Fréttablaðið - 29.04.2013, Síða 10
29. apríl 2013 MÁNUDAGUR
SILKISKORIÐ ÁLEGG FRÁ GOÐA
– gott á brauðið, í salatið eða bara eitt og sér!
SKINKA
KJÚKLINGAÁLEGG REYKT SPÆGIPYLSA HUNANGSSKINKA
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
57
28
6
| FRÉTTIR | 10
2013
Rekstrarvörur
- vinna með þér
VIÐBRÖGÐ LEIÐTOGANNA
„Við erum frekar svekkt. Við undirbjuggum okkur vel og
byggjum á gömlum grunni. Það komst greinilega ekki nægjan-
lega vel til skila,“ segir Margrét Tryggvadóttir hjá Dögun. „Það
voru margir um hituna og erfitt fyrir ný framboð að kynna sig
og aðgreina. Fjölmiðlar voru misduglegir að sinna þeim. Þetta
er áfellisdómur yfir kosningakerfinu. Eitt af því sem við vildum
breyta var að afnema þennan fimm prósenta þröskuld.“ - gar
Áfellisdómur yfir kerfinu 3,1%
MARGRÉT
TRYGGVA-
DÓTTIR
„Eins og mörg ný framboð áttum við erfitt uppdráttar,“ segir
Pétur Gunnlaugsson, formaður Flokks heimilanna. „Aðstöðu-
munurinn milli gömlu flokkanna og nýrra framboða er mikill.
Það er erfitt þegar skoðanamyndandi kannanir eru birtar rétt
fyrir kosningar. Píratarnir komust inn og það er ánægjulegt. Að
öðru leyti höfum við gamla fjórflokkinn og Bjarta framtíð. Sæ-
greifarnir fagna sigri og við fáum enga nýja stjórnarskrá.“ - gar
Áttum erfitt uppdráttar 3,0%
PÉTUR
GUNNLAUGS-
SON
„Úrslit í lýðræðislegum kosningum eru ævinlega fagnaðarefni,
ekki af því að þau sé endilega rétt heldur af því að þau eru
óvefengjanleg,“ segir Þorvaldur Gylfason, vaktstjóri Lýðræðis-
vaktarinnar. „Kjósendur felldu sinn dóm og honum unum við.
Þeir flokkar tveir sem hrósa sigri gáfu loforð sem er ógerlegt að
efna, ég tala nú ekki um ef reynt verður að efna þau bæði í einu.
Það er ástæða fyrir fólkið í landinu að hafa varann á sér.“ - gar
Unum dómi kjósenda mjög vel 2,5%
ÞORVALDUR
GYLFASON
„Ég er aðallega vonsvikinn fyrir hönd fólksins í landinu, að
það hafi ekki viljað þiggja lausnirnar okkar fyrir það sjálft,“
segir Kjartan Örn Kjartansson, oddviti Hægra grænna í
Reykjavík norður. „Það hafa að vísu nokkrir flokkar tekið upp
frá okkar stefnuskrá, eins og að hugsa um heimilin og taka á
hrægömmunum, en ég er ekki viss um hvernig það mun koma
út fyrir fólkið. Af því höfum við mestar áhyggjur.“ - gar
Vonsvikinn fyrir hönd fólksins 1,7%
KJARTAN
ÖRN GUNN-
ARSSON
„Mér sjálfum fannst kosningabaráttan ákaflega gefandi og
skemmtileg. Hvarvetna í kjördæminu sem ég fór fann ég
nú sem áður mikinn hugmyndafræðilegan samhljóm með
íbúunum,“ segir Jón Bjarnason, formaður Regnbogans. „Ég
mun áfram sem hingað til berjast með fólkinu í landinu fyrir
hugsjónum mínum og baráttumálum og leita þeim stuðnings á
nýjum og öðrum vettvangi en úr ræðustól Alþingis.“ - gar
Berst áfram með fólkinu 1,0%
JÓN
BJARNASON
„Við erum ótrúlega glöð og þakklát þeim 326 sem kusu okkur.
Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á landsbyggðinni þó
við höfum bara boðið fram í einu kjördæmi,“ segir Ylfa Mist
Helgadóttir, oddviti Landsbyggðarflokksins. Ylfa segir að starf
Landsbyggðarflokksins sé nú fyrst að hefjast. „Næst munum
við bjóða fram í öllum landsbyggðarkjördæmunum hið
minnsta.“ - kh
Ætla að bjóða aftur fram 0,2%
YLFA MIST
HELGA-
DÓTTIR
„Okkar atkvæði voru frekar fá en góð,“ segir Methúsalem
Þórisson, talsmaður Húmanista. „Við erum að endurreisa
flokkinn eftir hlé og í þessu moldviðri sá fólk okkur ekki sem
raunhæfan kost. Það hefur í raun ekki mikið breyst. Þetta er
bara eins og var fyrir hrun. Þessi atkvæði sem menn kalla dauð
munu ekki verða dauð ef þeir sem fengu þau halda áfram sínu
starfi. Og við höldum ótrauð áfram.“ - gar
Ekki kostur í moldviðrinu 0,1%
METHÚSALEM
ÞÓRISSON
„Tölurnar gefa ekki mikla vísbendingu um okkar styrk og
möguleika,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson, oddviti Alþýðufylk-
ingarinnar. „Ólíkt mjög mörgum öðrum vorum við framboð
sem var byggt á sólid stefnuskrá en ekki hamrað í kring um
einhverja einstaklinga sem töldu sig hafa eitthvert sérstakt
persónufylgi. Okkar atkvæði eru af mestu gæðum sem völ er á.
Okkar áhrif ná langt, langt út fyrir þennan hóp.“ - gar
Áhrif langt út fyrir hópinn 0,1%
ÞORVALDUR
ÞORVALDS-
SON
„Lýsingardómurinn stendur upp úr eftir þetta en kosningarnar
eru bara aukaatriði,“ segir Sturla Jónsson, oddviti K-lista.
Lýsing var á fimmtudag dæmd til að endurgreiða viðskipta-
vini fyrirtækisins rúmlega 680 þúsund krónur sem hann hafði
ofgreitt vegna bílasamnings. „Með dómnum er tekið á verð-
tryggingunni sem ég er búinn að vera að berjast fyrir í þrjú ár.
Kosningaúrslitin eru æðisleg en dómurinn er enn þá betri.“ - kh
Kosningarnar bara aukaatriði 0,1%
STURLA
JÓNSSON
SIGURREIFUR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins,
þakkar stuðninginn á kosningavöku á laugardagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL