Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 48
Grillið4 Heimatilbúnar kaldar grillsósur og kryddsmjör lyfta góðum grill- mat upp í hæstu hæðir. Það er lítið mál að útbúa góðar kaldar sósur án þess að styðjast við sérstaka uppskrift. Sem grunn má notast við sýrð- an rjóma, hreina jógúrt eða gríska jógúrt. Fínt saxaður hvítlaukur er vinsæll og mjög velkominn í grillsósuna en það er líka tilvalið að nota ferskan rauðan chilipipar og sleppa þá fræjunum. Smátt skorin agúrka hentar einstaklega vel í sósuna og ekki má gleyma smátt söxuðum rauðlauk og skalottlauk. Alls kyns sinnep gefa sósunni gott bragð og til að fríska upp á hana er gott að kreista smá sítrónu- eða límónusafa yfir. Ekki má gleyma fersku kryddjurtunum. Steinselja og graslauk- ur standa alltaf fyrir sínu en það má líka prófa aðrar kryddjurtir eins og basilíku, dill og kóríander. Hefðbundin krydd í kryddstauk eru líka velkomin, eins og papr- ikukrydd eða jafnvel Season All. Gráðaost- ur og annar mygluostur gefa líka grillsósunni skemmtilegt bragð. Salt og pipar í lokin setja síðan punktinn yfir i-ið. Gerð kryddsmjörs er enn einfaldari. Í smjörið má blanda söxuðum hvít- lauk, rauðum chilipipar, berki og safa úr sítrónu eða límónu. Ferskar kryddjurtir á borð við steinselju, bas- ilíku, graslauk eða kóríander smellpassa einnig í kryddsmjörið. Kryddsmjör hent- ar ekki bara með nauta- og lambakjöti. Það er ljúffengt með kjúklingi og grilluðum fiski. Punkturinn yfir i-ið Á hraðleið inn í daginn Heimir og Kolla Virka daga kl. 6.50 – 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.