Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 18
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 ÍTALÍA, AP „Þetta er eini möguleik- inn!“ sagði Giorgio Napolitano, for- seti Ítalíu, þegar hann færði Enrico Letta umboð til þess að mynda rík- isstjórn og binda þannig enda á tveggja mánaða stjórnar kreppu og hefja vinnu við að koma Ítalíu á rétta leið. Letta er varaformaður Lýðræðisflokksins, sem er vinstra megin við miðju á hinu pólitíska lit- rófi, en í umboði Napolitanos felst að Letta myndi samsteypustjórn með hægriflokki Silvios Berlus- coni, fyrrverandi forsætisráðherra. Vinstri menn hafa meirihluta í neðri deild þingsins, en hægri menn í öldungadeildinni. Forset- inn hafði áður fengið vilyrði stóru flokkanna fyrir því að þeir styddu stjórn undir forustu Letta. Forsætisráðherrann verðandi sagði að hann áttaði sig á þeirri ábyrgð sem honum væri falin. For- gangsverkefnið sé að takast á við hina „gríðarlegu og óviðunandi“ erfiðleika sem Ítalía, sem er þriðja stærsta efnahagsveldi Evrópu- sambandsins, hefur glímt við síð- ustu misseri. „Staðan er mjög erfið og for- dæmislaus þar sem getur brugð- ið til beggja vona,“ sagði Letta og bætti við að næsta verkefni á forgangsröðinni væru pólitísk- ar umbætur þar sem stjórnmála- stéttin hefði glatað allri tiltrú almennings. Meðal annars hygg- ur hann á fækkun þingmanna og breytingar á kosningalöggjöfinni. Ítalíu hefur verið stýrt af teknó- kratastjórn Marios Monti frá haustinu 2011 þegar Berlusconi hrökklaðist frá völdum. Monti inn- leiddi margar nauðsynlegar en afar óvinsælar aðgerðir þar sem skorið var niður í útgjöldum hins opinbera og skattar og gjöld hækk- uð. Hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum, þar sem andúð almennings á stjórnmála stéttinni kom berlega í ljós og framboð grínistans Beppes Grillo hlaut um fimmtung atkvæða. Grillo lýsti yfir mikilli óánægju með útnefningu Letta, sem hann sagði skýrt dæmi um sam- tryggingu gömlu flokkanna. thorgils@frettabladid.is Stóru hægri og vinstri flokk- arnir á Ítalíu saman í stjórn Enrico Letta fékk í gær umboð til að mynda samsteypustjórn á Ítalíu og binda enda á tveggja mánaða stjórnar- kreppu. Efnahagsmál eru stærsta viðfangsefni stjórnarinnar sem tekur við af teknókratastjórn Marios Monti. Enrico Letta er 46 ára gamall þingmaður fyrir Lýðræðisflokkinn. Hann var valinn til að mynda stjórn fram yfir hinn 74 ára gamla Giuliano Amato, sem hefur verið forsætisráðherra í tvígang. Letta þykir vera fulltrúi nýrrar kynslóðar stjórnmálamanna en hann hefur þó verið lengi í stjórnmálum. Árið 1998 varð hann yngsti ráðherra Ítalíu frá upphafi, 32ja ára gamall, þegar hann var gerður að Evrópumálaráðherra. Hann gegndi síðar öðrum ráðherraembættum en settist á þing fyrir Lýðræðisflokkinn árið 2008. Hann er bróðursonur Giannis Letta, sem hefur verið starfs- mannastjóri Berlusconis í áratug. ➜ Hver er Enrico Letta? Staðan er mjög erfið og fordæmislaus þar sem getur brugðið til beggja vona. Enrico Letta, verðandi forsætisráðherra Ítalíu EINI MÖGULEIKINN Enrico Letta hefur verið falið að mynda samsteypustjórn stóru flokk- anna á Ítalíu. Þar hefur stjórnarkreppa ríkt í um tvo mánuði. NOREGUR Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þrettán dauðs- föll og röð læknamistaka á norska hátæknisjúkrahúsinu Ahus, undir stjórn Huldu Gunnars dóttur, síðustu tvö ár. Hulda greinir frá sögu sinni í Nýju lífi þar sem segir að hún hafi beðið aðstandendur þeirra sem létust afsökunar. Undanfarin tvö ár hafa fréttir af ástandi spítalans tröllriðið norskum fjölmiðlum, en málið hefur meðal annars orðið til þess að norski heilbrigðisráðherrann sagði af sér, auk tveggja stjórn- enda spítalans. Ahus var gert að þjóna 160.000 íbúum til viðbótar við rúmlega 320.000 sem hann þjónaði þegar. - sv Iðrast vegna dauðsfalla: Hulda gengst við mistökum MIKIL GAGNRÝNI Á HULDU Álagið á Ahus hefur sætt mikilli gagn- rýni í Noregi undanfarin tvö ár og hefur ráðherra sagt af sér vegna málsins. FRÉTTABLAÐIÐI/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.