Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 24

Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 24
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 24 Önnur áætlun liggur fyrir gangi ekki að taka hér upp evru. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, með formönnum stærstu flokka á fundi VÍB og Kaup- hallarinnar í Hörpu á þriðjudag. „Við verðum þá að leggja enn meiri áherslu á afgang af ríkisútgjöldum, vera með enn lægra raungengi til að hafa raunverulegan afgang á utanríkisvið- skiptum til að greiða niður skuldir og þar af leiðandi lakari lífskjör og minni afgang til velferðarmála,“ sagði hann. „Hægt er að reka Ísland til langframa með krónu, en því fylgir kostnaður sem ekki er hægt að horfa fram hjá.“ - óká Segir aðra áætlun liggja fyrir verði hér ekki tekin upp evra: Krónunni fylgir kostnaðarauki Á FUNDI Árni Páll segir Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokk skorta framtíðarsýn í peningamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hagnaður Össurar á fyrsta ársfjórð- ungi dregst saman um rúmlega 41 prósent miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Í nýbirtu uppgjöri kemur fram að hagnaður fjórðungsins í ár sé tæplega 5,8 milljónir Bandaríkja- dala. Á sama tíma í fyrra nam hagn- aðurinn 9,8 milljónum dala. Heildarsala fyrirtækisins nam 97,1 milljón dala samanborið við 99,8 milljónir á fyrsta fjórðungi 2012. Samdráttur milli ára nemur þremur prósentum. „Fyrsti ársfjórðungur hefur verið erfiður,“ segir Jón Sigurðsson, for- stjóri Össurar, í tilkynningu félags- ins. „Breytingar á endurgreiðslu- kerfinu í Bandaríkjunum hafa haft meiri áhrif en við gerðum ráð fyrir og mun áhrifanna gæta út þetta ár. Við höfum gert viðeigandi ráðstaf- anir en það mun taka nokkurn tíma að aðlagast breyttum aðstæðum.“ - óká Fyrsti fjórðungur ársins hefur verið stoðtækjafyrirtækinu Össuri erfiður: Hagnaður dregst mikið saman Liður F1 2013 F1 2012 Breyting Heildarsala 97,1 99,8 - 2,7% Framlegð 60,0 62,0 -3,2% EBITDA 13,5 17,8 -24,2% Hagnaður 5,8 9,8 -41,1% *Allar tölur eru í milljónum Bandaríkjadala. Heimild: Árshlutauppgjör Össurar UPPGJÖR 1. ÁRSFJÓRÐUNGS HJÁ ÖSSURI* Miðaverð er 3.900 kr. Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX Í DAG! #laddilengirlifid „Laddi e r engum líkur ...Hann er þjóða rgersem i.“ Pressan .is „Stórko stleg sý ning!“ - Heimir Karlsso n, Bylgja n „Spreng hlægile g sýning fyrir all an aldur !“ - Sirrý, R ás 2 EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS Opnunarverð hlutabréfa Vátrygg- ingafélags Íslands (VÍS), þegar þau voru tekin til viðskipta í Nas- daq OMX Kauphöll Íslands í gær- morgun, var 9,15 krónur á hlut, 15,1 prósenti yfir 7,95 króna útboðs- gengi félagsins. Við lokun markað- ar í gær hafði gengi bréfa félagsins svo hækkað enn, í 9,22 krónur á hlut, eða um 16 prósent frá útboði. Heildarupphæð viðskipta með bréf VÍS á fyrsta degi í Kauphöll- inni var 1.465 milljónir króna, en alls skiptu rúmlega 166 milljónir hluta um hendur í 194 viðskiptum. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, sagði fyrir opnun mark- aðar í gær að fagnaðarefni væri að fá jafnglæsilegt félag á markað. Hann sagði skráningarferli félags- ins allt hafa gengið afskaplega vel og kvað um leið ýmislegt markvert við skráningu VÍS í Kauphöllina. „Það fyrsta sem ástæða er til að benda á er sá mikli fjöldi sem þátt tók í útboði félagsins og ber vott um mikinn áhuga á því,“ sagði Páll og benti á að núna væri ekkert annað félag sem skráð er í kauphöll með jafnmarga hluthafa og VÍS. Þá benti Páll á að útboð VÍS til skráningar í Kauphöllina væri með þeim stærstu sem fram hafi farið frá aldamótum. „Í samhengi hlut- anna var þetta mjög stórt útboð og gekk afskaplega vel,“ sagði hann. Um leið vakti Páll athygli á þeim tímamótum sem í því fælust að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, for- stjóri VÍS, væri nú í fyrsta konan um langt árabil sem stýrir skráðu félagi hér á landi. „Og ég er ein- dregið þeirrar skoðunar að meira jafnvægi í kynjahlutföllum stuðli að aukinni fagmennsku í íslensku atvinnulífi.“ Sigrún Ragna sagði skráninguna mikil tímamót fyrir félag eins og VÍS. „Útboðið gekk vel og við erum gríðarlega stolt af þessum mikla áhuga sem kom fram í útboðinu og því mikla trausti og trú sem fjár- festar hafa á framtíðahorfum og stöðu VÍS. Við gerum það sem í okkar valdi stendur til að standa undir því trausti,“ sagði hún eftir að bréf félagsins voru tekin til við- skipta í gær. Arion banki hafði umsjón með skráningu VÍS í Kauphöllina og rekur viðskiptavakt með bréf félagsins, ásamt Landsbankanum. Tvær tilkynningar um eignar- hlut bárust Kauphöllinni í gær. Önnur var vegna eignarhlutar Hagamels ehf., félags Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar, upp á 9,9 prósent. Hin var vegna rúmlega 6,6 prósenta eignarhlutar Arion banka. olikr@frettabladid.is VÍS er með flesta hluthafa Verð hlutabréfa VÍS hækkaði um 16 prósent frá útboðs- gengi á fyrsta degi viðskipta í gær. Markverð skráning fyrir margra hluta sakir, segir forstjóri Kauphallar- innar. Félagið er með flesta hluthafa skráðra félaga. VIÐ OPNUN MARKAÐAR Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, hringir kauphallar- bjöllunni við upphaf viðskipta klukkan hálftíu í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS), sem tekið var í gær til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland kauphallarinnar, tilheyrir fjármála- geiranum og flokkast sem lítið félag (e. small cap). VÍS er annað fé- lagið sem skráð er á NASDAQ OMX Nordic markaðinn á árinu og það fyrsta í Kauphöllina íslensku. „Það er einnig fyrsta tryggingafélagið á íslenska markaðnum. Viðskipti með VÍS verða undir auðkenninu VIS,“ segir í tilkynningu Kauphallarinnar. VÍS er leiðandi á sviði vátrygginga á Íslandi og var stofnað í febrúar 1989 við samruna Samvinnutrygginga og Brunabótafélags Íslands. Fyrsta tryggingafélagið á markað BOÐIN VELKOMIN Páll Harðarson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir handsala skráningu VÍS á markað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.