Fréttablaðið - 29.04.2013, Side 6
29. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR |
léttur fiskréttur
Vertu með
Góð leikfimi fyrir allar konur
sem vilja styrkja sig og líða betur.
ASKÝRING | 6
2013
Möguleg stjórnarmynstur
samanlagt fylgi á landsvísu
fjöldi
þingmann
a
umfram
32
+6
+2
+3
+3
0
51,1%
45,6%
48,2%
48,2%
43,6%
+2
47,6%
➜ Atli Gíslason
➜ Álfheiður Ingadóttir
➜ Árni Johnsen
➜ Ásbjörn Óttarsson
➜ Ásta R. Jóhannesdóttir
➜ Birkir Jón Jónsson
➜ Björgvin G. Sigurðsson
➜ Björn Valur Gíslason
➜ Jóhanna Sigurðardóttir
➜ Jón Bjarnason
➜ Jónína Rós Guðmundsdóttir
➜ Lilja Mósesdóttir
➜ Lúðvík Geirsson
➜ Magnús Orri Schram
➜ Margrét Tryggvadóttir
➜ Mörður Árnason
➜ Ólafur Þór Gunnarsson
➜ Ólína Þorvarðardóttir
➜ Ólöf Nordal
➜ Sigmundur Ernir Rúnarsson
➜ Siv Friðleifsdóttir
➜ Skúli Helgason
➜ Þorgerður K. Gunnaradóttir
➜ Þór Saari
➜ Þráinn Bertelsson
➜ Þuríður Backman
ÞESSI SITJA EKKI LENGUR Á ALÞINGI
Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks,
samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins. Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því
yfir að hann vilji láta reyna á slíka
stjórn, enda sé það eina mögulega
tveggja flokka stjórnarsamstarf-
ið. Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins, segir flokkinn hins vegar munu
láta málefnin ráða för. Hann muni
ekki hvika frá stefnu sinni varðandi
skuldamál heimilanna.
Engar formlegar viðræður fóru
af stað í gær. „Ég ætla nú bara að
bíða eftir því að forsetinn fari yfir
málin og gefa honum svigrúm til
þess og meta svo hlutina í fram-
haldi, en það hafa ekki farið fram
neinar viðræður milli okkar og ann-
arra flokka. Ég geri ráð fyrir því að
við bíðum eftir því að hann kalli í
okkur,“ sagði Sigmundur Davíð.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, tilkynnti í gær að í
dag myndi hann hitta formenn
allra flokka sem náðu inn á þing og
í framhaldi af því ákveða hverjum
fyrst yrði veitt umboð til stjórnar-
myndunar.
Hver verður forsætisráðherra?
Heimildir Fréttablaðsins herma
að innan Sjálfstæðisflokksins hafi
margir hverjir viljað að formað-
urinn tæki forystu og kallaði til
viðræðna, áður en forsetinn ræddi
við alla flokka. Ekki væri eftir
neinu að bíða og með því fengi
flokkurinn ákveðið forskot í barátt-
unni um forsætisráðherrastólinn.
Þar liggur í raun mesta spennan.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti
flokkurinn, en úrslitin eru hins
vegar þau næstverstu í sögu flokks-
ins. Framsóknarflokkurinn er ótví-
ræður sigurvegari kosninganna og
flokkarnir hafa jafnmarga þing-
menn, nítján talsins.
„Ég ætla ekki að stilla því þannig
upp á þessum tímapunkti,“ sagði
Bjarni Benediktsson um það hvort
hann ætlaði að krefjast forsætis-
ráðherraembættisins.
Ráðuneytum skipt upp
Heimildir blaðsins herma að um
leið og það skýrist hvor flokk-
urinn muni leiða ríkisstjórnina
verði tiltölulega auðvelt að skipta
ráðuneytum niður. Bjarni hefur
talað um að skipta velferðarráðu-
neytinu upp og hafa heilbrigðis-
málin í sér ráðuneyti.
Verði af því þarf að skipta öðru
ráðuneyti upp, eigi flokkarnir að
vera með jafnmarga ráðherra,
sem er langlíklegast. Þar hafa
menn horft til innanríkisráðu-
neytisins eða atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins, sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins. Það er því líklegt að ráð-
herrar í næstu ríkisstjórn verði
tíu talsins.
Skuldamálin
Fyrst þarf hins vegar að semja um
málefnin. Þó ákveðinn samhljómur
hafi verið í áherslum flokkanna á
skuldamál heimila, var Framsókn
með skýrt afmarkaðar tillögur sem
enginn hinna flokkanna hefur tekið
undir. Að sumu leyti er flokkurinn
því einangraður.
Hann er hins vegar sigurvegari
kosninganna og getur bæði starfað
til hægri og vinstri. Líklega verður
fundin einhver leið til að semja um
þau mál, hvernig sem hún mun líta
út.
Aðrir flokkar en þeir tveir
stærstu gera ekki ráð fyrir öðru
en að Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokkur nái saman. Þeir huga varla
að öðrum möguleikum fyrr en, og
þá ef, siglir í strand hjá þeim.
Slagurinn mun standa
um forystuhlutverkið
Framsóknarflokkurinn mun ekki gefa eftir í skuldamálum heimilanna í stjórnar-
myndunarviðræðum. Sjálfstæðisflokkurinn vill samstarf með Framsókn. Engar
formlegar viðræður hafnar en þegar er farið að huga að fjölgun ráðherra.
HAFA SIG TIL Forystumenn flokkanna hittust í umræðum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Engar formlegar viðræður eru hafnar um stjórnarmyndun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is