Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 43
ÍSBÚÐIR
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2013
Kynningarblað
Íspinnar
Frostpinnar
Ís í brauði
Mjólkurhristingur
Heimagerður ís
Ný stjórn tók við hjá Emm-essís síðasta haust og henni fylgja ferskir vindar
og ýmsar nýjungar.
Heilsusamlegri ís
„Við leggjum áfram fyrst og fremst
áherslu á gæði í okkar framleiðslu
og höfum bætt mörgum nýjum
bragðtegundum við þann góða
grunn sem við nú þegar höfum.
Sem dæmi má nefna frostpinna
sem koma til móts við þá sem
hugsa um heilsuna, pinna sem
við notum ferska safa í og eru án
allra þekktra ofnæmisvalda. Eins
hafa umbúðir fengið andlitslyft-
ingu og verið færðar í nútímalegt
horf,“ segir Elín Þórðardóttir, nýr
framkvæmdastjóri hjáEmmessís.
Ekta íslenskur gæða mjólkurís
„Í Djæf-línuna höfum við bætt við
pinnum með karamellufyllingu og
karamelluhjúp, öðrum með kara-
mellufyllingu og súkkulaðihjúp
og enn einum með toffífyllingu og
súkkulaðihjúp. Við notum áfram
eingöngu fyrsta f lokks hráefni í
okkar ís, íslenska mjólk og mjólk-
urvörur auk þess að nota aðeins
ekta rjómasúkkulaði, þetta er topp-
vara,“ segir Elín. Gamli Poppísinn
sem alltaf stendur fyrir sínu, hefur
breytt um nafn og heitir núna Djæf
með hrískúlum og bætist í Djæf-lín-
una en samtals framleiðir Emmess-
ís átta tegudir af Djæf-íspinnum.
Íspinni við allra hæfi
Í heildina framleiðir Emmessís
um það bil þrjátíu mismunandi
frost- og íspinna. Lurkana þekkja
allir og til viðbótar við hinn sívin-
sæla Græna lurk og Tívolílurk eru
komnar heislusamlegar nýjungar
í Lurka-línuna. „Við erum að bæta
við Epla-, Appelsínu og Bláberja-
lurki sem allir eru að hluta gerð-
ur úr hreinum safa og í þeim eru
aðeins náttúruleg litar- og bragð-
efni, engin rotvarnarefni og engir
þekktir ofnæmisvaldar, svo allir
ættu að geta fundið íspinna við
hæfi,“ segir Elín
Elín bendir einnig á að fyrir
utan þessa miklu f lóru ís- og
frostpinna selji Emmessís ís í allar
ísbúðir með gæðin að leiðarljósi
eins og í pinnunum. Þar er hægt
að velja rjómaís, gamaldags ís og
jógúrtís svo dæmi séu tekin.
Nýjungar hjá Emmessís
Nú fer sumarið í hönd með hækkandi sól og þá nota margir tækifærið til að gleðja sig með íspinna. Emmessís hefur sett á markað
fjölmargar nýjungar sem ættu að falla í kramið. Þar á meðal er heilsusamlegur ís með epla-, appelsínu- og bláberjabragði.
Sumarið leggst vel í starfsfólk Emmessís. MYND/PJETUR
Hnetu- og Daim
topparnir verða á
sínum stað
Djæf-línunni tilheyra átta
íspinnar. Meðal nýjunga eru
pinnar með karamellufyllingu og
toffífyllingu.
Flestir þekkja
Grænan lurk og
Tívolílurk. Nú hefur
Mixlurkur bæst í hópinn
Epla- Appelsínu
og Bláberja-
lurkar eru meðal
nýjunga. Þeir eru
að hluta gerðir
úr hreinum safa
og í þeim eru
aðeins nátt-
úruleg litar- og
bragðefni, engin
rotvarnarefni
og engir þekktir
ofnæmisvaldar