Fréttablaðið - 29.04.2013, Side 2
29. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Eldar, hvort varstu ánægðari
með þingkosningarnar eða
EVE-kosningarnar?
„Það er erfitt að segja, en ég leyfi
mér að vona að við eigum fyrir
höndum Bjarta framtíð, fyrir bæði
Ísland og EVE-heiminn.“
Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, sat
á lista Bjartrar framtíðar og kom einnig að
kosningum í sýndarheimi leiksins EVE Online.
BANGLADESS Eldur braust í gær
út í rústum fataverksmiðjunnar í
Bangladess sem hrundi í síðustu
viku. Verkfæri bjögunarmanna sem
reyndu að bjarga konu úr rústunum
orsökuðu eldinn sem var fljótur að
breiðast út enda nóg af eldfimu efni
í rústunum. Ekki tókst að bjarga
konunni.
Minnst 377 manns eru taldir af
eftir að fataverksmiðjan, sem er
í Dakka, höfuðborg Bangladess,
hrundi á miðvikudaginn. Þrjú þús-
und manns voru þá við störf í verk-
smiðjunni en líkurnar á að finna
einhvern á lífi núna fara minnk-
andi með hverri mínútunni að sögn
björgunarmanna.
Verksmiðjueigandinn var hand-
tekinn á landamærum Indlands er
hann reyndi að flýja land en alls
hafa sex manns verið handteknir
vegna hrunsins, þar af tveir verk-
fræðingar. Mótmæli hafa átt sér
stað í Dakka meðal verksmiðju-
starfsmanna í kjölfar slyssins og
krefjast þeir meðal annars betri
aðstæðna og kjara. - áp
Minnst 377 eru látnir eftir að verksmiðja hrundi til grunna í Dakka höfuðborg Bangladess:
Eldur braust út í rústum fataverksmiðjunnar
HANDTEKINN Eigandi verksmiðjunnar sem hrundi í Bangladess á miðvikudag var
handtekinn um helgina er hann reyndi að flýja land. Minnst 377 eru látnir.
INDLAND Tuttugu og tveir eru í
haldi lögreglu í Delí á Indlandi
eftir að sex ára stúlku var nauðg-
að á almenningssalerni og hún
skorin á háls. Árásin átti sér stað
á laugardag í útjaðri borgarinn-
ar og var farið með stúlkuna á
spítala þar sem hún gekkst undir
aðgerð á hálsi og kynfærum.
Yfirheyrslur standa yfir mönn-
unum og segir lögreglustjórinn
Ajay Chaudhary að lögreglan sé
staðráðin í að finna hinn seka.
22 handteknir í Nýju-Delí:
Nauðguðu og
skáru sex ára
stúlku á háls
LÖGREGLUMÁL Grunnskólapiltur réðst á ókunnuga
níu ára stelpu á göngustíg í Hafnarfirði á laugardag
og reyndi að skera hana á háls með hnífi. Pilturinn
hafði verið útskrifaður af Barna- og unglingageð-
deild Landspítalans sólarhring fyrir árásina.
Stúlkan var á gangi eftir göngustíg við Herjólfs-
götu í vesturbæ Hafnarfjarðar síðdegis á laugardag
ásamt vinkonu sinni þegar pilturinn, sem er sextán
ára gamall og á síðasta ári í grunnskóla, kom aðvíf-
andi, vopnaður hnífi.
Pilturinn greip stúlkuna, hélt henni aftan frá,
lagði stóran hníf að hálsi hennar og veitti henni
áverka. Nærstatt par varð vitni að árásinni. Konan
rak upp mikið óp sem stökkti piltinum á flótta en
maðurinn hljóp hann uppi. Í millitíðinni hafði hann
kastað hnífnum í sjóinn.
Stúlkunni var komið á spítala og reyndist vera
með talsverðan áverka á hálsi, þó ekki lífshættuleg-
an. Þá var hún með áverka á höndum eftir að hafa
gripið til varna gegn árásarmanninum. Hún var
útskrifuð í gær og fór til síns heima.
Piltinum var komið rakleiðis aftur undir læknis-
hendur á geðdeildinni. Hann á við mjög alvarleg
andleg veikindi að stríða og er tæpast sakhæfur,
samkvæmt upplýsingum blaðsins. Haft var sam-
band við barnaverndaryfirvöld vegna málsins, enda
er pilturinn ekki lögráða.
Hnífurinn sem pilturinn beitti fannst við leit í
fjörunni í gær. - sh
Níu ára stúlka var heilan dag á spítala eftir árás veiks unglingspilts:
16 ára piltur skar telpu á háls
Á VETTVANGI Stúlkan var á gangi með vinkonu sinni á
þessum göngustíg þegar árásin óhugnanlega átti sér stað.
Hnífnum kastaði pilturinn í sjóinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ÍÞRÓTTIR „Að öllu öðru óbreyttu
er útlit fyrir að við munum þurfa
að vísa hluta af yngstu iðkendum
félagsins frá ef þeir vilja halda
áfram hjá okkur á næsta ári,“
segir Jón Finnbogason, formaður
Íþróttafélagsins Gerplu í Kópa-
vogi.
Gerpla hefur frá því í fyrra-
sumar óskað eftir því við bæjar-
yfirvöld í Kópavogi að fá aðgang
að öðrum íþróttahúsum bæjarins
en því sem félagið hefur til afnota í
Versölum. Jón segir að þótt aðstað-
an í Versölum sé frábær þá sé
áhuginn á fimleikum mun meiri en
svo að Gerpla geti tekið við öllum
sem vilja komast að.
Í bréfum til bæjaryfirvalda frá
því síðastliðið haust kemur fram
að eitt þúsund börn bíði eftir að
geta byrjað að stunda fimleika hjá
félaginu. Sum þeirra hafi beðið í
þrjú ár.
Að sögn Jóns má meðal annars
rekja sprenginguna til samsetn-
ingar Kópavogsbúa með tilkomu
nýrra hverfa í bænum. Mikið sé
af börnum í Kópavogi. „Ég er
alls ekkert viss um að við stönd-
um frammi fyrir sama vandamáli
eftir tíu ár,“ bendir Jón á. Hann
segir að leysa mætti vandann nú
með því að hleypa Gerplu inn í
íþróttahúsin Smárann eða Kórinn.
Í bæjarstjórn hafi einmitt verið
rætt um að nýta þau hús betur.
„Bæjarstjórinn segist hvetja
íþróttafélögin til að nýta húsin
betur. Ef mönnum finnst léleg nýt-
ing á íþróttahúsunum þá getum við
leyst þann vanda. Hleypið okkur
bara inn í íþróttahúsin og nýting-
in mun snarbatna,“ segir Jón, sem
kveður bæinn ekki enn hafa svar-
að fyrrnefndum erindum frá því
í haust og ekki léð máls á því að
hleypa Gerplu í Smárann eða Kór-
inn nema í staka tíma sem ekki
gagnist. Skýringin sé einföld:
„Smárinn er fyrir Breiðablik og
Kórinn er fyrir HK, það er bara
pólitísk ákvörðun. Það er ekki sagt
beint við okkur en það er augljóst
og það sjá allir,“ segir Jón. Hús-
næðiseklan muni bitna mest á
þeim börnum í flokki þriggja til
fimm ára sem ættu að óbreyttu að
færast upp um flokk næsta haust.
„Yngstu börnin æfa á sunnudög-
um. Við sex ára aldur færast þau
yfir á virka daga en aðstaðan er
algjörlega sprungin á þeim tímum.
Við þurfum bæði að vísa frá fólki
sem vill koma til okkar og er á
biðlista og ef við sjáum ekki tals-
vert brottfall hjá yngstu iðkend-
unum núna í sumar þá munum við
þurfa að vísa þeim frá,“ segir for-
maður Gerplu. gar@frettabladid.is
Yngstu börnin þurfa
að hætta hjá Gerplu
Formaður fimleikafélagsins Gerplu segir að sum yngstu börnin verða látin hætta
fáist ekki meira húsnæði til að anna vaxandi aðsókn. Gerpla vilji fá tíma í öðrum
íþróttahúsum Kópavogsbæjar en fái ekki þó hvatt sé til betri nýtingar í bæjarstjórn.
FIMLEIKAFÓLK HJÁ GERPLU Barnasprengja í Kópavogi og aukinni áhugi á fimleik-
um hefur orðið til þess að Gerpla getur langt í frá tekið við öllum sem vilja stunda
íþróttina hjá félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/
Ef mönn-
um finnst léleg
nýting á
íþróttahús-
unum þá
getum við leyst
þann vanda.
Jón Finnbogason,
formaður Gerplu í Kópavogi
BAÐST LAUSNAR Jóhanna Sigurðardóttir baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á
Bessastöðum í gær og skaust svo út og inn í bíl, fram hjá blaðamönnum sem biðu
hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gekk í gær á fund
Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og baðst lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt í kjölfar kosningaósigurs stjórnarflokkanna.
Ólafur Ragnar tilkynnti á blaðamannafundi í kjölfarið að hann hygðist
í dag funda með fulltrúum allra flokka sem náðu kjöri á þing og ákveða í
kjölfarið hverjum hann mundi fela stjórnarmyndunarumboð. Það verður
að líkindum annaðhvort formaður Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknar-
flokksins.
Forsetinn sagði að í ljósi reynslunnar væri mikilvægt „að ekki sé bara
traustur stuðningur við ríkisstjórnina á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í
samfélaginu“. - sh
Forsetinn íhugar hver skuli fá stjórnarmyndunarumboð:
Fundar með formönnum í dag
ÍTALÍA, AP Ráðherrar í nýmynd-
aðri ríkisstjórn á Ítalíu sóru
embættiseið í gær. Enrico Letta
er forsætisráðherra landsins.
Greidd verða atkvæði um stuðn-
ing við nýja ríkisstjórn á morgun.
Á sama tíma og ráðherrarnir
sóru embættiseið skaut maður tvo
lögregluþjóna fyrir utan forsætis-
ráðuneytið. Annar lögreglumann-
anna er alvarlega særður, en hinn
minna. Maðurinn hefur sagst
hafa ætlað að skjóta stjórnmála-
menn, en þar sem hann sá enga
slíka hafi hann ákveðið að skjóta
lögreglumennina í staðinn. - þeb
Skotárás við ráðuneyti:
Ný ríkisstjórn
sór eið á Ítalíu
SPURNING DAGSINS