Fréttablaðið - 25.04.2013, Síða 44

Fréttablaðið - 25.04.2013, Síða 44
KYNNING − AUGLÝSINGÍsbúðir FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sigurður Helgi Grímsson, sigurdurhg@365.is, s. 512-5464 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Það er hægt að djúpsteikja ís en það þarf að hafa hraðar hendur og fylgja vel uppskriftinni. 1 box vanilluís 250 g hafrakex 2 egg 1 msk. mjólk Sólblómaolía Flórsykur og hlynsíróp, sem meðlæti Mótið kúlur úr ísnum, leggið þær á bökunarpappír á plötu. Setjið í frysti í tvær klukkustundir. Myljið kexið niður í skál. Takið ískúlurnar út og hafið hraðann á. Þekið ísinn með kexinu og setjið aftur í frysti í eina klukkustund. Hrærið eggin með mjólkinni. Takið ískúlurnar úr frysti og veltið þeim fljótt og vel í eggjablöndunni. Síðan aftur í frysti í eina klukkustund. Rétt áður en ísinn er borinn á borð er olían hituð í 190°C í djúpri pönnu. Setið ís- kúlurnar í heita olíuna í 10-15 sekúndur, þerrið smávegis á eldhúspappír en færið síðan á disk. Dreifið flórsykri yfir og berið fram með sírópi. Djúpsteiktur ís Aðalsmerki Kúlunnar er gott verð og hér hefur allt-af verið hægt að kaupa dýrindis ís á frábæru verði,“ segir Guðmundur Jónsson, eigandi Kúl- unnar, þar sem fimm manna fjöl- skylda fær ís í brauðformi fyrir þúsund kall. Úr ísvél Kúlunnar kemur sval- andi og ljúffengur ís frá Kjörís ásamt gamla ísnum, sem er létt- ari. „Kúlan býður einnig upp á ódýrasta mjólkurhristinginn og bragða refinn í bænum og vilji menn brjóstsykur út í bragða- refinn velja þeir hann sjálfir úr nammibarnum, eins og reyndar allt annað sælgæti sem þeir vilja út á ísinn,“ segir Guðmundur, sem hefur staðið vaktina í Kúlunni síð- astliðin sex ár og er alltaf að auka þjónustu við viðskiptavini sína. „Mig langar að vera kaupmað- urinn á horninu og er kominn með nýlenduvöruhorn þar sem áður var vídeóhorn. Ég er þó enn með nýjustu myndirnar til leigu og langódýrastur í því líka,“ segir Guðmundur brosmildur. Í hillum nýlenduvöruhornsins fæst mjólk, kaffi og að auki ýmis- legt freistandi með kaffinu. „Það er þægilegt fyrir hverfis- búana að þurfa ekki langa leið eftir mjólk eða öðru smálegu, því nú fæst það hér hjá mér. Margir koma svo gagngert í ísbíltúr enda eiga þeir ekki að fara neitt annað því ísinn fá þeir hvergi á jafn góðu verði,“ segir Guðmundur, sem á traustan hóp góðra viðskiptavina. „Margir koma aftur og aftur til að fá sér mjólkurhristing og pylsu enda óviðjafnanlega gott saman. Þá er ég að prófa nýjar og ljúffeng- ar íssósur úr lífrænu súkkulaði og karamellum og er með margar spennandi nýjungar í kollinum,“ segir Guðmundur, sem hefur ástríðu fyrir dásemdum Kúlunnar. „Hér er afar notaleg stemn- ing og gaman að afgreiða ánægða viðskiptavini. Leiðinlegast finnst mér við „pinnið á minnið“ að nú næ ég síður nöfnum viðskiptavina minna. Ég þekki þó marga með nafni og veit hvað þeir vilja,“ segir Guðmundur kátur. Kúlan, söluturn, ísbúð og vídeó- leiga, er á Réttarholtsvegi 1. Ís fyrir fimm á 1.000 Ísbúðin og söluturninn Kúlan á Réttarholtsvegi býður ferskasta og ódýrasta ísinn í bænum. Þá er Kúlan vísir að kaupmanninum á horninu og selur mjólk, kaffi og sætabrauð. Guðmundur í Kúlunni með girnilegan bragðaref. Viðskiptavinir geta einnig valið sér sæl- gæti í bragðarefinn úr nammibarnum. Þess má geta að á föstudögum og laugardögum er afsláttur af nammibar Kúlunnar. MYND/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.