Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 42

Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 42
KYNNING − AUGLÝSINGGrillið FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sigurður Helgi Grímsson, sigurdurhg@365.is, s. 512-5464 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Matreiðsluþættir eru eins misjafn-ir og þeir eru margir. Sumir eru mjög hefðbundnir en í öðrum er leitast við að brjóta formið og fara nýjar leið- ir. Eins eru hugmyndirnar að baki þáttun- um afar misjafnar. Þátturinn Út að grilla með Kára og Villa, sem sýndur var sumar- ið 2004, skar sig úr öðrum matreiðsluþáttum og var örlítið öðruvísi. Bræðurnir Vilhelm Anton Jónsson, eða Villi naglbítur, og Kári bróðir hans stjórnuðu þættinum. „Senni- lega kviknaði hugmyndin út frá því. „Út að grilla með Kára og Villa hljómaði svo miklu betur en þáttur með nafnið Út að grilla með Einari og Tobba,“ segir Villi og hlær dátt við að rifja þetta upp. „Við bræðurnir erum samt miklir áhugamenn um matargerð en fyrst og fremst var þetta vegna þess að nafn- ið passaði svo vel.“ Matreiðslu- og spjallþáttur Þátturinn gekk út á það að Villi og Kári flökkuðu um með gasgrill og fóru á óhefð- bundna og skrítna staði til að grilla á og fengu til sín góða gesti þangað. „Við vorum til dæmis með einn þátt uppi á gamla RÚV- húsinu, annan í sprengjubyrgi, í hvalveiði- skipi og víðar. Síðan spjölluðum við við gest- ina um hvað þeir voru að gera og um mat og uppskriftir. Þannig að þetta var svona mat- reiðslu- og spjallþáttur.“ Sömdu lag í hverjum þætti Í lok hvers þáttar sömdu þeir bræður alltaf eitt lag á staðnum. „Lagið fjallaði oftast um eitthvað tengt matnum eða staðnum og svo voru gestirnir fengnir til að syngja með okkur. Eivör Pálsdóttir var í einum þætti og söng með okkur. Þannig að við eigum grill- lag með Eivöru.“ Spurður hvort eitthvað af lögunum sé tækt til útgáfu hlær Villi góðlát- lega og harðneitar. „Það verður aldrei.“ Alþýðlegur grillþáttur Villi segir þáttinn hafa verið alvöru grill- þátt og ekkert í ætt við matreiðsluþætti sem teknir séu upp í stúdíóum og heimaeld- húsum. „Þetta var alvöru og stundum há- vaðarok, skítkalt og vesen. Þá mættu gestir bara með húfur og peysur og við tjölduðum kannski einhverju veislutjaldi. Þannig var þetta mjög raunverulegt og alþýðlegt.“ Mikið pönk og mikill bjór Eitt sinn reyndu Villi og Kári að fá Ólaf Ragnar Gríms- son og Davíð Oddsson í þátt- inn eftir að þeir höfðu átt í einhverri deilu. „Við fengum tvo tölvunarfræðinga að mig minnir sem hétu einmitt Ólaf- ur Ragnar og Davíð Oddsson í staðinn.“ Þátturinn var svo kynntur í bak og fyrir undir því yfirskini að Ólafur Ragnar og Davíð Oddsson ætluðu að mæta. Það var ekkert rangt við það en flest- ir áttu þó von á öðrum mönnum. „Það var mikið pönk og mikill bjór í þessum þáttum.“ Stjörnuþáttastjórnendur Upphafið á þáttunum var þannig að Villi og Kári keyrðu um á stórum bandarísk- um sportbíl. Svo sátu þeir og drukku bjór og slökuðu á. „Hug- myndin var að við værum svo mikl- ar stjörnur og þyrftum því ekki að gera neitt. Og þannig var það líka í þáttunum, sem var frábær hugmynd. Björgvin Ploder og allir hinir stilltu upp meðan við sátum og drukk- um bjór.“ Skemmtilegast að elda úti Spurður hvort hann sé mikill áhugamað- ur um grill svarar Villi játandi. „Mig langar mikið að smíða mér grill sem ég sá á ferða- lagi um Króatíu. Það er eins og þakrenna í laginu og ofan í rennuna setur maður við- arkubb sem er látinn brenna niður í glóð. Svo er 30 sentímetra teinn með kjöti sett- ur yfir grillið. Þá væri ég til í að eiga svona pönnu frá Murikka sem er fyrir gashitara eða bara til að skella beint á eld. Þannig er ekkert mál að elda hvar sem er.“ Það leynir sér ekki að Villi er áhugamaður um allt sem viðkemur eldamennsku úti við. „Ég ferðast mikið á Land Rovernum mínum og finnst langskemmtilegast að elda og borða úti.“ Hugsar hlýtt til grillsumarsins 2004 Sjónvarpsþátturinn Út að grilla með Kára og Villa var á dagskrá Skjás eins sumarið 2004. Þar grilluðu þeir bræður Vilhelm og Kári Jónssynir á hinum undarlegustu stöðum og fengu góða gesti í heimsókn. Í lok þáttar var svo samið lag sem gestir sungu með þeim. Villi hefur verið viðriðinn sjónvarp í mörg ár og hugsar hlýlega til sumarsins 2004 þegar þátturinn Út að grilla með Kára og Villa var tekinn upp og sýndur. Meðfylgjandi er mynd af þeim bræðrum frá umræddu sumri. MYND/VALLI Meira í leiðinni N1 VERSLANIR N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR: ÁRTÚNSHÖFÐA | HÁHOLTI | HRINGBRAUT | LÆKJARGÖTU WWW.N1.IS ERT ÞÚ KLÁR FYRIR GRILL- SUMARIÐ? Hjá N1 færð þú gæðagrill og grillvörur fyrir kröfuharða grillmeistara.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.