Fréttablaðið - 25.04.2013, Page 60

Fréttablaðið - 25.04.2013, Page 60
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 ➜ ... Krakkar á grunnskólaaldri fá tækifæri til að semja tónverk í Iðnó. Kammersveitin býður krökkum á grunnskólaaldri að gerast „tilraunatónskáld“ á stuttum námskeiðum í Ævintýrahöllinni í Iðnó í dag milli tíu og ellefu og á morgun frá þrjú til fjögur. Allir krakkar eru vel- komnir hvort sem þeir eru í tónlistarnámi eða ekki. Á námskeiðunum leiðbeinir Ingi Garðar Erlends- son, básúnuleikari og S.L.Á.T.U.R.-tónskáld, ásamt Guðrúnu Hrund Harðardóttur víóluleikara. Tilrauna verkin verða enn fremur túlkuð af snill- ingunum Tinnu Þorsteinsdóttur á píanó og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu. Á námskeiðunum verða möguleikar mismunandi hljóðfæra kynntir og hefð- bundin og óhefðbundin nótnaskrift rannsökuð. Að lokum býður Kammersveitin forvitnum tón- leikagestum á öllum aldri á tónleika í Ævintýra- höllinni á laugardaginn 27. apríl klukkan eitt, þar bætist slagverksleikarinn Frank Aarnink í hóp túlkenda með einstök slagverkshljóðfæri í far- teskinu! Á tónleikum laugardagsins leika hljóðfæra- leikarar Kammersveitarinnar úrval verka sem samin voru á námskeiðunum, auk þess að kynna hljóðfærin fyrir tónleikagestum og leika önnur verk eftir ýmis tilraunatónskáld á öllum aldri. - sbt MENNING KVÆÐABÓK ÚR VIGUR 8. JÚNÍ Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti fer með Kvæðabók úr Vigur í Vigur 8. júní Handritið er verk margra skrifara og unnið undir handarjaðri Magnúsar Jónssonar digra í Vigur (1637–1702) sem var efnaður maður og ástríðufullur bókasafnari. Það geymir fj ölbreyttan kveðskap, trúarlegan og veraldlegan, sem ætlaður var til fróðleiks, skemmtunar og uppbyggingar. Titilsíðan er skrautleg og orðalagið augljóslega samið til að heilla lesendur. Árni Magnússon fékk handritið frá Páli Vídalín, tengdasyni Magnúsar. STAÐARHÓLSBÓK RÍMNA 28. APRÍL Kjartan Sveinsson úr Sigurrós fer með Staðarhólsbók rímna í Dalina næsta sunnudag. Ásamt Stein- dóri Andersen mun Kjartan fl ytja gjörning sem tengist handritinu í Tjarnarlundi í Saurbæ og verður athöfnin í tengslum við Jörfagleðina svonefndu. Staðarhólsbók rímna er eitt merkasta rímnahand- rit sem til er og er skrifað á skinn á fyrri hluta 16. aldar af Tómasi Arasyni, vel þekktum vestfi rskum skrifara. Þar eru 33 rímafl okkar og sumir þeirra eru hvergi varðveittir annars staðar. Árni Magnússon fékk handritið árið 1707 frá Pétri Bjarnasyni, bónda á Staðarhóli í Saurbæ. SKÁLDSKAPARFRÆÐI 8. MAÍ Charlotte Böving fer með Snorra-Eddu á Eyrarbakka 8. maí. Handritið var ritað um 1300 og vitnar um kennslu í skáldskapar- fræðum á miðöldum. Meðal efnis í því er ein gerð Skáldskapar- mála Snorra-Eddu ásamt þulum. Séra Halldór Torfason í Gaulverjabæ gaf Árna Magnússyni handritið árið 1691. Þegar Árnasafni var skipt í kjölfar handritamálsins var ákveðið að eddukvæðahlutinn yrði eft ir í Höfn. PHYSIOLOGUS 10. MAÍ Ragnar Stefánsson jarðskjálft afræðingur fer ásamt Hugleiki Dagssyni með Physiologus til Dalvíkur 10. maí. Í handritinu, sem er frá um 1200, er að fi nna brot úr predikunum og sjö kafl a úr riti sem kallast Physiologus. Í því er fj allað um ýmsar skepnur og eiginleikar þeirra útlagðir á guðfræðilegan hátt. Árni Magnúss fékk hand- ritið frá séra Þórði Oddssyni á Völlum í Svarfaðardal. MARGRÉTAR- SAGA 18. MAÍ Vigdís Finnbogadóttir fer með Margrétarsögu á Skriðuklaustur 18. maí. Heilög Margét var verndardýrlingur þungaðra kvenna og talið er að handrit Margrétar sögu hafi stundum verið lögð við læri eða á kvið sængurkvenna til þess að létta þeim fæðingu. Skýrir þetta sennilega vin- sældir sögunnar og einnig smæð handritanna, en Margrétar saga er til í allmörgum íslenskum handritum sem fl est eru í litlu broti eins og þessi bók. Árni Magnússon fékk handritið 1704 frá Bessa Guðmundssyni sýslumanni á Skriðuklaustri. FLATEYJARBÓK 1. JÚNÍ Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður fer með Flateyjarbók til Þingeyra í Húnaþingi 1. júní. Flateyjarbók var sett saman að beiðni stórbóndans Jón Hákonarsonar í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu. Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita en við gerð hennar voru notaðar húðir af 113 kálfum. Brynjólfur biskup Sveinsson gaf Friðriki 3. Dana- konungi 1656 handritið sem kom heim 21. apríl 1971. Sá viðburður markaði upphaf afh end- ingar handrita úr dönskum söfnum. Það kviknaði sú hugmynd hjá okkur hér á Árna-stofnun að setja upp sýningar á völdum hand-ritum um land allt og minna þannig um leið á það að handritin eru komin alls staðar af að landinu,“ segir Svan- hildur Óskarsdóttir hjá Árna- stofnun. Stofnunin kynnti í gær átakið Handritin heim í hérað en í tengslum við það hafa sex handrit úr eigu safnsins verið endurgerð og verða þau flutt við hátíðlega athöfn heim í hérað af lands- kunnum einstaklingum. „Handritsfóstrurnar okkar munu á hverjum stað segja frá umræddu handriti og þýðingu þess. Við fengum til liðs við okkur þjóðþekkta einstaklinga, þau Kjartan Sveinsson, Vigdísi Finn- bogadóttur, Charlotte Böving, Ragnar Stefánsson, Hugleik Dags- son, Steinunni Sigurðardóttur og Braga Valdimar Skúlason,“ segir Svanhildur. Auk handritasýninganna, sem hannaðar eru af Finni Arnar, verður afmælinu fagnað með bókaútgáfu, alþjóðlegri ráðstefnu í október, verkefnum með Dönum og hátíð með þátttöku Dana á afmælis daginn 13. nóvember. - sbt HANDRITIN HEIM Í HÉRAÐ 350 ára afmæli Árna Magnússonar og stórmerkilegu handritasafni hans verður fagnað á árinu. Krökkum boðið að semja tónverk Kammersveitin tekur þátt í Barnamenningarhátíð á stuttum námskeiðum. VIÐ TÓNSMÍÐAR Kammersveitin hefur áður boðið krökkum að vinna með sér á Barnamenningarhátíð og var myndin tekin við það tækifæri. FÓSTRURNAR Charlotte Böving, Bragi Valdimar Skúlason, Kjartan Sveinsson, Vi gdís Finnbogadóttir, Hugleikur Dagsson og Steinunn Sigurðar- dóttir komu saman á Árnastofnun í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.