Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 68

Fréttablaðið - 25.04.2013, Side 68
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 52 Iron Man 3 var heimsfrumsýnd í gær. Myndin þykir einstaklega vel heppnuð og skartar Robert Downey Jr., Gwyneth Paltrow og Ben Kings- ley í aðalhlutverkum. Járnmaðurinn er snúinn aftur. Iron Man 3 hefst þar sem The Avengers lauk og hér hittir áhorf- andinn fyrir mæddan Tony Stark sem neyðist til að snúa vörn í sókn þegar heimili hans er óvænt lagt í rúst af óþekktum öflum. Járn- maðurinn þarf nú að takast á við nýjan og öflugan andstæðing, Mand- arin, og svara spurningu sem hefur ásótt hann frá upphafi: Skapar bún- ingurinn manninn eða maðurinn búninginn? Með helstu hlutverk fara Robert Downey Jr., Gwyneth Paltrow, Ben Kingsley, Don Cheadle, Guy Pearce, Jon Favreau og Rebecca Hall. Downey þykir standa sig með prýði í hlutverki milljarðamærings- ins, glaumgosans og ofurhetjunnar Tony Stark. „Myndin gerist eftir Avengers og við spurðum okkur; við hvaða vandamál glímir hann [Tony Stark] núna? Er hann takmarkaður á einhvern hátt? Hvers konar ógn mundi fá hann til að gleyma þessum takmörkunum?“ sagði Downey um persónu sína. Kvikmyndin hefur fengið frá- bæra dóma og á vefsíðunni Rotten- tomatoes.com hlaut hún fullt hús stiga, alls 100 prósent í einkunn. Imdb.com gefur henni 8,7 í einkunn og Metacritic.com 79 prósent. Einn gagnrýnandi Rottentomatoes.com segir ofurhetjumyndir ekki gerast betri en Iron Man 3, annar hrósar frammistöðu Downey í hástert og segir leikarann ómögulega geta leikið „einhliða ofurhetju“. - sm Mædd ofurhetja glímir við nýjan andstæðing Robert Downey Jr. snýr aft ur sem Iron Man í þriðju myndinni um milljarðamæringinn Tony Stark. Myndin fær frábæra dóma frá gagnrýnendum og þykir Downey standa sig með prýði sem Járnmaðurinn. SNÚINN AFTUR Járnmaðurinn er snúinn aftur. Robert Downey Jr. fer enn og aftur með hlutverk milljarðamæringsins og ofurhetjunnar Iron Man. Pólskir kvikmyndadagar fara fram í þriðja sinn í Bíó Paradís dagana 25. til 28. apríl. Boðið verður upp á fjórar kvikmyndir á hátíðinni í ár. Gamanmyndin Mój rower (My Father‘s Bike) frá árinu 2012 er opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni. Myndin er í leik- stjórn Piotr Trzaskalski og segir frá ferðalagi þriggja kynslóða um Pólland. Með aðalhlutverk fara djassgoðsögnin Michal Urbaniak, Artur Zmijewski og Krzysztof Chodorowski. Hinar myndirnar er sýndar verða eru Róza frá árinu 2011, gamanmyndin The Fifth Season (Piata Pora Roku) og You Are Good sem segir frá (2012) hinum stórbrotna hipphopp-hópi Paktofonika, sem breytti pólskri tónlistarsenu svo um munaði á sínum tíma. Pólskt í þriðja sinn í Paradís PÓLSKAR KVIKMYNDIR Pólskir kvikmyndadagar fara fram í þriðja sinn í Bíó Paradís. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikstjórinn og handritshöfundurinn Shane Black skrifaði sitt fyrsta kvikmyndahandrit aðeins 23 ára gamall. Skrifin tóku Black aðeins sex vikur og tókst umboðsmanni hans, David Greenblatt, að selja hand- ritið þremur dögum síðar. Myndin nefndist Lethal Weapon og skaut Mel Gibson upp á stjörnuhimininn. Black hefur einnig reynt fyrir sér sem leikari og má sjá honum bregða fyrir í myndum á borð við Predator, RoboCop 3 og As Good As It Gets. Helstu handrit Shane Black eru: ➜ Lethal Weapon, 1987 ➜ Lethal Weapon 2, 1989 ➜ The Last Boy Scout, 1991 ➜ Last Action Hero, 1993 ➜ The Long Kiss Goodnight, 1996 ➜ Kiss Kiss Bang Bang, 2005 FJÖLHÆFUR LEIKSTJÓRI Fyrsta kvikmyndin um Iron Man kom út árið 2008 og var í leikstjórn Jons Favreau. Önnur myndin kom út tveimur árum síðar, eða í apríl árið 2010, og leikstýrði Favreau henni einnig. Myndirnar nutu báðar vin- sælda og hlaut sú fyrri 7,9 í einkunn á Imdb.com en sú síðari fékk 7,1 í einkunn. Iron Man vinsæll Spennumyndin Passion eftir Brian De Palma er eina myndin auk Iron Man 3 sem frumsýnd er í Háskóla- bíói um helgina en hún er endur- gerð frönsku myndarinnar Love Crime. De Palma þessi er enginn nýgæðingur en hann á meðal ann- ars stórmyndirnar Scarface og The Untouchables á ferilskránni. Í þessari nýjustu mynd hans fékk hann skvísurnar Rachel McAdams og Noomi Rapace til liðs við sig. McAdams leikur hér yfirmann á auglýsingastofu sem er vön því að fá allt sem hún vill og aðdáun flestra í kringum sig í kaupbæti. Isabelle er þó tölu- vert hlédrægari en fær í sínu starfi og yfirmanni sínum vel að skapi. Fljótlega er samband þeirra stúlkna farið að ná út fyrir veggi skrifstofunnar og að verða innilegra en gengur og gerist. En þegar Christine stelur frábærri hugmynd frá Isabelle fer allt í háaloft og áður en hún veit af er Isabelle byrjuð að leggja á ráðin um hvernig hún ætli að ráða þenn- an óforskammaða yfirmann sinn af dögum. - trs Stelpuslagur á auglýsingastofu Nýjasta mynd Brian De Palma, Passion, er frumsýnd í Háskólabíói um helgina. NÁNAR Samband Christine og Isabelle var orðið afar náið þegar allt fór í háaloft og sú síðar- nefnda byrjaði að skipuleggja morð á þeirri fyrr- nefndu. ➜ Brian De Palma hefur leik- stýrt myndum á borð við Scar- face og The Untouchables. SUMARDAGINN FYRSTA OPIÐ Í DAG – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 Opið 12–16 ellingsen.is Grillflötur 450x600 mm 19.990 KR. CAMPINGAZ EL PRADO VERÐ ÁÐUR 39.900 KR. Léttgr. 2.221 KR. í 9 mán. Grillflötur 700x450 mm 4 brennarar 69.000 KR. GASGRILL ELLINGSEN 4S VERÐ ÁÐUR 109.900 KR. Léttgr. 7 667. KR. í 9 mán. Grillflötur 600x450 mm 3 brennarar 54.000 KR. GASGRILL ELLINGSEN 3 VERÐ ÁÐUR 79.900 KR. Léttgr. 6.000 KR. í 9 mán. Grillflötur 440x340 mm 2 brennarar 24.900 KR. GASGRILL ELLINGSEN 2 VERÐ ÁÐUR 49.900 KR. Léttgr. 2.767 KR. í 9 mán. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 3 1 3 0 9 PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 1 3 0 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.