Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 86
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 70 „Hugmyndin fæddist á andvöku- nótt í nóvember. Ég lá andvaka og fékk skyndilega þá flugu í haus- inn að skipuleggja tónlistar- hátíð á Ólafsfirði sem ætti að heita Ólæti. Ég vakti Lilju, kærustu mína, sagði henni frá hugmynd- inni og fór svo og skrifaði þetta allt niður,“ segir Sunna Björg Valsdóttir, nemandi við Menntaskólann á Tröllaskaga. Hún skipuleggur tónlistar- og menningarhátíðina Ólæti sem fram fer á Ólafsfirði helgina 4. til 7. júlí ásamt Lilju Björk Jóns- dóttur, Elísabetu Örnu Vals dóttur, Auði Ingólfsdóttur og Hafdísi Arnardóttur. Sunna Björg, Lilja og Auður sátu nám- skeið hjá Evrópu unga fólksins í byrjun þessa árs og sóttu í kjöl- farið um styrk hjá samtök- unum. „Eftir námskeiðið vorum við komnar með fullmótaða hug- mynd og styrkurinn gerði okkur svo kleift að fara af stað,“ segir Sunna Björg. Hún viðurkennir að það sé að mörgu að huga þegar skipuleggja á heila tónlistarhátíð. „Ég hélt að þetta yrði ekk- ert mál þar sem hugmyndin var þegar komin, en það þarf að huga að mörgu og miklu fleira en mig hafði órað fyrir. Það þarf til dæmis að fá leyfi fyrir hinu og þessu, redda gæslu og auðvitað gistingu fyrir gesti og tónlistar- fólk.“ Hátt í tuttugu hljómsveitir hafa staðfest komu sína á Ólæti og þeirra á meðal er raftónlistar- maðurinn Skurken og sveitirnar Vigri og Hide Your Kids. Sú síðastnefnda er frá Garða- bæ og tók þátt í Músíktil- raunum í ár. „Hugmyndin var sú að taka inn hljóm- sveitir sem eru enn að fóta sig og gefa þeim þannig tækifæri til að koma sér á framfæri. Við reynum svo líka að fá þekktari nöfn til að koma fram til að trekkja að.“ Að sögn Sunnu Bjargar hafa Ólafsfirðingar sýnt stúlkunum mikinn stuðning. „Við erum ein- mitt á fullu að kynna hátíðina fyrir bæjarbúum og hvetja þá til þátttöku,“ segir Sunna að lokum. Miðasala á hátíðina hefst á Midi. is og á völdum Olísstöðvum þann 1. maí næstkomandi. sara@frettabladid.is Tónlistarhátíð varð til á andvökunótt Sunna Björg Valsdóttir skipuleggur tónlistarhátíðina Ólæti sem fram fer á Ólafs- fi rði í júlí. Hugmyndin varð til er Sunna Björg lá andvaka eina nótt í nóvember. Vigri Skurken Kaleó Sjálfsprottin spévísi Hide Your Kids Tuttugu sveitir koma fram á Ólátum Mugison heldur útskriftar tónleika í hljóðverinu Sundlauginni í Mos- fellsbæ á laugardaginn. Hann útskrifast með meistaragráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi frá tónlistardeild Lista háskóla Íslands nú í vor. „Þetta eru síðustu tónleikarnir tengdir skólanum. Hringferðin með Of Monsters and Men og tónleikarn- ir á Sónar voru hluti af því líka,“ segir Mugison. Nám hans tengist hljóðfærinu Mirstrument sem hann byrjaði að smíða fyrir þremur árum ásamt Páli Einarssyni. Það saman- stendur af lyklaborði með 192 tökk- um, tveimur iPad-tölvum og í gólf- búnaði eru rafmagn, ljósatengi, RME-hljóðkort og fleira. „Ég hef verið að reyna að gera eitthvað við þetta hljóðfæri og skrásetja ferlið. Þetta er síðasti hlutinn af því hvern- ig mér gengur og svo fer þetta allt inn í lokaritgerðina sem ég á að skila eftir mánuð,“ segir hann. Aðspurður segir hann námið hafa verið virkilega áhugavert. „Maður kemur inn með verkefni sem maður ætlar að einbeita sér að og svo er stutt við bakið á manni. Ég sendi „mentornum“ tölvupóst í hverri viku um hvað ég er að gera. Þetta er svolítið eins og maður fengi einka- þjálfara sem hvetur mann áfram og sér nýja vinkla á hlutunum.“ Mugison hvetur þá sem ætla á tónleikana, sem hefjast kl. 17, til að taka með sér pullu ef þeir vilja setj- ast niður. - fb Útskrifast í Mirstrument-fræðum Mugison heldur útskrift artónleika í Sundlauginni í Mosfellsbæ á laugardaginn. MUGISON Mugison byrjaði að smíða mirstrument fyrir þremur árum. Verið er að undirbúa sýningar á einleiknum How to Become Icelandic in 60 Minutes í Ósló, Stokkhólmi og í Prag. „Við ætlum að prófa á þessum stöðum og sjá hvort það gengur vel. Við munum vinna með þar til gerðum framleiðendum, handritshöfundum og leikurum á hverjum stað,“ segir höfundurinn og leikarinn Bjarni Haukur Þórsson. Leikstjóri verksins er Sigurður Sigurjóns son. Rúmlega sjötíu sýningar á einleiknum eru fyrirhug- aðar á þessu ári í Kaldalóni í Hörpu. „Það voru tæp- lega sextíu sýningar í fyrra. Það var tilrauna verkefni sem gekk vonum framar og núna er þegar byrjað að tala um næsta ár líka,“ segir Bjarni Haukur en Örn Árnason mun leysa hann af í einhverjum sýningum vegna mikils sýningaálags. Fyrsta sýningin í nýrri lotu verður 30. apríl. Að sögn Bjarna Hauks eru 20% áhorfenda í salnum yfir- leitt Íslendingar. „Það hefur komið mér skemmti- lega á óvart hve margir Íslendingar hafa látið sjá sig. Þarna er verið að gera grín að Íslendingum. Við erum náttúru lega mjög spes á margan hátt.“ - fb Prófar í Ósló, Stokkhólmi og Prag Einleikur Bjarna Hauks, How to Become Icelandic in 60 Minutes, aft ur af stað. ÞRÍR GÓÐIR Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Bjarni Haukur Þórsson sýna einleikinn í Kaldalóni. „Það mun vera appelsínu Brazzi borinn fram í rauðvínsglasi með klökum. Framsetningin skiptir sköpum.“ Kristján Freyr Einarsson, grafískur hönnuður. DRYKKURINN ➜ Mugison bjó til hliðarsjálfið Monkeyboy sem hitaði upp fyrir hann sjálfan á túrnum með Of Monsters and Men um Evrópu. Þannig gat hann prófað sig áfram á Mirstrument-hljóðfærinu. VINNA SAMAN Sunna Björg Valsdóttir, til hægri, skipu- leggur tónlistar- hátíðina Ólæti ásamt kærustu sinni, Lilju Björk Jóns- dóttur, og þremur öðrum stúlkum. Sýningin Mýrar, móar og fjöll með myndlistarmanninum Tolla verður opnuð í Safnahúsinu í Borgarnesi í dag. Máltækið „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ á vel við því Bubbi Morthens, bróðir Tolla, ætlar að mæta með kassagít- arinn og spila við opnunina klukk- an 14. Sýnd verða málverk og teikn- ingar eftir Tolla og eru verkin inn- blásin af töfrum borgfirskra sveita. Listamaðurinn verður viðstaddur opn- unina til klukkan 16 og fá gestir því tæki- færi til að spyrja hann nánar út í verk- in. - fb Bræður í Borgarnesi Bubbi Morthens syngur á myndlistarsýningu Tolla. BRÆÐUR Bubbi morthens og Tolli verða í Borgarnesi í dag. D YN A M O R EY K JA V ÍK Fimm gamlingjar komast að því að það er miklu betri aðbúnaður í fangelsum en á elliheimilum og grípa til sinna ráða. En leiðin á bak við rimlana reynist þyrnum stráð ... SPENNANDI KÓSÍKRIMMI! 2. SÆTI EYMUNDSSON KILJUR 17.-23. APRÍL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.