Fréttablaðið - 25.04.2013, Page 22
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 22
Afnám stimpilgjalda af
neytendalánum
■ Lækkar kostnað við lántöku og
eykur hreyfanleika milli banka og
þar með aukinni samkeppni á fjár-
málamarkaði.
Bann við innheimtu lántöku-
gjalda umfram vexti af neyt-
endalánum
■ Með lántökukostnaði er átt við
þóknun og önnur gjöld sem neyt-
andi þarf að greiða lánveitanda í
tengslum við lánasamninginn.
Uppgreiðslugjöld verði tak-
mörkuð
■ Svo þau miði sannanlega við
endurfjármögnunaráhættu
lánveitanda.
Vefsíða um fjármálamarkaðinn
■ Stofnuð verði vefsíða þar sem
allar upplýsingar um fjármála-
þjónustu eru veittar á skýran og
aðgengilegan hátt.
Fleiri tegundir húsnæðislána
■ Boðið verði upp á lán sem hækka
ekki umfram umsamin mörk og
áhætta dreifist milli lántaka og
lánveitanda.
Viðurlög við broti á neytenda-
lögum verði hert
■ Stjórnvaldssektir skulu taka mið
af veltu síðasta rekstrarárs líkt og í
samkeppnis lögum.
Sektir vegna neytendalagabrota hækki
Meðal fl eiri tillagna nefndarinnar eru:
Samkeppniseftirlitið og nýtt emb-
ætti umboðsmanns neytenda á að
taka starfsemi bankanna á hús-
næðismarkaði til ítarlegrar skoð-
unar. Samkeppni á bankamarkaði
er ábótavant, sér í lagi á húsnæðis-
markaðnum, og því skulu stjórn-
völd beita sér fyrir rannsókninni.
Þetta er hluti af tillögum nefndar
á vegum forsætisráðuneytisins um
bætta neytendavernd.
Tillögurnar eru margar og
róttækar. Ein þeirra er að búa
til nýtt embætti Umboðsmanns
neytenda með sameiningu Neyt-
endastofu og talsmanns neytenda,
sem verði þá lögð niður í núver-
andi mynd. Nýtt embætti taki
við skyldum þeirra og bæti við
sig verkefnum sem nú er sinnt af
Fjármálaeftirlitinu og snúa að neyt-
endamálum. Umboðsmaðurinn ætti
þá að hafa svipuð völd eins og tíðk-
ast á Norður löndunum. - sv
Vilja styrkja málefni neytenda með nýju embætti:
Leggja til allsherjar-
rannsókn á bönkum
SAMKEPPNI SEM SKAL SKOÐA Nefnd um neytendavernd vill allsherjarrannsókn
innan bankanna á starfsemi húsnæðismarkaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þær verslanir sem banna stofn-
unum á borð við ASÍ að gera
verðkannanir í búðum sínum hafa
eitthvað að fela. Þetta er skoðun
Neytendasamtakanna sem birt-
ist á heimasíðu þeirra í gær. Þar
undirstrika Neytendasamtökin
mikilvægi verðkannana og hvetja
hlutaðeigandi aðila til að ná sátt
um þær en leggja áherslu á að
þær séu gerðar á forsendum neyt-
enda enda gerðar í þeirra þágu.
„Í fyrsta lagi veita verðkann-
anir neytendum upplýsingar um
verð í verslunum, verðþróun
hjá hverri fyrir sig og verðmun
milli þeirra. Í öðru lagi veita þær
verslunum aðhald við verðlagn-
ingu. Það er því afar mikilvægt
að slíkar kannanir séu gerðar og
nái til allra verslana,“ segja sam-
tökin.
Verslarnir banna eftirlit:
Hafa allar eitt-
hvað að fela
BANNAÐI VERÐKÖNNUN Jón Gerald
Sullenberger, eigandi Kosts, kallaði lög-
reglu til þegar ASÍ hugðist kanna verð.
Kostnaður tuga ef ekki hundraða
þúsunda Íslendinga vegna lyfja-
kaupa mun taka breytingum hinn
4. maí næstkomandi þegar nýtt
greiðsluþátttökukerfi Sjúkra-
trygginga Íslands (SÍ) tekur gildi.
Í stuttu máli má segja að breyting-
arnar valdi því að kostnaður þeirra
sem kaupa hlutfallslega mikið af
lyfjum lækkar en kostnaður þeirra
sem kaupa hlutfallslega lítið af lyfj-
um hækkar. Þá hættir SÍ að greiða
að fullu niður svokölluð stjörnu-
merkt lyf, en þeirra á meðal eru
glákulyf, sykursýkislyf og krabba-
meinslyf.
Nýja kerfið byggir á lögum sem
Alþingi samþykkti í fyrra. Mark-
mið þeirra var að auka jafnræði
milli lyfjakaupenda og tryggja að
lyfjakostnaður lækkaði hjá þeim
sem nota mest af lyfjum. Kostnað-
ur SÍ vegna greiðsluþátttöku í lyfja-
kaupum breytist lítið sem ekkert við
breytingarnar en kostnaður ýmissa
hópa lyfjakaupenda breytist.
Nýja kerfið byggir á þrepaskiptri
greiðsluþátttöku SÍ þar sem lyfja-
kaupandi greiðir hlutfallslega minna
eftir því sem lyfjakostnaður hans
eykst á hverju tólf mánaða tímabili.
Í fyrsta þrepi greiðir hann lyf að
fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15%
af verði lyfja og í þriðja þrepi greið-
ir hann 7,5%. Þá er sett þak á lyfja-
kostnað einstaklinga á tímabilinu
Lyfjakostnaður flestra breytist
Sjúkratryggingar Íslands taka í byrjun maí í notkun nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa. Kostnaður
flestra Íslendinga vegna lyfjakaupa tekur breytingum í kjölfarið. Sumir greiða minna en áður en aðrir meira.
Einstaklingur
með fulla niður-
greiðslu í gamla
kerfinu sem
mun taka þátt í
kostnaði við
lyf í því nýja,
í þessu tilfelli
sykursýkislyf
Málþing Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) í samvinnu við
Íslandsstofu. Að þessu sinni fjalla Söguslóðir um leikræna túlkun
sögunnar í ferðaþjónustu bæði í London og hér heima á Íslandi.
Málþingsstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
Þinggjald 2.000 kr
Fyrir nemendur og félaga í SSF 1.000 kr.
skráning á info@sagatrail.is
www.sagatrail.is
13.00 Ávarp
Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF.
13.10 Samstarf Íslandsstofu og Samtaka um söguferðaþjónustu
Kristjana Rós Guðjohnsen, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu.
13.25 Tales from my life of adventure
Sögur af mínu ævintýralega lífi
Sir Otto de Grandson, riddari í hirð Edwards I Englandskonungs
árið 1285.
13.40 „Líf í tuskunum“ - leikræn leiðsögn á Árbæjarsafni
Guðbrandur Benediktsson og Helga Maureen Gylfadóttir, sagnfræðingar.
14.00 Sprelllifandi miðaldir
Skúli Gautason, umsjónarmaður Miðaldadaga á Gásum við Eyjafjörð.
14.20 Kaffi og með því
15.00 „Að virkja fortíðina, .. skiptir það máli?“
Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur og handritshöfundur.
15.20 Emotional Engagement with the Past: exploring the story of
how monarchs and people shaped society at the Tower of
London and Hampton Court Palace.
Hrífandi stefnumót við fortíðina: könnun á sögu konunga og
fólks er mótuðu samfélagið í Lundúnaturni og Hampton höll.
Christopher Gidlow, framkvæmdatjóri leikrænnar túlkunar við
Historic Royal Palace í London.
15.50 „Að leika sitt eigið þjóðlíf“
Elfar Logi Hannesson, Kómedíuleikhúsinu.
16.20 Samantekt
Skúli Björn Gunnarsson, Skriðuklaustri.
LEIKRÆN TÚLKUN SÖGUNNAR
DAGSKRÁ:
Rögnvaldur
Guðmundsson
Kristjana Rós
Guðjohnsen
Sir Otto
de Grandson
Guðbrandur
Benediktsson
Helga Maureen
Gylfadóttir
Skúli Gautason
Vala
Garðarsdóttir
Christopher
Gidlow
Elfar Logi
Hannesson
Skúli Björn
Gunnarsson
Sigríður
Margrét
Guðmundsdóttir
S
A
M
T
Ö
K
UM
S Ö G U F E R ‹AÞJÓ
N
U
S
T
U
Þjóðmenningarhúsinu, 26. apríl kl. 13:00-16:30
sem hefst við fyrstu lyfjakaup eftir
að kerfið tekur gildi.
Fyrir vikið munu þeir sem greiða
mikið fyrir lyf njóta góðs af breyt-
ingunum. Margir munu þó þurfa að
greiða meira en áður og þar af sér-
staklega tveir hópar.
Annars vegar þeir sem greiða lítið
fyrir lyf á ári. Þeir sem verja undir
24.074 krónum í lyf á ári fá þannig
enga niðurgreiðslu en upphæðin er
að vísu lægri fyrir börn, unglinga og
lífeyrisþega.
Hins vegar mun nokkur hluti
þeirra ríflega 30 þúsund lyfjakaup-
enda sem notað hafa stjörnumerkt
lyf en slík lyf hafa verið að fullu
niðurgreidd af SÍ. Framvegis þurfa
notendur þessara lyfja að taka þátt
í kostnaði þeirra og mun kostnaður
þessara einstaklinga því í mörgum
tilfellum aukast.
Nálgast má upplýsingar um
hvernig lyfjakostnaður hvers og
eins breytist á vefsíðu SÍ.
magnusl@frettabladid.is
Númer lyfjakaupa á tímabili Kostnaður í gamla kerfinu Kostnaður í nýja kerfinu
Nr. 1 22.413 kr. 26.583 kr.
Nr. 2 22.413 kr. 6.119 kr.
Nr. 3 22.413 kr. 4.163 kr.
Nr. 4 22.413 kr. 3.060 kr.
Samtals 89.652 kr. 39.925 kr.
Númer lyfjakaupa á tímabili Kostnaður í gamla kerfinu Kostnaður í nýja kerfinu
Nr. 1 4.600 kr. 22.316 kr.
Nr. 2 4.600 kr. 4.843 kr.
Nr. 3 4.600 kr. 3.347 kr.
Nr. 4 4.600 kr. 3.347 kr.
Samtals 18.400 kr. 33.853 kr.
Númer lyfjakaupa á tímabili Kostnaður í gamla kerfinu Kostnaður í nýja kerfinu
Nr. 1 0 kr. 31.171 kr.
Nr. 2 0 kr. 7.223 kr.
Nr. 3 0 kr. 5.354 kr.
Nr. 4 0 kr. 5.354 kr.
Samtals 0 kr. 49.102 kr.
Dæmi um áhrif breytinganna
LYF Markmið breytinganna er að létta
byrðar þeirra sem greiða mikið fyrir lyf
og auka jafnræði milli lyfjanotenda.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Einstaklingur sem
greiðir mikið fyrir lyf,
í þessu tilfelli fyrir
sykursýkislyf, blóð-
þrýstingslyf og
astmalyf
Einstaklingur sem
greiðir lítið fyrir lyf,
í þessu tilfelli fyrir
blóðþrýstingslyf