Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 16
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR |
VIÐ VEITUM ÍSLENSKU AFREKSFÓLKI VILJASTYRK
JÓN MARGEIR SVERRISSON
SUND
Saksóknarinn Björn Þorvaldsson fór fram á það í
gærmorgun að Gesti Jónssyni yrði meinað að verja
Sigurð Einarsson, þegar ákæra á hendur níu fyrr-
verandi starfsmönnum Kaupþings fyrir allsherjar-
markaðsmisnotkun var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur.
„Að Gestur skuli vera mættur
hér er óskiljanlegt,“ sagði Björn,
sem gerði kröfuna „í ljósi hegðun-
ar hans í svokölluðu Al Thani-máli“.
Gestur sagði sig nýverið frá
verjendastörfum í Al Thani-mál-
inu gegn vilja dómarans, með
þeim rökum að sannfæring hans
byði honum ekki að taka þátt í
réttarhöldum þar sem brotið væri
svo gróflega gegn réttindum skjól-
stæðings hans og hann teldi vera
gert í því máli. Það hefur nú leitt
til þess að meðferð málsins frest-
ast fram í febrúar á næsta ári,
þar sem gefa þarf nýjum verjanda
kost á að setja sig inn í málið.
Þessi atburðarás var án fordæma
í íslenskri réttarsögu.
Björn sagði að flest atrið-
in sem Gestur og kollegi hans
Ragnar Hall tiltóku sem ástæður
í afsagnar bréfi sínu til dómarans
í Al Thani-málinu ættu líka við í
stóra Kaupþingsmálinu sem þing-
fest var í gær. Því væri Gestur í
raun „tifandi tímaprengja“ í mál-
inu, enda þyrfti lítið að gerast til
að hann segði sig frá verjenda-
starfanum með sömu rökum og í
hinu málinu.
Gestur mótmælti kröfu Björns
og sagði að öll lagaskilyrði fyrir skipun hans sem
verjanda væru fyrir hendi. Hann sagði að með
þessu héldi saksóknari uppteknum þeim hætti að
ráðast á einstaklinga í stað þess að horfa til efnis-
atriða mála.
Dómarinn Arngrímur Ísberg tók sér fimmtán
mínútna hlé til að íhuga málið og kvað að því loknu
upp þann úrskurð að kröfunni væri hafnað; Gestur
skyldi verja Sigurð.
Björn lýsti því strax yfir að úrskurðurinn yrði
kærður til Hæstaréttar. Ekki liggur fyrir hvenær
Hæstiréttur kveður upp dóm í málinu, en það gæti
þó orðið á föstudag.
ASKÝRING | 16
ÁKÆRUR Í STÆRSTU MÁLUM SÉRSTAKS SAKSÓKNARA ÞINGFESTAR Í HÉRAÐSDÓMI
BANKASTJÓRAR MÆTTUST Sigurjón Þ. Árnason, til hægri, mætti Hreiðari Má
Sigurðs syni og Sigurði Einarssyni þegar hann gekk inn í verjendaherbergið í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gærmorgun. Ekki var annað að sjá en að vel færi á með þeim.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Líkti Gesti
við tíma-
sprengju
Óskiljanlegt er að Gestur Jónsson hafi
mætt með Sigurði Einarssyni í dóm í
gær að mati saksóknara, sem krefst þess
að Gesti verði meinað að verja Sigurð.
Krefst þess
að Lárent-
sínus víki
Fyrrverandi formaður skilanefndar
Landsbankans er verjandi fyrrverandi
stjórnanda hjá bankanum. Saksóknari
vill að hann víki en hann er ósammála.
Stígur
Helgason
stigur@frettabladid.is
GESTUR JÓNSSON
BJÖRN
ÞORVALDSSON
Lárentsínus Kristjánsson telur
það ekki munu valda hagsmuna-
árekstrum að hann sinni verjenda-
störfum fyrir Steinþór Gunnars-
son, fyrrverandi forstöðumann
verðbréfamiðlunar Landsbankans,
þótt hann hafi einnig verið for-
maður skilanefndar Landsbankans
þar til fyrir hálfu öðru ári.
Arnþrúður Þórarinsdóttir sak-
sóknari fór fram á það við þing-
festingu málsins í gærmorgun
að Lárentsínus fengi ekki að verja Steinþór vegna
þessa. Dómarinn, Ragnheiður Harðardóttir, boðaði
til sérstaks þinghalds um þá kröfu í næstu viku.
Lárentsínus segir kröfuna hafa komið á óvart.
„Hún á sér engin rök, að mínu mati,“ segir hann.
„Eini tilgangurinn sýnist mér vera að svipta minn
skjólstæðing þeim rétti að geta valið sér verjanda
sjálfur í málinu.“
Að Gestur
skuli vera
mættur hér er
óskiljanlegt.
Björn Þorvaldsson
saksóknari
Ákærurnar snúa að
stórfelldum kaupum
eigin viðskipta
bankanna á bréfum
í bönkunum og
lánveitingum til val-
inna félaga til kaupa
á þeim, allt í þeim
tilgangi að halda uppi
verði bréfanna og gefa
virði þeirra falskt til
kynna. Þetta fólk er
ákært í málunum:
Þessi eru ákærð„Ég lýsi yfir sakleysi mínu af öllu nema því að vera seinn í réttinn. Ég
biðst afsökunar á því,“ sagði Magnús
Guðmundsson, fyrr-
verandi forstjóri
Kaupþings í Lúxem-
borg, inntur eftir
afstöðu sinni til
sakar efnisins í gær.
Magnús var ekki
sá eini sem lýsti sig
saklausan. Það gerðu
líka allir hinir sak-
borningarnir fjórtán
í málunum tveimur.
KAUPÞINGSFÓLK Ingólfur Helgason, Björk Þórarinsdóttir og Bjarki
Diego ásamt verjendum í sal 101 í Héraðsdómi í gærmorgun.
MAGNÚS
GUÐMUNDSSON
LANDSBANKAFÓLK Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Lands-
bankans, sést hér með hluta af verjendateymi Landsbankafólksins.
LÁRENTSÍNUS
KRISTJÁNSSON
Magnús Guðmundsson sagðist saklaus af öðru en að hafa mætt of seint í réttinn:
Allir fimmtán lýstu yfir sakleysi sínu
Úr Kaupþingi:
■ Hreiðar Már Sigurðsson
■ Sigurður Einarsson
■ Ingólfur Helgason
■ Magnús Guðmundsson
■ Björk Þórarinsdóttir
■ Bjarki H. Diego
■ Einar Pálmi Sigmundsson
■ Birnir Sær Björnsson
■ Pétur Kristinn Guðmarsson
Úr Landsbankanum:
■ Sigurjón Þ. Árnason
■ Elín Sigfúsdóttir
■ Steinþór Gunnarsson
■ Ívar Guðjónsson
■ Júlíus Steinar Heiðarsson
■ Sindri Sveinsson