Fréttablaðið - 25.04.2013, Page 66

Fréttablaðið - 25.04.2013, Page 66
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 TÓNNINN GEFINN Freyr Bjarnason Ready to Die er fyrsta hljóðversp- latan sem kemur út undir nafninu Iggy & The Stooges síðan Raw Power leit dagsins ljós árið 1973, fyrir fjörutíu árum. Auk hins 66 ára forsprakka Iggy Pop spila á plötunni gítarleikarinn James Williamson og trommarinn Scott Asheton. Þeir spiluðu einn- ig á Raw Power en það er síðasta platan sem þessir þrír spiluðu á saman. Til að fylla í skarð bassa- leikarans Ron Asheton, sem lést 2009, var fenginn Mike Watt. Iggy Pop stofnaði The Stooges í Detroit árið 1967 eftir að hann hafði farið á tónleika með The Doors og orðið yfir sig hrifinn. Iggy, sem heitir réttu nafni James Osterberg, fékk bræðurna Scott og Ron Asheton til liðs við sig og einnig bassaleikarann Dave Alex- ander og úr varð hljómsveitin The Stooges. Sveitin vakti fljótt athygli fyrir líflega sviðsframkomu, sérstak- lega Iggy Pop. Hann kom alltaf fram ber að ofan og makaði jafn- an steikum eða hnetusmjöri á lík- ama sinn, skar sjálfan sig með gleri og tók dýfu ofan í áhorfenda- skarann. The Stooges gerði plötusamn- ing við stórfyrirtækið Elektra árið 1968 og gaf út samnefnda plötu ári síðar. Platan fékk dræmar viðtök- ur þrátt fyrir að hafa að geyma lög á borð við 1969, I Wanna Be Your Dog og No Fun, sem eru öll orðin vel kunn í dag. Næsta plata á eftir, Funhouse, sem kom út 1970, fékk engu betri móttökur. Smám saman töpuðu meðlimir sveitarinnar sér í fíkniefnaneyslu, sér í lagi Iggy, og The Stooges lagði nánast upp laupana. David Bowie kom sveitinni á kortið á ný þegar hann tók upp þriðju plötuna, Raw Power. Þá hafði Dave Alexander helst úr lestinni og í staðinn kom James Williamson, en aftur tókst sveit- inni ekki að slá í gegn. Fljót- lega eftir það hætti The Stooges endan lega og Iggy Pop hóf vel heppnaðan sólóferil með aðstoð Bowies. Árið 2003 kom Iggy Pop, sem hafði áður slegið í gegn með lögum á borð við Lust for Life og The Passenger, öllum að óvörum og boðaði endurkomu The Stooges eftir um það bil þrjátíu ára hlé. Fékk hann bræðurna Ron og Scott aftur til liðs við sig en í þetta sinn hljóp Mike Watt í skarðið í stað- inn fyrir Dave Alexander. Sveitin fór í tónleikaferð og er enn að. Til að mynda spilaði hún í Listasafni Íslands árið 2006, en tónleikarnir áttu upphaflega að vera í Laugar- dalshöllinni. Síðasta plata á undan Ready to Die kom út 2007, hét The Weirdness og var gefin út undir nafninu The Stooges. Hún hlaut misjafnar viðtökur en David Fricke hjá The Rolling Stone er sáttur við nýju plötuna og gefur henni þrjár og hálfa stjörnu. Hann segir hana hráa og kraftmikla með Iggy Pop í hörkuformi. freyr@frettabladid.is Iggy & The Stooges með endurkomu Ready to Die með Iggy & The Stooges kemur út eft ir helgi. Hvorki meira né minna en 40 ár eru liðin síðan síðasta plata með Iggy & The Stooges kom út. BER AÐ OFAN Iggy Pop, að sjálfsögðu ber að ofan, á Bluefest Byron Bay- tónlistarhátíðinni í Ástralíu fyrir skömmu. NORDICPHOTOS/GETTY Það var ekki fyrr en um miðjan níunda áratuginn sem The Stooges var hampað fyrir að hafa haft gríðarleg áhrif á þróun pönktónlistar í heim- inum og var hún sögð ein fyrsta pönksveitin. Teljast nú plötur sveitarinnar til merkra rokkplatna í tónlistarsögunni og í gegnum árin hafa flytjendur á borð við Nirvana, Queens of the Stone Age, The White Stripes, Green Day og Nick Cave nefnt The Stooges sem mikinn áhrifavald í tónlistarsköpun sinni. Til marks um þetta var hljómsveitin vígð inn í Frægðarhöll rokksins árið 2010. Ein fyrsta pönksveit sögunnar Það hlýtur að vera mikið fagnaðarefni fyrir íslenska tónlistaráhugamenn að breska tónlistarhátíðin All Tomorrow´s Parties hafi bæst við flóruna hérlendis. Hátíðin verður haldin á gamla varnarsvæðinu í Keflavík og verður for- vitnilegt að fylgjast með hvernig til tekst í lok júní. Listamennirnir eru ekki af verri endanum með sjálfan Nick Cave og hljómsveit hans The Bad Seeds fremsta í flokki. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði stofnandi All Tomorrow´s Parties, Barry Hogan, vel koma til greina að halda hana aftur á næsta ári. Þannig mun hún mögulega eiga fastan sess í ís- lenska tónlistarlands- laginu á komandi árum og laða til sín fjöldann allan af þekktum útlenskum böndum. Fyrir eru hér á landi tvær stórar tónlistarhátíðir með erlendum flytjendum; Sónar, sem verður haldin í annað sinn í febrúar á næsta ári, og að sjálfsögðu Iceland Airwaves, sem fer fram í fimmtánda sinn mánaðamótin október/nóvember. Ef komandi misseri eru skoðuð munu aðeins fjórir mánuðir líða á milli þriggja stórra tónlistarhátíða hér á landi en hingað til hafa tónlistar- unnendur þurft að bíða í heilt ár á milli Iceland Airwaves-hátíða. Ekki slæmt fyrir lítið land eins og Ísland. Hátíðir á fjögurra mánaða fresti Í spilaranum NICK CAVE AND THE BAD SEEDS Helgi Júlíus - Í blús Robert the Roommate - Robert the Roommate Rúnar Eff - Knee Deep Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 18.4.2013 ➜ 24.4.2013 LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Pink / Nate Ruess Just Give Me a Reason 2 Retro Stefson She Said 3 Justin Timberlake Mirrors 4 Christina Aguil. / Blake Shelton Just a Fool 5 Christina Aguil. / Pitbull Feel This Moment 6 Valdimar Beðið eftir skömminni 7 Imagine Dragons Radioactive 8 Phillip Phillips Gone, Gone, Gone 9 Lumineers Stubborn Love 10 Bastille Pompeii Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 2 John Grant Pale Green Ghosts 3 Ýmsir Tíminn flýgur áfram 4 Raggi Bjarna Dúettar 5 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 6 Retro Stefson Retro Stefson 7 Valdimar Um stund 8 Pink Floyd Dark Side of the Moon 9 Eiríkur Fjalar Very Best Off 10 David Bowie The Next Day

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.