Fréttablaðið - 25.04.2013, Page 78

Fréttablaðið - 25.04.2013, Page 78
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR | SPORT | 62 Ekkert lið hefur misst jafnmarga lykilmenn á milli ára og ÍBV. Sjö fastamenn eru horfnir á braut og illa hefur gengið að fylla í skarð þeirra. Liðið hefur hafnað í 3. sæti þrjú síðustu tímabil en ólíklegt er að komandi tímabil verði eftirminnilegt. Undanfarin ár hafa Eyjamenn fengið sterka leikmenn frá Bretlandseyjum rétt fyrir mót. Nauðsynlegt er að liðið styrki sig á miðjunni ef ekki á illa að fara í Eyjum. Sömuleiðis er enginn líklegur til þess að raða inn mörkum fyrir Eyjaliðið eins og það er skipað í dag. ÍBV hafnar í 9. sætiSPÁ FRÉTTA- BLAÐSINS 2013 ➜ STJARNAN David James ➜ ÞJÁLFARINN ➜ NÝJU ANDLITIN ➜ HVAÐ ER LANGT SÍÐAN... ... liðið varð meistari – 15 ár ...liðið var ekki inn á topp þrjú – 4 ár ...liðið spilaði í B-deild – 5 ár ... liðið varð bikarmeistari – 15 ár ... liðið skoraði flest mörk í deildinni – 9 ár ... Hermann Hreiðarsson lék í ÍBV-búningnum – 16 ár. Hermann Hreiðars- son er 38 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hermann hefur spilað yfir 500 deildar- leiki á Íslandi og í Englandi og að baki sextán ára atvinnumannaferil en þetta er frumraun hans sem þjálfari. David James (Bournemouth) Hermann Hreiðarsson (Coventry) Gunnar Þorsteinsson (Ipswich) Eiður Aron Sigurbjörnsson (Örebro) Fylgstu með þessum: Víðir Þorvarðarson – fær meiri ábyrgð í vængbrotinni sókn ÍBV. ➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ íSLANDSMEISTARI: 3 SINNUM (SÍÐAST 1998) BIKARMEISTARI: 4 (1998) Fyrrverandi landsliðsmark- vörður Englands er stærsta nafnið sem spilað hefur með íslensku félagsliði. Hann þarf þó að hafa hugann við verkefnið, sýna metnað og leiðtogahæfni svo Eyjamenn geti brosað í sumar. hefst eftir 10 daga Prófaðu nýja Sensodyne tannburstann og finndu muninn. Sensodyne tannburstinn MJÚK BURS TUN Á VIÐKVÆM UM SVÆÐUM Ný og betri hönnun. • Sensodyne tannburstarnir eru sérstaklega hannaðir fyrir þá sem eru með viðkvæma tannhálsa. • Burstahausinn er nettur og bogadreginn með ávölum burstahárum til að auðvelda burstun. • Burstahárin eru mjúk sem gerir fólki kleift að bursta niður við tannholdið án þess að skaða tannhold og tannhálsa. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK SPORT HANDBOLTI Aðeins fáeinum dögum eftir að Valur tryggði sæti sitt í N1-deild karla fyrir næstu leiktíð var Ólafur Stefánsson, nýr þjálfari liðsins, mættur til landsins til að stýra sinni fyrstu æfingu. „Ég kom nú reyndar bara heim til að kjósa – horfa á Silfur Egils og Kastljós,“ sagði hann í léttum dúr. „Svo er internetið úti svo lélegt að það gekk ekkert annað en að koma heim.“ Ólafur er nú að spila í Katar sem kunnugt er en hann varð meistari með félagsliði sínu þar á dögunum. Það eru þó enn tvær bikarkeppn- ir sem á eftir að klára og mun því Ólafur aftur halda utan í byrj- un næsta mánaðar. Hann er svo alkominn heim um miðjan júní. Fyrr í vetur var tilkynnt að Ólafur muni stýra liði Vals en hann gerði þá tveggja ára samning við félagið. Hann er þegar búinn að mynda þjálfarateymi en honum til aðstoðar verða Ragnar Óskars- son og Claes Hellgren, markvarða- þjálfari og fyrrverandi leikmaður sænska landsliðsins. „Claes mun koma til landsins af og til en aðallega sinna mark- vörðunum með fjarþjálfun. Mark- varðaþjálfun er ein af mínum mörgu veiku hliðum og ég er að reyna að safna mér þeirri þekk- ingu sem mig vantar,“ sagði Ólaf- ur og bætti við að hann hefði þegar lært margt af Hellgren. Markverðir í annarri íþrótt „Það er nokkuð sem ég hefði átt að læra fyrir löngu, fyrir tuttugu árum eða svo, hvernig þeir hugsa. Markverðirnir eru auðvitað í allt öðru sporti en við hinir,“ sagði hann. Honum líst vel á það verkefni sem hann er að koma af stað hjá Val. „Þetta eru flottir leikmenn sem við erum með og langflestir verða líklega áfram. Það gæti svo gerst að við fengjum einhverja hjálp og þá líklega að utan,“ sagði Ólafur og vildi lítið segja um hvort hann myndi fá til liðsins stórar kempur úr heimi handboltans. „Ætli ég leyfi þeim flestum ekki að vera í friði. Það er þó aldrei að vita nema einhver nöfn detti inn.“ Fall hefði engu breytt Valur þurfti að fara í gegnum umspil til að halda sæti sínu í deildinni og vann Stjörnuna í úrslitum eftir tvo spennandi leiki. „Ég var auðvitað ánægður með það en Stjarnan var að spila vel og hefðu vel getað unnið þetta. Ég samdi auðvitað við Val með þess- ari óvissu um hvort liðið héldi sæti sínu í deildinni. En það hefði svo sem engu breytt enda æfingarnar alveg jafn góðar fyrir því.“ Og sem fyrr segir er Ólafur þegar byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Nú er þetta allt saman að byrja. Það er hægt að æfa alls kyns hluti strax í dag – aðallega það sem snýr að líkamlega þætt- inum sem hægt er að sinna í fjar- þjálfun. Þegar ég er svo á staðnum verður farið meira út í aðra þætti. En tíminn er byrjaður að „tikka“ hjá okkur.“ eirikur@frettabladid.is Kom bara heim til að kjósa Ólafur Stefánsson kom til landsins í fyrradag og stýrði þá sinni fyrstu æfi ngu með Val. Hann er strax byrjaður að undirbúa lið sitt fyrir næsta tímabil og hefur ráðið Claes Hellgren sem markvarðaþjálfara. REYNDIR Claes Hellgren og Ólafur Stefánsson slá á létta strengi í Vodafone-höllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ólafur Stefánsson er nú á mála hjá Lakhwiya í Katar og klárar tímabilið ytra áður en hann snýr alfarið aftur heim í júní. „Gæðin í þessari deild eru ágætlega mikil,“ sagði hann um handboltann í Katar. „Það er verið að ná í fræga leikmenn og sú þróun mun halda áfram. Ég spilaði til dæmis við Nikolaj Markussen um daginn og það er alveg klárt að það eru fleiri sterkir á leið út,“ sagði Ólafur en Markussen er danskur landsliðsmaður sem var hjá Atletico Madrid. Hann segir að þessi þróun geti vel verið jákvæð fyrir handboltaíþrótt- ina. „Það kemur svo ljós hvernig þetta verður eftir HM 2015 [sem haldið verður í Katar]. Það er allt annar hugsanagangur í gangi þarna úti og menn eiga erfitt með að plana lengra fram í tímann en nokkra mánuði.“ Öðruvísi í Katar HANDBOLTI Tillaga liggur fyrir ársþing HSÍ um að fjölga liðum í N1-deild karla strax á næstu leik- tíð. Í stuttu máli snýst tillagan um að ef sextán lið skrá sig til leiks á Íslandsmótinu skuli tíu þeirra spila í efstu deild en sex í fyrstu deildinni. Samkvæmt núverandi lögum HSÍ þarf Íslandsmótið að telja alls 20 lið svo að skiptingin verði á þann veg að tíu lið spili í efstu deild. Sextán lið tóku þátt í Íslandsmótinu á tímabilinu sem lýkur nú í vor. Átta léku í N1- deildinni og átta í 1. deildinni. Undanfarin ár hafa átta lið leikið í N1-deild karla og fjögur efstu liðin farið í úrslitakeppni. Samkvæmt nýju tillögunni myndi úrslitakeppnin stækka og átta efstu liðin fara í úrslitakeppni. Verði liðunum fjölgað um tvö í N1-deild karla myndu Stjarnan og Afturelding bætast við deild- ina. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi HSÍ sem haldið verður á þriðjudaginn næsta. - esá Tillaga um að fj ölga liðum FÉLLU Lið Aftureldingar féll úr N1-deildinni í vor en mun endur heimta sæti sitt í deildinni verði liðunum fjölgað í tíu á næsta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.