Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 48

Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 48
Grillið4 Heimatilbúnar kaldar grillsósur og kryddsmjör lyfta góðum grill- mat upp í hæstu hæðir. Það er lítið mál að útbúa góðar kaldar sósur án þess að styðjast við sérstaka uppskrift. Sem grunn má notast við sýrð- an rjóma, hreina jógúrt eða gríska jógúrt. Fínt saxaður hvítlaukur er vinsæll og mjög velkominn í grillsósuna en það er líka tilvalið að nota ferskan rauðan chilipipar og sleppa þá fræjunum. Smátt skorin agúrka hentar einstaklega vel í sósuna og ekki má gleyma smátt söxuðum rauðlauk og skalottlauk. Alls kyns sinnep gefa sósunni gott bragð og til að fríska upp á hana er gott að kreista smá sítrónu- eða límónusafa yfir. Ekki má gleyma fersku kryddjurtunum. Steinselja og graslauk- ur standa alltaf fyrir sínu en það má líka prófa aðrar kryddjurtir eins og basilíku, dill og kóríander. Hefðbundin krydd í kryddstauk eru líka velkomin, eins og papr- ikukrydd eða jafnvel Season All. Gráðaost- ur og annar mygluostur gefa líka grillsósunni skemmtilegt bragð. Salt og pipar í lokin setja síðan punktinn yfir i-ið. Gerð kryddsmjörs er enn einfaldari. Í smjörið má blanda söxuðum hvít- lauk, rauðum chilipipar, berki og safa úr sítrónu eða límónu. Ferskar kryddjurtir á borð við steinselju, bas- ilíku, graslauk eða kóríander smellpassa einnig í kryddsmjörið. Kryddsmjör hent- ar ekki bara með nauta- og lambakjöti. Það er ljúffengt með kjúklingi og grilluðum fiski. Punkturinn yfir i-ið Á hraðleið inn í daginn Heimir og Kolla Virka daga kl. 6.50 – 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.