Fréttablaðið - 25.04.2013, Síða 65

Fréttablaðið - 25.04.2013, Síða 65
FIMMTUDAGUR 25. apríl 2013 | MENNING | 49 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2013 Sýningar 13.00 Viðsnúningur, nýtt útilistaverk eftir Guðjón Ketilsson, verður afhjúpað við Kjarvalsstaði. Verkið er ætlað fyrir börn í lífi og leik. 14.00 Flökkusýningin Kjarval og Gull- mávurinn/Ferðalag listmálara verður sett upp í Listasafni Reykjavíkur– Kjar- valsstöðum. 15.30 Inga Jónsdóttir býður upp á leiðsögn um sýningarnar Til sjávar og sveita og Slangur(-y) á Listasafni Árnes- inga. Brugðið verður á leik með gestum og eru barnafjölskyldur sérstaklega boðnar velkomnar. Aðgangur ókeypis. Síðustu Forvöð 17.00 Sýning Hamish Fulton opnar í i8 Gallerýi. Hátíðir 11.00 Sarka Mrnakova og Georg Hol- landers hjá SAGE bjóða upp á ævintýra- lega þrautabraut á Ingólfstorgi fyrir alla fjölskylduna. 20.30 Árleg Jazzhátíð hefst í Garðabæ. Dagskrá má finna á heimasíðunni www. gardabaer.is Opið Hús 10.00 Garðyrkjuskólinn í Hveragerði verður með opið hús. Andlitsmálning og leikir fyrir börnin, kynning á náms- brautum skólans, brakandi ferskt hnúð- kál, kryddjurtir og grænmeti til sölu og Garðyrkjuverðlaunin verða afhent í áttunda sinn. Kvikmyndir 14.00 Kvikmyndahátíð heldur áfram á Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15, þar sem sýndar verða stuttar sjón- varpsmyndir byggðar á hinum klass- ísku Grimms-ævintýrum. Fyrsta mynd dagsins er myndin Kynjaborðið, gull- asninn og kylfan í skjóðunni (Tischlein deck dich), klukkan 16 er það myndin um Öskubusku (Aschenputtel) og klukkan 17 er það Froskkóngurinn (Der Froschkönig). Uppákomur 12.00 Kampur frístundamiðstöð býður upp á fjölskylduskemmtun á Klambra- túni. 12.00 Hjólaratleikur fjölskyldunnar við styttur bæjarins verður haldinn í tilefni Barnamenningarhátíðar. Hægt er að fara í leikinn hvenær sem er á milli 12 og 18. Hefst hann við Hörpu og lýkur í höggmyndagarði Ásmundar Sveins- sonar við Sigtún. Þátttökuspjöld fást í afgreiðslu Hörpu. 12.00 Hópurinn sem stendur að kaffi- húsinu GÆS sem opnar í Tjarnarbíó í júní stendur fyrir leikandi léttum og ljúffengum kaffigjörningi á Ingólfs- torgi. Gjörningurinn er liður í Pop up viðburðum Listar án landamæra. Allir hvattir til að koma og grípa GÆSina og sumarið í leiðinni. 13.00 Skeifudagur Grana á Mið- Fossum í Andakíl (hestamiðstöð Lbhí) verður haldinn hátíðlegur.Nemendur í hrossarækt við Lbhí sýna afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Auk þess varða sýningaratriði reiðkennara, kynning á frumtamningatryppum, úrslit í keppni um Reynisbikarinn og Gunnarsbikarinn 14.00 Boðið verður upp á nýja ratleiki, barnaleiðsögn og skemmtun í Þjóð- minjasafninu. Aðgangur er ókeypis. 19.30 Átak er kröftugt félag fólks með þroskahömlun. Þau standa fyrir skemmtidagskrá og karaoke keppni á Karaoke Sport Bar. Halli Reynis trúba- dor kemur fram ásamt Magnúsi Paul Korntop og þeir munu hita upp fyrir karaoke keppni kvöldsins. Málþing 09.00 Ráðstefna um menningarlega minnihlutahópa í barna- og unglinga- bókum heldur áfram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Öllum er velkomið að sitja fyrirlestra ráðstefn- unnar endurgjalddslaust. Nánari upp- lýsingar á heimasíðunni conference. hi.is/campusculturae Tónlist 14.00 Hamrahlíðarkórarnir kalla á vorið með skemmtuninni Vor vítamín í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Þá verða ýmis skemmti- atriði og uppákomur m.a.leikir fyrir börn,ljósmyndastofa og fatamarkaður. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Þjóðlagahópurinn Gljúfrabúi spilar, syngur og dansar fyrir gesti. 17.00 Karlakór Grafarvogs heldur sína árlegu vortónleika í Grafarvogskirkju. Yfirskrift tónleikana er Vor í voginum. 20.00 Karlakór Kjalnesinga heldur vor- tónleika í Langholtskirkju. Íslensk, rúss- nesk og sænsk karlakóraklassík verður á efnisskránni auk hæfilegs skammts af Stuðmönnum og Þursum, en sérstakur gestur er Egill Ólafsson. Miðaverð er kr. 3.000 en kr. 2.500 í forsölu. 21.00 Hinar einu sönnu Dægurflugur koma saman á ný eftir langa fjarveru og halda sannkallaða sumartónleika á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 The Dirty Deal bluesband heldur blústónleika á Kaffi Rós, Hveragerði. Tilboð á barnum og 1.000 kr. inn. 22.00 Björgvin Gíslason,Ásgeir Óskarsson,Haraldur Þorsteinsson,Jens Hansson og Sigurður Sigurðsson leika Summertime Blues á Ob-La-Dí-Ob-La- Da,Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Leiðsögn 14.00 Hellaleiðsögn fyrir börn um Silfur Íslands. Takmarkaður fjöldi barna kemst að, gestir beðnir að taka númer í móttöku. Önnur leiðsögn verður farin kl. 14.30. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.