Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 54
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 38TÍMAMÓT Þökkum öllum sem heiðruðu minningu SVEINBJÖRNS EINARSSONAR fyrrverandi kennara, Hjarðarhaga 26, og sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hans. Heilbrigðisstarfsfólki sem annaðist hann sendum við alúðarþakkir. Hulda Hjörleifsdóttir Ingveldur Sveinbjörnsdóttir Jón Sigurðsson Hjörleifur Sveinbjörnsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ágústa Sveinbjörnsdóttir Magnús S. Magnússon Árný Erla Sveinbjörnsdóttir Össur Skarphéðinsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför GÍSLA KRISTINS SIGURKARLSSONAR. Arnheiður Ingólfsdóttir Ingólfur Gíslason Kristín Gísladóttir Roland Hamilton Flóki Ingólfsson Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR MATTHÍASSON fyrrverandi kaupmaður á Patreksfirði, Lækjasmára 4, Kópavogi, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 18. apríl. Útför hans fer fram frá Digranes- kirkju á morgun, föstudaginn 26. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Krabbameinsfélags Íslands. Hrafnhildur Guðjónsdóttir Guðjón Hallgrímsson Davíð J. Hallgrímsson Sesselja Sigurðardóttir María M. Hallgrímsdóttir Tómas Eyjólfsson Pétur St. Hallgrímsson Eygló Tryggvadóttir Arna Hallgrímsdóttir Sæten Magnar Sæten Guðmundur Kr. Hallgrímsson Sigurrós B. Björnsdóttir Hallgrímur Hallgrímsson Majken Hallgrímsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg sambýliskona mín, KAMJAI INPHON lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 7. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Skarphéðinn Jóhannesson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS Þ. KARLSSON vélvirkjameistari, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 13. apríl, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 26. apríl kl. 13.00. Kristín Björk Magnúsdóttir Páll Gústaf Arnar Þröstur Magnússon Auður Árný Ólafsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SÆVAR MÁR ÓLAFSSON lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 20. apríl. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 29. apríl klukkan 12.00. Regína Gunnhildur Jóhannsdóttir Ólafur Már Sævarsson Katla Guðlaugsdóttir Jón Gunnlaugur Sævarsson Helga Guðmundsdóttir Hildur Ása Sævarsdóttir Kjartan Þór Þorvaldsson Vilborg Ása Bjarnadóttir Valur Sæþór Valgeirsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Hrafnistu í Hafnarfirði, áður til heimilis að Miðvangi 14, lést 17. apríl á Hrafnistu. Kveðjuathöfn hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu fyrir einstaka alúð og natni við umönnun Ólafs. Erling Ólafsson Margrét Sigurgeirsdóttir Ingibjörg Svala Ólafsdóttir Björgvin J. Björgvinsson Örn Ólafsson Kristín Jensdóttir Friðrik Ágúst Ólafsson Erna Snævar Ómarsdóttir Kolbrún Ólafsdóttir Hilmar Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR Túni, Flóa. Jóhann Stefánsson Þórunn Sigurðardóttir Ragnheiður Stefánsdóttir Guðjón Á. Luther Guðmundur Stefánsson Guðrún H. Jónsdóttir Hafsteinn Stefánsson Guðfinna S. Kristjánsdóttir Vernharður Stefánsson Auður Atladóttir Jónína Þ. Stefánsdóttir Halldór Sigurðsson Bjarni Stefánsson Veronika Narfadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON rennismiður, lést á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þann 19. apríl sl. Útförin fer fram frá Háteigs kirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 13.00. Einar G. Guðjónsson Kristín Axelsdóttir Auður Guðjónsdóttir Guðmundur K. Sigurðsson Berglind Ósk, Axel, Alexandra Anna Guðrún og Helga Sif Kæru ættingjar, vinir og félagar ástarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra ÖRVARS ARNARSONAR Kambaseli 53, Reykjavík. Guð launi ykkur. Örn Karlsson Ingibjörg Ósk Óladóttir Ingólfur Arnarson Áslaug Harðardóttir Þórhalla Arnardóttir Kolbeinn Guðjónsson og systkinabörn. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, afi, bróðir og frændi, GODSON UWAWUKONYE ONYEMAUCHECHUKWU ANUFORO Barmahlíð 33, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 19. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Þeir sem vilja minnast hins látna: rknr. 0309-13-184895 kt. 161175-3749. Elizabeth F. Maro Anuforo Obinna Sturla C. Anuforo Ósk Ukachi U. Anuforo Onyema Óðinn C. Anuforo barnabörn og aðrir aðstandendur. „Það fá allir þau hlutverk sem þeir vilja svo við erum til dæmis með um þrjá- tíu skógardýr,“ segir Lilja Nótt Þórar- insdóttir um uppfærslu Leikfélags Sól- heima á Skilaboðaskjóðunni. Skilaboðaskjóðan verður frumsýnd í dag en Lilja Nótt leikstýrir verkinu. Þetta er í fyrsta skipti sem hún vinnur með leik- félagi Sólheima en þekkir staðinn þó vel. „Ég ólst upp í sveitinni þarna við hliðina á svo ég varði miklum tíma á Sólheimum í æsku,“ segir hún. Lilja Nótt er útskrif- uð leikkona og hefur starfað hjá Þjóð- leikhúsinu en er þó ekki óvön leikstjóra- stólnum og leikstýrði síðast leikritinu Þrek og tár á Selfossi nú í upphafi árs. Leikfélag Sólheima setur upp leiksýn- ingar árlega og taka vistmenn og starfs- menn höndum saman til að gera þær sem glæsilegastar. Að sögn Lilju Nóttar koma um sextíu manns að uppfærslunni í ár á einn eða annan hátt. Stór hluti leikarahópsins er skipaður þroskaheftum einstaklingum og segist Lilja Nótt hafa lært mikið af að vinna með þeim. „Það er allt svo einfalt og fal- legt og ef eitthvað er þá er meiri þolin- mæði og gleði í hópnum þarna en á hinu almenna leiksviði. Gamla verkfæraboxið dugði samt skammt og ég þurfti að temja mér alveg nýjar aðferðir við leikstjórn- ina. Ég þurfti til dæmis að nota öðruvísi orðaforða til að fá það sem ég vildi frá leikurunum og passa mig á að missa mig ekki í smáatriðum sem ég myndi alla jafna leggja áherslu á. Þessir gráu litir sem við vinnum svo mikið með í leikhús- inu eru ekki til staðar á þessu sviði en hins vegar er þarna að finna allan regn- bogann,“ segir hún. Skilaboðaskjóðan er barnaleikrit eftir Þorvald Þorsteinsson og koma þar hinar ýmsu verur fyrir sögu. „Við erum búin að stytta verkið talsvert og laga að leik- hópnum, sem mér finnst hafa gengið mjög vel. Það ríkir mikil ást innan hóps- ins og ótrúlega gaman að hafa fengið að vera hluti af þessu ævintýri,“ segir Lilja Nótt. tinnaros@frettabladid.is Allur regnboginn á leiksviði Sólheima Skilaboðaskjóðan, í leikstjórn Lilju Nóttar Þórarinsdóttur, verður frumsýnd í dag. MIKIL ÁST Leikhópurinn í Skilaboðaskjóð- unni er blanda af vistmönnum og starfsmönnum Sól- heima og að sögn Lilju Nóttar ríkir mikil ást innan hópsins. MYND/ERLENDUR PÁLSSON Sólheimar eru í Grímsnesi og þar starfa og búa rúmlega 100 manns. Um er að ræða sjálfbært samfélag þar sem lögð er sérstök áhersla á umönnun og þjálfun þroskaheftra einstaklinga. Félagsþjónustan er öflug á Sólheimum en þar lifa og búa einstaklingar með fjölbreytilegan bakgrunn og þeim eru veitt tækifæri sem ekki er sjálfsagt að stæðu þeim til boða í hinum almenna heimi. Sjálfbært samfélag Eins og áður segir er Skilaboðaskjóð- an frumsýnd í dag en aðrar sýningar eru eftirfarandi: ■ Laugardaginn 27. apríl kl. 15.00 ■ Sunnudaginn 28. apríl kl. 15.00 ■ Miðvikudaginn 1. maí kl. 15.00 ■ Laugardaginn 4. maí kl. 17.00 ■ Sunnudaginn 5. maí kl. 15.00 Miðapantanir eru í síma 847-5323 en miðaverð er 1.500 kr. fyrir full- orðna og 750 kr. fyrir börn 7 ára og eldri. AÐEINS SEX SÝNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.