Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 70
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54 Stefán Baldur Árnason er óvenju- legur Vesturbæingur að því leyt- inu að hann notar frítíma sinn í að reykja kjöt í kofa úti í garði hjá sér. „Ég á vinkonu sem býr í Nor- egi. Hún er með mataróþol og má ekki borða sykur eða nítrat. Hún var að fárast yfir því að hana langaði svo í hangikjöt en komst hvergi í það án þessara efna. Ég átti kjöt af góðum sauð og ákvað að prófa þetta sjálfur,“ segir Stefán Baldur. Hann náði sér í stóran pappa- kassa og ákvað að reykja kjötið í honum úti í garði. Fram að því hafði hann geymt kjötið í pækli með hunangi. „Það var bruna- gaddur á þessum tíma og ég vissi að nágrannarnir voru með lokaða glugga, þannig að ég var ekkert að trufla þá.“ Hann bjó sér til bruna- dunk úr öldós og setti kolamola þar ofan í ásamt birkispæni. Hann laumaði dunkinum undir pappa- kassann en í kassann hafði hann hengt kjötið eftir að hafa snúið kassanum við. Þessi óhefðbundna aðferð svínvirkaði. Í desember síðastliðnum þegar Stefán Baldur hélt upp á fertugs- afmælið sitt tók hann matargerð- ina skrefinu lengra og útbjó mis- munandi pækla fyrir kjötið, þar á meðal með cayenne-pipar og karrí. Pappakassa með kjötinu geymdi hann í kofa sem sonur hans bjó til á ismíðanámskeiði. Gestirnir í afmælinu voru ekki sviknir en Stefán heldur alltaf upp á afmælið sitt og segir það mið- punktinn í kjötframleiðslu sinni. Lamba- og kindaskrokkana kaupir hann og sker sjálfur og einnig veiðir hann hreindýr og gæsir og gerir reyktilraunir á því kjöti. Auk reykta kjötsins hefur hann prófað sig áfram í pylsu- og ostagerð en nýlega bjó hann til ricotta-ost eftir að hann vant- aði fyllingu í pasta sem hann var að búa til. Einnig hefur hann dundað sér við að brugga bjór. Stefán Baldur starfar sem vef- stjóri hjá Össuri. Spurður hvort hann sé ekki í kolröngu starfi segist hann efast um það. „En þegar kemur að ellilífeyrinum ætla ég að flytja upp í sveit og leggjast í sjálfsþurftarbúskap. Eiginkonan ætlar að vera ein- hvers staðar í París á meðan. Hún hefur engan áhuga á þessu. Ég ætla bara að vera einn þar og brugga bjór, vera með roll- ur og svoleiðis „næsheit“.“ Hvað færðu út úr þessu öllu saman? „Þegar ég var lít- ill krakki bjó ég til efnafræði- tilraunir og þetta er litli krakk- inn í mér að gera öðruvísi efnafræðitilraunir fyrir full- orðna.“ freyr@frettabladid.is Reykir kjöt úti í garði hjá sér Vesturbæingurinn Stefán Baldur Árnason ætlar að stunda sjálfsþurft arbúskap uppi í sveit í ellinni. HJÁ KOFANUM Stefán Baldur Árnason hjá kofanum þar sem hann reykir allt sitt kjöt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stefán Baldur dró nýlega fram úr smíðakofanum bógstykki sem hann hafði reykt síðan um jólin. „Ég hafði látið það hanga síðan þá og það var búið að þorna vel upp. Þetta var eins og að skera hráskinku.“ Eins og að skera hráskinku Á nýlegum fyrirlestri hjá mér spurði ein ung stúlka út í sleik og vildi vita hvort allt væri ónýtt ef maður væri bara „geðveikt lélegur“ í þessari athöfn kenndri við Frakka. Ég brosti út í annað og áður en ég vissi af varð ég aftur þrettán ára með sveitta lófa. Þegar ég var unglingur óttaðist ég fátt meira en að fara í sleik. Vin konur mínar voru sjóaðar í þessum málum og reyndu hvað þær gátu að róa mig og útskýra fyrir mér að hreyfa bara tunguna í hringi, en allt kom fyrir ekki. Mér fannst þetta gjörsam lega ógeðsleg tilhugsun, að slefa upp í einhvern annan og taka á móti hans slefi. Ég gat engan veginn séð hvað var eftirsóknar vert við þetta allt saman. Eftir því sem leið á unglings árin gerði ég mér grein fyrir því að sleikurinn var nauðsyn legur undanfari þess að byrja saman og óhjákvæmileg tómstundaiðja ungra kærustupara. Ég taldi sleikinn vera eins og óþægilegan plástur sem best væri að rífa af í einum rykk. Maður þyrfti bara að fara einu sinni í sleik og þar með komast yfir versta hjallann og þá yrði allt saman í lagi. Það var því með hvatningu vinkvenna minna að ég og ungur piltur sammældumst um að prófa að fara í sleik, á bak við tré, um verslunarmannahelgi. Vinkonurnar stóðu álengdar, til- búnar að deila upplifuninni með mér og jafnvel veita mér vott af áfallahjálp. Það var næstum eins og þetta hafi gerst í gær. Mér fannst þetta ógeð. Slef og óstýri- lát tunga og teinar og tennur. Ég lofaði sjálfri mér að þetta myndi ég aldrei gera aftur nema ég væri sjúklega skotin í gaurnum. Það er heila málið. Stundum liggur unglingum svo á að gera hlutina að það á bara að spóla inn í miðja mynd þar sem allt stuðið og fjörið er, ekki ósvipað því hvernig klám sýnir kynlíf. Spurðu hvaða ungling í grunnskóla um „Sleikfés“ og þá færðu smá sýn inn á kossa- flensið sem nú ríkir. Þetta er ekki spurning um einn sleik og hversu lengi hann varði heldur að ná sem flestum á sem skemmstum tíma. Ég reyni iðulega að segja krökkunum „mínum“ að kyn- líf og sleik sé ekki hægt að kenna því öll erum við ólík og með mis- jafnan smekk. Sumar tungur fara í hringi, aðrar skylmast og enn aðrar skjótast inn og út. Þegar maður stundar kynlíf með ein- hverjum þar sem gagnkvæm virð- ing og ást er til staðar skipta tækni og vandræðalegheit engu máli, því fólk prófar sig áfram saman. Þannig þróar hvert par sína eigin sleiktækni saman. Ef þú kyssir ein- hvern annan byrjar æfingarferlið allt upp á nýtt. Kynlíf er ekki eitt- hvað sem þarf að rumpa af heldur á einmitt að leyfa sér að njóta þess með tilheyrandi tilfinningum, slefi og stunum. Slef og óstýrilát tunga BLAUTUR KOSS Það er ekki hægt að kenna sleik. NORDICPHOTOS/GETTY Stundum þarf ekki að leita lengra en inn í eldhús eftir góðum snyrtivörum. Hér er listi yfir hluti sem yfirleitt má finna í ísskápnum til að fegra líkama og sál: 1 Sítrónur – kreistan sítrónu-safa í vatn má nota til að hvítta neglur, hreinsa óhreina húð og setja í hárið til að gefa því meiri glans. 2 Hrein jógúrt – má bera á andlitið til að næra þurra húð og kæla sólbrennda húð. 3 Bananar – er fullur af vítam-ínum og er rakagefandi fyrir bæði hár og á húð. 4 Hakkaðar möndlur og hun-ang – góður heimatilbúinn skrúbbur fyrir sturtuna. Snyrtivörur úr ísskápnum BANANAR Rakagefandi fyrir húð og hár. KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is SUMARDAGINN FYRSTA OPIÐ Í DAG – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 Opið 12–16 ellingsen.is MERIDA CROSSWAY 10 HERRA- OG DÖMUHJÓL 13.332 KR. 79.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði. Léttgreiðslur í 6 mánuði. MERIDA MATTS REDWOOD 11.665 KR. 69.990 KR. MERIDA BELLA 16 BARNAHJÓL 4–6 ÁRA 4.998 KR. 29.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði. 5.990 KR. MERIDA KIDS BARNAHJÁLMUR MERIDA KRÅKEOY 7 18.332 KR. 109.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði. PIPA R\TBW A • SÍAA • 1 3 1 3 0 9 MERIDA DINO/BELLA 12 BARNAHJÓL 2–4 ÁRA 4.165 KR. 24.990 KR. Léttgreiðslur í 6 mánuði. ÚRVAL AUKAHLUTA!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.