Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 36
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 36 Senn líður að kosningum og síðustu vikurnar hafa kosn- ingaloforðin dunið á kjós- endum. Þau snúast aðalleg um að bæta hag heimil- anna, leysa skuldavandann, lækka skatta, auka ráðstöf- unartekjur og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Allt mikilvæg málefni sem brýnt er að taka á. En gæti verið að undir niðri séum við að vonast til að halda áfram sama leiknum og við lékum fyrir hrun? Og til hvers var þá öll sú sjálfskoðun sem við fórum í gegnum þegar við gerð- um grín að 2007. Hefur orðið einhver raunveruleg hugarfarsbreyting? Hefur orðið til nýtt verðmætamat? Hver erum við og hvers konar fram- tíð viljum við byggja börnunum okkar? Erum við þjóð sem gengur á auðlindir, deyðir fljót og fjötrar fossa eða þjóð sem skapar sér mann- sæmandi líf á öðrum forsendum? Öflugur atvinnuvegur Skapandi greinar eru öflugur atvinnuvegur. Hagræn áhrif menn- ingartengdrar starfsemi eru mæl- anleg og hlutfallslegt framlag til landsframleiðslunnar raunar meira en það sem íslenskur land- búnaður leggur til. Menningin skapar ekki bara verðmæti heldur mótar hún líka sjálfsmynd þjóðar- innar. Hún speglar og sýnir okkur hver við erum, hvaðan við komum og á hvaða leið við erum. 19. febrú- ar – 17. mars síðastliðinn var hald- in menningarhátíð í Kennedy Cen- ter í Washington sem að þessu sinni bar yfirskrift- ina „Nordic Cool“. Þessi árlega hátíð hefur það að markmiði að kynna Was- hingtonbúum menningu ólíkra heimsálfa. Í ár var horft til Norðurlandanna. Dagskrá hátíðarinnar var ætlað að endurspegla mat listrænna stjórnenda henn- ar á því hvað það væri að vera norrænn? Þeirra nið- urstaða var að einkenni okkar menningarsvæð- is væru náttúran, stöðugleikinn, frumkvöðlasýnin, hönnunin- og tæknin, velferð barnanna, jafnrétti kynjanna og fjölbreytileikinn. Landsliðið á „Nordic cool“ Það vakti verðskuldaða athygli hve stór hlutur Íslands var á hátíðinni í samanburði við hin þátttökulönd- in. Á „Nordic cool“ komu m.a. fram Sinfóníuhljómsveit Íslands, Max- ímús Músíkus, Vesturport, Íslenski dansflokkurinn, Tríó Sunnu Gunn- laugs, Duo Harpverk og Víking- ur Ólafsson, auk þess sem FM Belfast, Retro Stefson og Sóley voru fulltrúar Iceland Airwaves. Að ógleymdu fossaverki Rúríar. Íslenska þjóðin getur svo sann- arlega verið stolt af þessu lands- liði og þeirri mynd sem framlag þess gaf af þjóðinni. Að 330.000 manna þjóð skuli búa yfir svo kraft- miklu listalífi og eiga jafn fram- úrskarandi listamenn og þá sem komu fram á Nordic Cool hátíð- inni er auðvitað mjög merkilegt. Við erum menningarþjóð. Við byggjum menningu okkar á göml- um merg, tölum gamalt tungu- mál og þó síungt, og eigum forn- an heimsbókmenntaarf. Við höfum átt framsýnt fólk sem hefur plægt þá akra sem við erum enn að sá í og uppskera úr. Þannig hafa fram- sækin lög verið sett á Alþingi sem breytt hafa landslaginu og skapað framtíð sem er okkar nútíð. Með lögum skal land byggja Í dag byggir íslenskt tónlistarlíf á 50 ára gömlum lögum sem sett voru um tónlistarskóla árið 1963. Með lög- unum var skapað hagstætt rekstr- arumhverfi utan um skólana sem gerði það að verkum að tónlistar- skólum fjölgaði gríðarlega á næstu áratugum og eru í dag yfir áttatíu. Á þeim grunni byggir Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Eins má rekja bygg- ingu Þjóðleikhússins sem vígt var 1950 til framsýnna og hugrakkra ráðamanna. Sú framsýni skapaði leiklistinni vettvang til að blómstra. Það skiptir máli hverja við veljum til valda. Það skiptir máli að hafa vitra og framsýna ráðamenn sem setja þau lög í landinu sem styðja, efla og þroska okkur sem þjóð. Höfum það hugfast, þegar við göngum til kosn- inga og alla daga að við erum menn- ingarþjóð. Við erum menningarþjóð Í pistli sem thorgils@ frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Frétta- blaðsins í gær undir fyr- irsögninni Fundið fé á lokasprettinum er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbinding- ar án nokkurra heimilda. Loforðin eru þá gefin um fé sem ekki er í hendi. Ein- hverra hluta vegna er ég heiðraður sérstaklega með myndbirtingu og talin upp meint loddaratrikk mín. Þetta þarfnast leiðréttingar við. 1Fangelsi á Hólmsheiði. Hið rétta er að þar ákvað Alþingi á sl. þingi að veita fjármunum til nýrrar fangelsisbyggingar eftir rúmlega hálfrar aldrar þjark og stöðnun. Fyrstu skóflustungu fögn- uðu starfsmenn Fangelsisstofnun- ar, fangaverðir, lögreglumenn og fleiri nýlega. 2 Endurnýjun björgunar-flota Slysavarnarfélags- ins Landsbjargar. Hið rétta er að þar hefur Alþingi samþykkt þingsályktunar- tillögu þingmanna úr öllum flokkum undir forystu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseta Slysa- varnarfélagsins Lands- bjargar, og ákvað að verja veita 30 milljónir króna árlega í átta ár til þessa löngu tíma- bæra verkefnis. Samtökin efndu til fundar með fréttamönnum í tilefni þess að samkomulagið var undir- ritað. 3Ný flugstöð í Reykjavík. Hið rétta er að eftir áralangt þjark tókst að reka endahnút á deilur ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það mun hafa það í för með sér að unnt verður að reisa nýja flugstöð enda gengur andvirði sölu á landi upp í þá framkvæmd. Í samkomulagi sem undirritað var gengur borgin að þeim kröfum sem við höfum teflt fram og varða öryggi flugsins. Síðan nefnir thorgils@frettabla- did.is að ég sé á förum til Vest- mannaeyja að skýra opinberlega frá stöðunni í ferjumálum ásamt bæjar- stjórn Vestmannaeyinga. Aftur þar er um að ræða fé sem fjárveitingar- valdið á Alþingi hefur ákveðið að ráðstafa. Það er eðlilegt að fulltrúi framkvæmdavaldsins greini frá stöðu mála í lok kjörtímabils. Hér eru því engin trikk á ferðinni, ágæt- ur thorgils@frettabladid.is, engar framtíðarávísanir án innistæðu, ekkert fundið fé upp úr hatti, aðeins fé sem Alþingi hefur samþykkt að veita til þessara þörfu verkefna. Fundið fé? Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hring- iðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi sam- komulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýlið- ar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjöl- miðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. For- maður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fés- bók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbending- ar um hvernig þeir nálgast stjórn- mál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipu- lag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verk- efni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hag- kvæmari og hentugri úrræði í heil- brigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli. Drengskapur í stjórnmálum STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ➜ Engar framtíðarávísanir án innistæðu, ekkert fundið fé upp úr hatti, aðeins fé sem Alþingi hefur samþykkt ➜ Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfi nu. ➜ Við höfum átt framsýnt fólk sem hefur plægt þá akra sem við erum enn að sá í og uppskera úr. STJÓRNMÁL Brynhildur S. Björnsdóttir 3. sæti Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður MENNING Arna Kristín Einarsdóttir tónleikastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands Opið frá kl. 9–20 alla daga Engihjalla og Granda Á m eð an b irg ði r e nd as t 1.089kr. kg Lambarif, þ urrkryddu ð 1.699kr. kg Lambafram partur, þur rkryddaðu r 2.499kr. kg Lambalær isneiðar, þ urrkryddað ar blandað as t Á m eððð an b irg ði r e nd a 2.999kr. kg Lambakót ilettur, þur rkryddaða r GOTT Á GRILLI[
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.