Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 61
Álftamýri og Háaleiti
11:00–13:00 Sumarhátíð við Tónabæ/Álftabæ
Grillaðar pylsur og ávaxtasafi í boði. Hoppukastali og útileikir.
Andlitsmálning og skemmtiatriði í boði barna og unglinga í Álftabæ, Tónabæ og
Krakkakoti.
Árbær
10:00–12:00 Frítt í Árbæjarlaug
Sund-zumba og tónlist í boði Árbæjarþreks kl. 10:30.
12:00 Skrúðganga frá Árbæjarlaug
Gengið að Árbæjarkirkju
12:30 Fjölskylduhelgistund í Árbæjarkirkju
Sumrinu fagnað með söng og brúðuleik.
13:00–15:00 Sumarhátíð á Árbæjartorgi
Tónlist á sviði: Hljómsveitirnar Út í bláinn og 4 og ½ spila.
Æskulýðsfélagið sakÚL verður með pylsu- og vöfflusölu til styrktar unglingastarfi
Árbæjarkirkju. Candyfloss, kökubasar, andlitsmálun og hoppukastalar.
14:00–16:00 Skátar úti og inni, Hraunbæ 123
Hjá skátafélaginu Árbúum er hægt að fara í póstaleik, grilla útilegubrauð og klifra í
trönum, kíkja á skátaheimilið og styrkja skáta með því að kaupa candyfloss, kökur
og kaffi.
Bústaðahverfi
12:00 Grillað við Grímsbæ
Berserkir grilla í boði 10-11. Skrúðganga frá Grímsbæ að Bústaðakirkju undir
taktfastri tónlist Skólahljómsveitar Austurbæjar, fánaberar úr röðum Víkinga.
13:00 Dagskrá í Bústaðakirkju
Línudans í boði Hæðargarðs. Yngri kórar kirkjunnar stíga á stokk.
13:00 Víkingshlaupið
Hlaupið verður frá horni Túngötu og Garðastrætis að Víkinni. Skráning og
afhending þátttökunúmera verður við rásmarkið frá klukkan 13:00–13:25 og verður
hlaupið ræst klukkan 13:30. Ekkert þátttökugjald!
13:40 Skemmtidagskrá í Víkinni
Sumargríns-leiktækin, hoppukastalar, bílar og búnaður Flugbjörgunarsveitarinnar,
Víkingshlaupið, ratleikur, andlitsmálun, kökur og kaffi, myndasýning leikskólanna
og blöðrumaðurinn. Söngatriði: Yellow void, fulltrúar Réttarholtsskóla á Samfés,
söngatriði úr Fossvogsskóla, söngatriði úr Neðstalandi, söngatriði frá Sólbúum.
Breiðholt
11.00–14.00 Fjölskylduskemmtun í Hólmaseli
ÍR verður á staðnum með kynningu á sumarstarfi sínu. Skátafélagið Segull verður
með apabrú yfir andapollinn og kynningu á sumarnámskeiðum. Seldar verðar
pylsur, gos og candyfloss. Hljómsveitir, hoppukastali og andlitsmálning. Íbúar
Latabæjar mæta kl. 12:00 og Eyþór Ingi um kl. 13.00.
Grafarholt
10:00 Víðavangshlaup Fram
Hlaupið er frá Ingunnarskóla, 7,7 km og 3 km. Verðlaun í boði fyrir efstu sætin.
10:00–12:00 Veiðikeppni í Reynisvatni
Veiðikeppni við Reynisvatn í samvinnu Reynisvatns og íbúasamtaka Grafarholts.
Verð kr. 800 á veiðistöng – innifalið tveir veiddir fiskar. Verðlaun fyrir stærstu
fiskana, veiðimenn hafa tvo tíma til að tryggja sér stærsta fiskinn.
11:00 Dýrablessun í Guðríðarkirkju
12:30 Skrúðganga frá Þórðarsveig 3 að Guðríðarkirkju
13:00 Helgistund í Guðríðarkirkju
13:30 Skemmtun í Ingunnarskóla og við Grafarholtstorg
Bingó, kökubasar og veitingasala á vegum Fram. Bingóspjald kostar 500 kr.
Hoppukastali við Guðríðarkirkju, leiktæki, krítað á kirkjustétt, útileikir,
bókamarkaður Guðríðarkirkju.
Grafarvogur
11:30 Skrúðganga frá Spöng að Rimaskóla
Skólahljómsveit Grafarvogs og Skátafélagið Hamar.
11:45–14:00 Fjölbreytt dagskrá í og við Rimaskóla
Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Grafarvogi, Tónskóla Hörpunnar og
félagsmiðstöðvum Gufunesbæjar. Töframaður, danssýning frá Dansskóla Ragnars,
söng- og dansatriði frá frístundaheimilum Gufunesbæjar, kynningar á sumarstarfi
Gufunesbæjar, Fjölnis o.fl., Leiktæki , Street-hokký, skautafélagið Björninn,
veitingasala, andlitsmálun.
Langholts- og Vogahverfi
11:00–13:00 Sumarhátíð í Þróttheimum í boði Vogasels, Buskans, Glaðheima og
Þróttheima
Brjóstsykursgerð, andlitsmálun, útileikir og krítar. Grillaðar pylsur og Svali á
boðstólnum.
Miðborg/Hlíðar
12:00–14:00 Fjölskylduskemmtun á Klambratúni
Dótakassinn býður upp á leikföng til útláns fyrir alla fjölskylduna.
Hoppukastali og veitingasala á vegum útskriftarhóps Háteigsskóla.
13:00–17:00 Ljósmyndasýning á vegum Kamps í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Grófarhúsi Tryggvagötu 15
Börn í Frístundabrú Kamps sýna ljósmyndir sem teknar eru á myndavélar sem
börnin bjuggu sjálf til og framkölluðu ljósmyndirnar undir leiðsögn Sigurðar
Gunnarssonar.
Vesturbær
10:00–12:00 Hólavallagarður – gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu
Heimir B. Janusson og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur leiða rölt um
kirkjugarðinn og segja frá hinu og þessu fróðlegu.
11:00–14:00 Skrúðganga frá Melaskóla að Frostaskjóli
Lúðrasveit Reykjavíkur blæs hátíðina af stað að Frostaskjóli þar sem fjölbreytt
afþreying verður í boði.
11:30–14:00 Fjölskylduskemmtun við Frostaskjól – úti
Leikhópurinn Lotta, Lalli töframaður, DJ, tónlistaratriði, útieldunarsmiðja fyrir fjölskylduna,
veitingasala, sýning á málverkum Eddu Heiðrúnar Bachman og margt fleira.
11:30–13:30 Afþreying fyrir yngri kynslóðina – inni
Þrautabraut og hoppukastali verða inni í KR. Andlitsmálning uppi við inngang
Frostaskjóls. Lalli töframaður verður á ferðinni með blöðrur handa börnunum.
10:00–18:00 Ljósmyndasýning Borgarsmiðju tíu12 í Vesturbæjarlaug
Skoðaðu einnig fjölbr
eytta
dagskrá Barnamennin
garhátíðar
á www.barnamenning
arhatid.is
SUMARDAGURINN FYRSTI
2013 Í REYKJAVÍK
HVERFAHÁTÍÐIR