Fréttablaðið - 25.04.2013, Page 38

Fréttablaðið - 25.04.2013, Page 38
FÓLK| Íslendingar nota samskiptavefinn Facebook næstmest allra í heiminum samkvæmt lista sem Iceland Review birti. Konur eru 52% notenda en karlar 48%. Misjafnt er hvernig fólk notar miðilinn en Danir hafa skipt notendum upp í fimm flokka. Líklegast eru þeir fleiri hér á landi þar sem margir nýta sér áhrif Facebook til að koma ýmsum skilaboðum á framfæri, til dæmis póli- tískum nú fyrir kosningarnar. Skoðum hina fimm. SÁ FÉLAGSLEGI Þessi notandi er á aldrinum 25-34 ára og fer inn á Facebook 5-6 sinnum á dag og fylgist einnig með Twitter og MySpace. Hann er duglegur að uppfæra stöðu sína með ýmsum skilaboðum, jafnt persónu- legum sem öðrum, auk þess að lýsa yfir skoðunum sínum. Þá er hann duglegur að leggja orð í belg hjá öðrum eða setja „like“ á ummæli. Þessi félagslegi notandi hefur gaman af skyndiprófum á Face book og ýmsum leikjum. Hann er aðdáandi tónlistarmanna, listamanna og félagasamtaka. Auglýsingar frá fyrirtækjum eru þó ekki að hans skapi. Félagslegi vinurinn tekur ekki þátt í pólitískum umræðum. Þessi hópur er duglegur að afla sér vina með því að „adda“ þeim sjálfur. ÁHORFANDINN Samkvæmt dönsku könnuninni er þetta stærsti hópurinn. Þessi hópur er með ákveðna starfsmenntun eða háskóla- próf. Hann fer inn á Facebook 3-4 sinn- um í viku og er á aldrinum 25-45 ára. Þessi aðili gefur ekki út yfirlýsingar eða gerir miklar athugasemdir. Hann skoðar myndir vina sinna og sendir skilaboð í einkapósti. Áhorfandinn er ekki virkur á Facebook þótt hann kíki þar inn dag- lega. Hann tekur aldrei þátt í leikjum eða könnunum og sendir heldur ekki slíka beiðni á vini. Þessi hópur er á móti auglýsingum á Facebook, bæði hvað varðar vörumerki og stjórnmálamenn. Hann lækar ekki samtök eða stofnanir og „addar“ ekki vinum. Áhorfandinn er nánast ósýnilegur á Facebook. SÁ ÁHUGALAUSI Af hverju þessi notandi er á Facebook er í raun ráðgáta. Sá áhugalausi er yfirleitt karlmaður á aldrinum 45-59 ára sem fer á Facebook einu sinni til þrisvar í mán- uði. Hann á ekki marga vini, enda skiptir sú vinátta ekki miklu máli. Sá áhugalausi setur ekki inn skoðanir sínar né heldur skrifar við stöður hjá öðrum. Hann á það þó til að kíkja á myndir frá vinum þótt þeir hafi ekki hugmynd um það. SÁ LEIKJAÓÐI Ef þú furðar þig á því hver það sé sem sífellt er að spila leiki á Facebook þá eru það aðallega konur á aldrinum 25-39 ára. Bæði kynin spila þó Farmville. Þeir leikjaóðu eru mjög oft inni á Facebook. Spilarinn er líka duglegur að setja inn statusa og svara öðrum, jafnvel gagn- rýna það sem vinir segja. Hann er dug- legur að dreifa fréttum, ýmsum skila- boðum og tónlistarmyndböndum. Hann fjarlægir aldrei vin af vinalista. SÁ OFVIRKI Ertu alltaf á Facebook? Ertu námsmaður eða nýlega kominn út á vinnumarkað- inn? Ertu á bilinu 18-34 ára og átt yfir 350 vini? Þú gætir verið þessi ofvirki. Þetta er notandinn sem er duglegur að skrifa stöðuuppfærslur, segir frá lífi sínu, setur inn myndir og skoðar þær hjá öðrum. Þessi ofvirki er duglegur að svara ummælum annarra. Hann er líka duglegur að pósta því sem honum finnst áhugavert, til dæmis á fréttasíðum. Sá ofvirki telur Facebook mjög mikilvægt tæki til að halda sambandi við vini sína. Þessi aðili er aðdáandi tónlistarmanna og mannúðarsamtaka og skráir sig inn á hin ýmsu fyrirtæki. Ofvirki notandinn hefur jákvætt viðhorf til markaðsher- ferða á Facebook. Þessi notandi er þó ekki mikið í leikjum. HINIR Facebook-notendur falla eflaust undir fleiri flokka. Flestir kannast við for- eldrana sem pósta í sífellu myndum af börnum sínum sem ömmur og afar skrifa síðan innilega statusa við. Aðrir eru duglegir að pósta myndum af sjálfum sér. Þá er til hópur unglinga sem á auðveldara með að tjá sig á Facebook en í nálægð vina í skólanum. Í könnun sem gerð var í Svíþjóð fyrir nokkrum árum sögðust 37% svarenda hafa skrifað eitthvað á Facebook sem þeir höfðu síðan séð eftir. Talið er að sú prósenta sé mun hærri í dag. Á Facebook hafa gamlir vinir endur- nýjað kynnin, nýir orðið til og sumir hafa fundið ástina. Enn aðrir hafa mikla þörf fyrir að safna vinum, hvort sem þeir þekkja fólkið eða ekki. Íslend- ingar virðast hafa fundið góðan vin í Facebook miðað við það hversu margir nota þennan miðil. Það er svo sem ekk- ert skrítið, þessi þjóð hefur alltaf verið forvitin um náungann. ■ elin@365.is TÍSKA FORVITNI Íslendingar eru forvitin þjóð og hefur gaman af því að forvitnast um náungann. Facebook er því kærkomin hér á landi. HVAÐA FACEBOOK- TÝPA ERT ÞÚ? VINIR Ert þú Facebook-týpan sem segir veröldinni hvað þú ætlar að borða eða gera skemmtilegt í kvöld? Eða notar þú samskiptavefinn til að markaðssetja þig? Íslendingar eru ákafir notendur þessa miðils. Rúnar Róberts Góður vinnufélagi! Virka daga kl. 13 – 16 FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.