Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.04.2013, Blaðsíða 62
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 „Ég hef alltaf málað en stungið öllu undir rúm jafnóðum, nema einstaka mynd sem ég hef hengt upp heima,“ segir Magnea Rivera Reinaldsdóttir sem á myndir á samsýningu sem opnuð er í dag í galleríi að Hverfisgötu 44. Hún á líka afmæli og óhætt er að segja að hún haldi upp á það með stæl. Hún kveðst aldrei hafa ætlað sýna myndirnar sínar en fókið henn- ar sé svo yndislegt og sjái alger- lega um þetta. „Við erum þrettán stykki að halda þessa sýningu,“ segir hún. „Átta ára það yngsta og elstur er maðurinn minn Stef- án Geir, sextíu og átta ára. Ég næ þeim aldri líka í dag. Hún er öll meira og minna í listum þessi fjölskylda, eiginmaðurinn, báðar dæturnar og annar tengdasonur- inn eru myndlistarfólk, hinn er leikari og tvö af barnabörnunum eru í Listaháskólanum.“ Magnea starfar við heima- hlynningu. Hún er þroskaþjálfi og kveðst hafa unnið við það, alla sína „hunds-og kattartíð“ eins og hún orðar það. Hún hefur ekki haldið sig í sviðsljósinu en hins- vegar hefur saga hennar um leit- ina að föðurnum orðið fræg í sýn- ingunni Tengdó sem verður sýnd í kvöld í 50. skipti. Nú eru tuttugu ár síðan Magnea fann pabba sinn. „Það var haustið 1993,“ rifjar hún upp. Hún kveðst alveg hissa á hvað verkið um leitina gangi lengi því ekki sé það stórt. Hvernig skyldi henni hafa liðið með að opinbera sögu sína á fjölunum? „Mér líður mjög vel með það. Aðallega af því mér finnst Valur tengdason- ur minn gera það svo vel og þeir sem taka þátt í því með honum. Ég var sátt við það alveg frá upp- hafi. Hafði álpast til að skrifa ævi- sögu mína í stórum dráttum og Valur fékk hana lánaða. Hann er svo góður penni og leyfði mér að fylgjast með öllu sem hann gerði þannig að ég kveið engu enda var ég mjög ánægð þegar ég sá útkom- una. Ég kvíði miklu meira fyrir að opna þessa málverkasýningu. En auðvitað er það skemmtilegt líka og ég er í yndislegum hópi.“ gun@frettabladid.is Tengdó með málverkasýningu Magnea Rivera Reinaldsdóttir á afmæli í dag, sýnir myndlist í fyrsta skipti og í kvöld er 50. sýning á Tengdó sem byggt er á sögu hennar. MAGNEA Ætlaði aldrei að halda sýningu á eigin verkum en nú er samt komið að því, þökk sé stór- fjölskyldunni sem sýnir líka verk sín á Hverfisgötu 44 í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Danssýningin „Dansaðu fyrir mig“ verður frumsýnd í Hofi á Akureyri í kvöld. Höfundur verks- ins er breski danshöfundurinn Brogan Davison, en hún dansar í verkinu ásamt tengdaföður sínum, Ármanni Einarssyni, skólastjóra í tónlistarskóla Dalvíkur. Eigin- maður Brogan og sonur Ármanns, Pétur, hefur þá líka unnið að sýn- ingunni, sem er sannkallað fjöl- skylduverkefni. Í sýningunni er fjallað um drauma, óttann við að vera ekki nógu góður og spurninguna hvort dans sé fyrir alla. Ármann fær í sýningunni tækifæri til að upp- fylla 15 ára gamlan draum um að búa til og dansa í sýningu í sínu eigin bæjarfélagi. Aðspurður segist Ármann ekki vera að fást við ótta sinn í verk- inu, heldur ótta tengdadótturinn- ar. „Hennar ótti er að koma fram með allsendis óvönum dansara ef maður undanskilur nokkur stutt dansnámskeið sem ég hef tekið í Kramhúsinu,“ segir Ármann. Þess má geta að þrátt fyrir reynsluleysi skólastjórans og tak- markað orðspor sem dansara er uppselt á frumsýninguna og til stendur að sýna verkið á Dalvík og Ólafsfirði. „Það er hollt að ýta aðeins við staðalmynd dansarans í hugum fólks. Það að tæplega fimmtugur karlmaður á Dalvík sem er ekki með neina dansmenntun geti stig- ið á svið og tekið þátt í slíkri list- sköpun minnir fólk á að dans er fyrir alla,“ segir Ármann og við- urkennir að þrátt fyrir óttaleysi þá sé hann í þessu verkefni að fara út fyrir þægindarammann. Dansaðu fyrir mig verður sýnt á Hofi í kvöld, Dalvík annað kvöld og í Fjallabyggð á laugardag. Skólastjóri tekur þátt í danssýningu í Hofi Ármann Einarsson skólastjóri fer út fyrir þæginda- rammann þegar hann tekur þátt í dansverki tengda- dóttur sinnar „Dansaðu fyrir mig“. DANSAR MEÐ TENGDAFÖÐUR SÍNUM Brogan Davison og Ármann Einarsson tilbúin í slaginn fyrir danssýninguna „Dansaðu fyrir mig“. ÓKEYPIS AÐGANGUR Dagskrá á www.gardabaer.is UNGMENNATÓNLEIKAR há tíð GARÐABÆJAR 25.-28. apríl 2013 THORSHAVN – GARÐABÆR Fimmtudagur 25. apríl kl. 20:30 í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju Laugardagur 27. apríl kl. 17:00 í Haukshúsi, Álftanesi Sunnudagur 28. apríl kl. 20:30 í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju STJÖRNUDÚÓ ÍSLAND – DANMÖRK Flosason-Lauritsen kvartett Gestasöngvari Ragnheiður Gröndal Föstudagur 26. apríl kl. 20:30 í Urðarbrunni hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ SVEIFLA Á SJÁLANDI Flosason-Lauritsen kvartett Laugardagur 27. apríl kl. 14:00 í Jónshúsi, við Strikið EDVARD NYHOLM DEBESS KVINTETT RAGNHEIÐUR GRÖNDAL GUÐMUNDUR PÉTURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.