Fréttablaðið - 29.04.2013, Síða 8
29. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR |
www.volkswagen.is
Fágaður
ferðafélagi
Volkswagen Tiguan
Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá
6.180.000 kr.
Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir
aðeins 5,8 l á hverja 100 km.
Fullkomið leiðsögukerfi
fyrir Ísland
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan
KATRÍN
JAKOBS-
DÓTTIR
Vinstri græn
„Við erum himinlifandi með úrslitin, förum inn með góðan
þingflokk og erum staðráðin í að hafa góð áhrif í samræmi við
okkar áherslur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður
Bjartrar framtíðar. „Við fórum hátt í könnunum í janúar og það
var okkur mikilvægt því svo fór samkeppnin að harðna og þá
var ansi gott að vera búin að stimpla sig inn. Við vissum að það
yrði ekki einfalt að koma stjórnmálaafli inn á þing – það voru
margir sem reyndu það. Við erum ánægð með það að hafa náð
sex mönnum inn.“ - kh
Himinlifandi með úrslitin 8,3%
GUÐ MUNDUR
STEIN-
GRÍMSSON
Björt framtíð
„Ég er mjög þakklátt og bjartsýn fyrir hönd Pírata að
okkur hafi tekist að setja heimsmet með að koma Pírötum
á þjóðþing. Það þýðir að æ fleiri sjá að þessi nýja áhersla og
nýir tímar í stjórnmálum er eitthvað sem kjósendum finnst
mikilvægt,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kapteinn hjá Pírötum.
„Það sýndi sig hins vegar með mjög afgerandi hætti hvað þessi
5% regla er út í hött. Það hefði getað farið svo að hátt í 20%
þjóðarinnar fengju ekki sína fulltrúa á þing, sem er ótrúlegt og
mikill lýðræðishalli.“ - kh
5% reglan út í hött 5,1%
BIRGITTA
JÓNSDÓTTIR
Pírataflokkur
8
2013
VIÐBRÖGÐ LEIÐTOGANNA
Við gleðjumst yfir því að njóta mests stuðnings allra flokka á
þinginu og þetta var virkilega spennandi, bæði í aðdraganda
kosninganna, vegna þess hve miklar sveiflur voru á fylginu, og
síðan alla kosninganóttina. Ég neita því ekki að ég hefði vijlað
sjá þarna ákveðna þingmenn sem lengi áttu von, enda inni á
þingi. En svona er þetta, maður fær ekki allt sem maður biður
um í þessu,“ segir Bjarni Benediktsson. „Ég tel að þegar til
allra þátta sé horft þá eigi Sjálfstæðisflokkurinn að vera þakk-
látur fyrir að fá þetta traust.“ - kóp
Þakklátur fyrir traustið 26,7%
BJARNI
BENEDIKTS-
SON
Sjálfstæðis-
flokkur
„Niðurstaðan er auðvitað mikið gleðiefni fyrir okkur. Fyrst og
fremst sýnir hún að stór hluti þjóðarinnar telur mikilvægt að
forgangsraða í samræmi við það sem við höfum talað fyrir í
þessari kosningabaráttu. Sem betur fer þá þýðir stuðningur við
þá forgangsröðun líka að við fáum sterka stöðu til að fram-
kvæma í samræmi við þann vilja,“ segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson. Hann segir framhaldið skýrast af því hverjir
verði tilbúnir til að vinna með flokknum að þeim málum. - kóp
Þjóðin styður forgangsröðina 24,4%
SIGMUNDUR
DAVÍÐ GUNN-
LAUGSSON
Framsóknar-
flokkur
„Þetta er auðvitað býsna afdráttarlaus niðurstaða. Ríkis-
stjórnarflokkarnir tapa miklu fylgi og Framsóknarflokkurinn
er hinn ótvíræði sigurvegari. Nú vinnum við bara út úr þess-
ari stöðu,“ segir Árni Páll Árnason. Hann telur úrslitin ekki
breyta neinu varðandi sína stöðu. „Þessi mæling var komin
fram áður en ég tók við flokknum. Það er hins vegar auð-
vitað alveg ljóst að við höfum ekki náð viðspyrnu í kosninga-
baráttunni.“ - kóp
Náðum ekki viðspyrnu 12,9%
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
Samfylking
„Ég er sátt með okkar baráttu og held að sá meðbyr sem við
höfum fundið fyrir á síðustu dögum hafi skilað sér. Því ber þó
ekki að leyna að ég hefði viljað fá aðeins meira fylgi. Ég lagði
mig aðeins í nótt og þá vorum við með 11,9 prósent og þegar
ég vaknaði aftur var fylgið komið niður í 10,9 og ég ákvað því
að sofa ekki meira svo það minnkaði ekki um fleiri prósent,“
segir Katrín Jakobsdóttir. „Við getum hins vegar verið nokkuð
ánægð með baráttuna og góðan anda í hópnum. Ég er bjartsýn
á framtíðina, þó við hefðum viljað meira.“ - kóp
Bjartsýn á framtíðina 10,9%
Kjörsókn í kosningunum á laugar-
dag var 81,4 prósent og hefur kjör-
sókn í þingkosningum ekki verið
lélegri frá því á fyrri hluta síðustu
aldar. Mest var kjörsóknin í Norð-
vesturkjördæmi, 83,6 prósent en
minnst var hún í Reykjavíkurkjör-
dæmi norður, 78,9 prósent.
Grétar Þór
Eyþórsson, pró-
fessor í stjórn-
málafræði, segir
laka kjörsókn
ekki koma sér
á óvart. Hann
telur tengsl á
milli lélegrar
kjörsóknar í
síðustu sveitar-
stjórnarkosning-
um og í alþingiskosningunum nú.
„Það var þá sem traustið á stjórn-
málunum fór lengst niður og það
hefur ekki jafnað sig neitt almenni-
lega síðan. Og við erum líka búin að
sjá farsa í kringum þinglokin um
daginn, sem var kannski ekki til að
bæta þarna úr. Hins vegar held ég
að fjöldi framboða hafi tosað kjör-
sóknina upp á móti þessu.“
Töluvert var um útstrikanir í
Reykjavíkurkjördæmunum tveim-
ur. Katrín Theodórsdóttir, formaður
yfirkjörstjórnar í Reykjavík norð-
ur, sagði í gærkvöldi að yfirkjör-
stjórn myndi skila skýrslu í dag og
þá komi í ljós hverjir voru strikað-
ir mest út og hvort útstrikanir hafi
haft einhver áhrif. Fimm fram-
bjóðendur í kjördæminu voru mikið
strikaðir út. Sveinn Sveinsson, for-
maður yfirkjörstjórnar í Reykjavík
suður, tók í svipaðan streng og sagð-
ist vonast til þess að hægt yrði að
greina frá útstrikunum í dag.
Í Suðurkjördæmi var einnig
nokkuð um útstrikanir, eða á um
þúsund kjörseðlum. Mest var strik-
að út hjá Sjálfstæðisflokknum og
oftast var Ásmundur Friðriksson
strikaður út. Það er þó ekki talið
munu hafa nein áhrif.
Lítið var um útstrikanir í Norð-
vestur- og Norðausturkjördæmum
að sögn yfirkjörstjórna þar. Flestir
efstu menn á listum í Norðaustur-
kjördæmi voru strikaðir út auk
þess sem nokkrir strikuðu yfir Val-
gerði Sverrisdóttur, fyrrverandi
ráðherra, sem var í heiðurssæti
hjá Framsóknarflokknum í kjör-
dæminu. Ekki hafa fengist upplýs-
ingar um útstrikanir í Suðvestur-
kjördæmi. thorunn@frettabladid.is
Kjörsókn ekki verið
slakari í sjötíu ár
Kjörsókn hefur ekki verið lakari í þingkosningum í rúm 70 ár. Prófessor í stjórn-
málafræði segir það ekki koma á óvart en fjöldi framboða hafi líklega híft kjör-
sóknina aðeins upp. Töluvert var um útstrikanir í Reykjavík og Suðurkjördæmi.
Kjörsókn eftir kjördæmum
Norðvesturkjördæmi 83,6%
Norðausturkjördæmi 83,4%
Suðvesturkjördæmi 82,4%
Suðurkjördæmi 81,8%
Reykjavík suður 80,1%
Reykjavík norður 78,9%
Alls 81,4%
Kjörsókn síðustu þingkosninga
2009 85,1%
2007 83,6%
2003 87,7%
MEST ÞÁTTTAKA
Í NV-KJÖRDÆMI
GRÉTAR ÞÓR
EYÞÓRSSON
Dauðu atkvæðin aldrei fleiri
Tæplega tólf prósent atkvæða fóru til flokka sem ekki náðu mönnum á þing.
„Það hefur aldrei áður verið svona mikið um dauð atkvæði, allavega eftir
að hlutfallskosningar voru teknar upp. Það er hluti af þessari óánægju og
mótmælaöldu sem gengur yfir að fólk er tilbúið að sýna óánægju sína í verki
með því að kjósa framboð, jafnvel þó það séu engar horfur á því að þau fái
kosningu,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Á KJÖRSTAÐ Kjörsókn hefur hefur ekki verið lakari í þingkosningum í rúm 70 ár. Í
Reykjavík norður var kjörsókn 78,9%. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
12%
Atkvæða fóru til fl okka sem
ekki náðu sæti á þingi.