Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 28
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Uppsögn á vinnusamningi hefur í för með sér margvísleg óþæg- indi fyrir þann sem fyrir verður. Fyrirvara laus uppsögn getur vald- ið mikilli röskun í lífi launamanns, hjá konum sem körlum, svo að ekki sé talað um þá móðgun, sem felst í henni. Í núgildandi lögum er kveðið á um lengd uppsagnarfrests og að uppsagnir skuli vera skriflegar. Aðrar kröfur eru ekki gerðar til atvinnurekenda. Geðþótti getur ráðið för við uppsögn ef frá eru taldar undantekningar í sérlögum og örfáum kjarasamningum. Rökstuddar skriflegar uppsagnir Almennt er ekki lögð sú skylda á atvinnurekendur að tilgreina skrif- lega ástæður uppsagnar. Einber skrifleg tilkynning um uppsögn nægir og atvinnurekandi getur leyst starfsmann þegar í stað undan starfsskyldum en ber eðlilega að greiða laun á uppsagnarfresti. Bak við órökstuddar uppsagnir búa oft ástæður sem fela í sér mismun- un samkvæmt jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Alkunna er sú mismunun sem konur sæta í íslensku þjóðfélagi. Þær sæta órökstuddum uppsögnum vegna kynferðis síns auk þess að vera mismunað við ráðningar. Önnur staðreynd blasir einnig við. Hún er sú að það gerist æ algengara að miðaldra og eldra fólki með langan starfsaldur sé sagt upp og yngra starfsfólk ráðið í staðinn eða það heldur fremur störfum sínum. En leyndin, sú staðreynd að ekki þurfi að rökstyðja uppsagnir skriflega, útilokar einatt alla sönnun þess að þeim sem sagt er upp hafi verið mismunað. Engum er ofraun að haga uppsögn með málefnalegum og rökstuddum hætti, skriflega, og beita á viðurlögum ef það er van- rækt. Fyrir því berst Regnboginn, sbr. frumvarp Atla Gíslasonar á 141. löggjafarþingi, mál 327, þing- skjal 374. Lagabreytinga er þörf Í samþykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, ILO-158 frá 1982, um uppsögn og ráðningarsamninga er kveðið á um það að sú megin- regla gildi að atvinnurekandi megi ekki segja starfsmanni upp, nema ákvörðunin sé byggð á atvikum er varða hæfni og háttsemi hans eða ástæðum sem varða atvinnu- reksturinn. Gerð er krafa um gild- ar ástæður, „valid reasons“. Í lög- gjöf flestra Evrópuríkja, meðal annars Norðurlanda, hafa verið sett lög sem takmarka uppsagnarrétt atvinnurekanda. Þau hafa lögleitt skilyrði um það að gildar og mál- efnalegar ástæður verði að liggja til grundvallar ákvörðun um upp- sögn. Þessi skilyrði hafa ekki rask- að starfsskilyrðum og samkeppnis- stöðu fyrirtækja. Verður ekki annað ætlað en að íslensk fyrirtæki geti starfað, vaxið og dafnað við sömu skilyrði. Það er aðeins verið að fara fram á að uppsögn byggist á upplýstum, skriflegum og málefna- lega gildum rökum. Dómstólar hafa verið tregir til að dæma launamönnum, sem mis- gert hefur verið við með ólögmæt- um uppsögnum, miskabætur, jafn- vel ekki í þeim tilvikum þar sem unnt hefur verið að sýna fram á dómgreindarleysi, hörku og óbil- girni atvinnurekanda. Hafa dóm- stólar vísað til þess að lagaheimild skorti. Er full ástæða til að lög- leiða ótvíræða heimild til að greiða launamönnum miskabætur vegna ólögmætra og órökstuddar upp- sagna. Regnboginn mun berjast gegn ábyrgðarlausu frelsi til uppsagna og kappkosta að efla kjör launa- manna og starfsöryggi þeirra. Regnboginn mun efl a starfsöryggi Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlaga- ráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auð- lindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk sam- staða um að gera það? Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðis- ins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auð- lindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rann- sóknum, viðhaldi og verndun auð- lindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknar- flokkurinn hefur ítrekað flutt frum- varp með nákvæmlega sama inni- haldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrir byggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnar- skrárvörðum eignar rétti eða atvinnu réttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grund- velli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrár- innar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúru auðlindum og landsréttind- um í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknar- flokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grund- vallar afstaða Framsóknarflokks- ins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera inni- hald ákvæðis í stjórnarskrá. Hand- hafar kvótans, en ekki almenning- ur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðar- eignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga. Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvót- anum á markaði þar sem hinn raun- verulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallar- afstöðu að þjóðin skuli eiga auð- lindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvót- anum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var inni- hald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „mis- skilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórn- lagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýting- ar auðlinda eða annarra takmark- aðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðis- grundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi hand hafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það? Auðlindaákvæði Framsóknar Meðan öskuský frá Eyja- fjallajökli breiddist yfir meginland Evrópu 2010 og lamaði nánast allt flug í álfunni blakaði lóan vængj- um sínum og barðist gegn vindum og veðrum, ösku og eimyrju til þess eins að komast til Íslands. Í ár kom lóan mun fyrr til landsins en oft áður. Upp er runninn sumar- dagurinn fyrsti. Stundum snjóar þennan dag – en sumarið kemur hvernig sem viðrar. Það kemur í hjörtu okkar og trúin horfir á verðandina. Gleðilegt sumar! Lóan hefur trú á landinu. Hún hefur árlega flogið í hópum til landsins í gegnum móðu og mistur af því að hún hefur óbilandi trú á landinu – og framtíðinni. Sumardagurinn fyrsti á Íslandi er ekki trúarlegur dagur sem slík- ur en hann er samt eitt mesta trúar- tákn ársins. Í hinni miklu trúarbók, Biblíunni, er trúin aðeins skilgreind á einum stað með örfáum orðum. Þar segir: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Heb 11.1) Inntak sumardagsins fyrsta fell- ur fullkomlega að þessari trúar- skilgreiningu. Trúin er innri vissa um að eitthvað tiltekið verði í fyll- ingu tímans. Senn verður kosið til Alþingis Íslendinga. Mun fólk kjósa flokka sem ætla má að skapi meiri trú á landið eða þá sem eiga sér langa sögu mistaka sem leitt hafa mismunun yfir landsmenn, hrun, vonleysi og land- flótta? Nýleg kvikmynd ber heitið Ófeig- ur snýr aftur og er mynd um draug. Mun það gerast í íslenskir pólitík að tveir afturgengnir flokkar, tákn- myndir óréttar og sérhagsmuna muni ráða för að kosningum lokn- um? Ég vona ekki! Lóan boðar komu sumarsins með vængjaþyt og söng. Brátt mun hlýna með hækkandi sól og allt verður fegurra. En mun sumarið koma í hinu pólitíska umhverfi eða verður áfram þrasgjarnt og þreyt- andi fólk á Alþingi eða fólk með nýjar lausnir, friðsamari vinnu- brögð, meiri virðingu og sátt í garð hvers annars? Við ráðum því ekki hvernig sum- arið verður en við getum valið vetur eða sumar í umhverfi stjórn- málanna. Kjósum sumarið og trúum á land- ið eins og lóan. Gleðilegt sumar! Hún sem trúir á landið Okkur langar að vekja athygli á þeirri staðreynd sem tjáð er í nýlegri skýrslu á vegum Rauða krossins í Reykjavík og Hjálpar- starfs kirkjunnar að þverfaglegt og þverpólitískt samkomulag virð- ist vera orðið um málefni fátækra í samfélagi okkar. Skýrslan ber heit- ið Farsæld og á ótal fundum sem haldnir hafa verið til kynningar á efni hennar hafa allir tekið undir þá meginstaðhæfingu að langvarandi fátækt sé mannskemmandi og að hún birtist í skertri heilsu, félags- legri einangrun og vonleysi sem ræni fólk reisn sinni og hamingju. Skýrsluhöfundar benda á fjögur hugmyndafræðileg atriði og þrjá aðgerðarþætti sem nokkur ein hugur virðist um að sjá sem leiðir að því markmiði að útrýma lang varandi fátækt í landi okkar. Fyrsta hugmyndafræðilega atrið- ið er það að við þurfum að kannast við sameiginlega ábyrgð okkar á fátæktarvandanum í stað þess að burtskýra fátækt ýmist sem aum- ingjaskap hinna fátæku eða sem afleiðingu af götóttu velferðarkerfi. Fátækt er ekki annaðhvort eymd eða kerfisgalli. Hún á rætur í menningu okkar og engar kerfis- breytingar vega þyngra en menn- ingin í landinu. Annað hugmyndafræðilega atrið- ið er tillaga um að í stað þess við- tekna viðhorfs að fátækt sé eins konar náttúrulögmál og alltaf sé til fátækt fólk skyldum við opna augun fyrir þeirri staðreynd að hver pers- óna er uppspretta gæða og allt fólk á erindi við umhverfi sitt. Fátækt er ekki náttúru lögmál heldur skortur á flæði. Því leggjum við til að við iðkum mannréttindi í stað þeirrar nauðhyggju að fátækt sé náttúru- lögmál. Þriðja hugmyndafræðilega atriðið varðar upphrópanamennskuna og þá misskildu aumingjagæsku sem umvafið hefur málaflokkinn of lengi. Forsenda viðunandi vel- ferðar er forræði á eigin tilveru og vitneskjan um það að hafa um líf sitt að segja. Í stað þess að aumka hina fátæku þarf samfélagið að efla þá að völdum í eigin lífi. Viðunandi velferð Í vinnu okkar höfum við stuðst við þekkta og býsna notadrjúga skil- greiningu á viðunandi velferð sem er svona: „Viðunandi velferð er að hafa tök á því að eiga líf sem maður sér ástæðu til að meta gott.“ Um þessa skilgreiningu má margt segja. Hún felur m.a. í sér þá nálg- un að virða forræði persónunnar og umboð hennar fyrir eigin lífi. Við tökum undir það og vísum til þekktra hugmynda um valdeflingu í því sambandi. Valdefling birtist í því að fólk hafi sjálft um líf sitt að segja og séu virkir gerendur í eigin lífi. Líka fátækt fólk. Fjórða hugmyndafræðilega atriðið felur í sér hin þrjú. Þar er gengið út frá hinni deildu ábyrgð, mannréttindi eru viðurkennd og vald eflandi nálgun viðhöfð um leið og við segjum: Veðjum á félagsauð og þátttökumenningu í stað ölm- usumenningar. Stundum þarf að efna til safnana eða ganga í sjóði og gefa fólki einfaldlega það sem það skortir. Langvarandi og skemm- andi fátækt verður þó ekki leyst með þeim hætti því að fátæktin á rætur í menningu okkar fremur en fjárskorti. Ölmusugjafir einar leysa ekki fátæktarvandann. Raunveru- legir möguleikar fólks til þess að eiga líf sem það sjálft telur sig hafa ástæðu til að meta gott ráðast af mörgum þáttum. Þar skiptir kaup- máttur miklu en ekki síður félags- leg tækifæri s.s. menntun, félags- staða, atvinnuþátttaka og aðgengi að kerfum samfélagsins. Félags auður er líka stór áhrifaþáttur í allri vel- ferð og er forsenda þess að fólk hafi áhuga á samfélags þátttöku. Fyrsti aðgerðarþátturinn af þremur sem hópurinn leggur til í skýrslunni lýtur að nauðsyn þess að þróa þátttökumenningu í land- inu. Við þurfum að finna leiðir til að virkja félagsauðinn og þróa þátt- tökumenningu með mun markviss- ari hætti en hingað til hefur verið. Það mætti m.a. gera með því að meta færni í stað örorku og gera samkomulag um skilgreind grunn- framfærsluviðmið sem kallist á við skilgreind þátttökuviðmið í sam- félaginu. Fleiri tillögur í þessum efnum má sjá í skýrslunni. Fátækt skemmir Annar aðgerðarþátturinn að því marki að útrýma langvarandi fátækt í samfélagi okkar varðar flækjustig velferðarkerfisins sem veldur því að kerfið vinnur gegn markmiðum sínum og notendur fara á mis við gæði þess. M.a. hefur verið vel tekið í hugmyndir um svo- nefndan velferðarreikni og tillög- ur um samræmingu á þeim mörgu kerfum sem skapa velferðarkerfi landsins en hafa tilhneigingu til þess að skarast. Þriðji og síðasti aðgerðar- þátturinn varðar þær fátæktar- gildrur sem við blasa og þá stað- reynd að sitthvað má gera strax. Enginn hefur andmælt staðhæfingu hópsins sem hljóðar svo: Þekkt- ar fátæktargildrur megi aftengja. Er þar af mörgu að taka en hópur- inn bendir einkum á heilbrigðis- mál barna, málefni ungmenna sem lifa við óvirkni og stöðu barna af erlendum uppruna. Við vitum öll að langvarandi fátækt skemmir fólk og það er aug- ljóst þjóðþrifamál að útrýma henni. Skýrslan er niðurstaða af löngu, skipulögðu og lýðræðislegu samtali þar sem ótal raddir hafa heyrst, líka raddir fátækra. Við vörpum fram þeirri áskorun til landsmanna að skoða skýrsluna þar sem hún ligg- ur á heimasíðum Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkj- unnar. Eins má nálgast hana beint á skrifstofum samtakanna. Hið mikil- vægasta er þó það að við séum virk í umræðu í okkar eigin umhverfi og nýtum tækifærin til þess í aðdrag- anda kosninganna. Fátækt er ekki einkamál. Samstarfshópur um enn betra samfélag: Birna Sigurðardóttir félagsráðgjafi, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar Bjarni Karlsson sóknarprestur í Laugarneskirkju Halldór S. Guðmundsson lektor í félagsráðgjafardeild HÍ Hrafnhildur Gísladóttir verkefnisstjóri í Rauða krossinum í Reykjavík Katla Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi í Hjálparstarfi kirkjunnar Samræmt sjónarhorn á fátækt ➜ Lóan hefur trú á landinu. Hún hefur árlega fl ogið í hópum til landsins í gegnum móðu og mistur af því að hún hefur óbilandi trú á landinu – og framtíðinni. STJÓRNMÁL Örn Bárður Jónsson 2. sæti á lista Lýðræðisvaktar í Reykjavík suður STJÓRNMÁL Harpa Njálsdóttir og Atli Gíslason 1. og 2. sæti Regnbogans í Reykjavík norður ➜ Bak við órökstuddar upp- sagnir búa oft ástæður sem fela í sér mismunun sam- kvæmt jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. STJÓRNMÁL Jóhann Ársælsson fv. alþingismaður ➜ Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. ➜ Fátækt er ekki annað- hvort eymd eða kerfi sgalli. Hún á rætur í menningu okkar og engar kerfi sbreyt- ingar vega þyngra en menn- ingin í landinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.