17.618 38.057 71.915 140.086 30.404 56.094 58.920109.258 1. 15 1. 61 6 2. 24 8. 29 0 ■ Verðmæti fasteigna ■ Skuldir vegna íbúðarkaupa 94.341 78.068 11.706 5.560 7.397 20.503 9.585 15.008 245.424 20% NIÐURFELLING SKULDA MUNDI KOSTA*: Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfi rðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmanna- eyjar Landið allt 88,2 92,3 9,201 2,6 3,5 14,4 6,1 11,8 2,3 230,3 Athugið að tölurnar eru unnar úr skattagögnum fyrir árið 2011. Það á þó ekki að breyta menginu miðað við núverandi stöðu. Fréttablaðið fékk gögnin frá Íbúðalánasjóði.* í milljörðum króna Í milljónum króna Fjöldi framtala www.volkswagen.is Fágaður ferðafélagi Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá 6.180.000 kr. Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir aðeins 5,8 l á hverja 100 km. Fullkomið leiðsögukerfi fyrir Ísland Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan „Hvers vegna ættum við að skoða það?“ spyr Frosti Sigurjónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins, á móti þegar Fréttablaðið spyr hvort flokkurinn hafi reiknað út hvernig flöt niðurfelling skulda skiptist eftir búsetu. „Það sem við þurfum að leiðrétta er forsendubresturinn sem fólk varð fyrir sem skuldar þessi verðtryggðu lán. Við eigum ekki að spyrja hvar fólk á heima, heldur hversu mikill forsendubresturinn varð og leiðrétta hann.“ Frosti segir flokkinn líta svo á að peningarnir tilheyri skuldugum heimilum þar sem þeir komi þaðan og þangað eigi að dreifa þeim aftur. „Þó að við gerum þessar leiðrétting- ar verður nóg eftir til að lækka skuldir ríkissjóðs.“ HAFA EKKI SKOÐAÐ DREIFINGUNA betur út en önnur, Akureyri, þétt- býlisstaðir á Mið-Austurlandi og Selfoss, svo dæmi séu tekin. Heilt yfir þýði þetta að verið sé að flytja „svakalegar summur til suðvestur- hornsins úr ríkissjóði“. Séu tuttugu milljarðar settir í samhengi skipti þeir lands byggðina miklu máli. „Ef við erum að tala um tuttugu milljarða þá erum við að tala um tvenn jarðgöng, ef við getum notað þann gjaldmiðil. Það eru nú margir búnir að standa lengi í pontu á Alþingi og tala sig hása gegn tíu milljarða króna jarð- göngum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.