Fréttablaðið - 29.04.2013, Page 12

Fréttablaðið - 29.04.2013, Page 12
29. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | Yngsti kjörni þingmaður Íslandssögunnar: Rosalega fjarlægt Jóhanna María Sigmundsdóttir varð um helgina yngsti kjörni þingmaður Íslandssögunnar. Hún er 21 árs, fædd í júní 1991. Hún segist ekki hafa búist við því að ná kjöri á þing þegar hún tók fjórða sætið á lista Framsókn- arflokksins í Norðvesturkjör- dæmi. „Aldrei – þetta var alveg rosalega fjarlægt,“ segir Jóhanna María, sem er bóndi frá Látrum í Ísafjarðardjúpi. Hún lauk námi við Bændaskólann á Hvanneyri í fyrra. Hún er nú formaður Sambands ungra bænda. „Þetta er svolítið stórt fyrir mann,“ segir hún, spurð hvernig sé að vera yngsti kjörni þingmað- urinn í sögu landsins og hrifsa þann titil af Gunnari Thoroddsen, sem var 23 ára og 177 daga gamall þegar hann komst fyrst á þing 1934. „Ég held að þetta sé gott for- dæmi fyrir unga fólkið og sýni að við getum alveg látið í okkur heyra og skipt sköpum,“ bætir hún við og segist líklega munu vinna fyrst og fremst í samræmi við stefnu síns flokks. Hún sjái ekki fyrir sér að hún muni skera sig mjög úr í málefnaáherslum þrátt fyrir ungan aldur. Jóhanna verður þó ekki yngsta manneskjan sem tekið hefur sæti á þingi þegar hún sest þar í haust, þá 22 ára. Varaþingmaður- inn Víðir Smári Petersen á það met – hann var 21 árs og 319 daga. - sh Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is ASKÝRING | 12 2013 Kosningarnar á laugardag voru sögulegar um margt. Aldrei hafa fleiri atkvæði fallið dauð, kosn- ingaþátttakan er sú minnsta eftir síðari heimsstyrjöld og fjöldi fram- boða var mikill. Ljóst er að þjóðin hefur hafnað leið stjórnarflokk- anna og stjórnarandstaðan hefur fengið skýrt umboð. Þó Sjálfstæðisflokkurinn geti að mörgu leyti ágætlega unað við útkomuna, sérstaklega í ljósi þess hve lágt hann hafði mælst í könnunum, er þetta engu að síður næst- versta kosning í sögu hans. Hann bætir við sig 2,8 prósentustigum frá kosningun- um 2009, sem voru þær verstu í sögu flokksins. Gunnar Helgi Kristinsson pró- fessor í stjórnmálafræði segir niður stöðuna að mörgu leyti áfall fyrir flokkinn, þar sem hann hafi verið fjögur ár í stjórnarandstöðu. „Venjulega hefur flokknum tek- ist vel upp í stjórnarandstöðu og komið sterkur til baka eftir vinstri stjórnir, oft með 35 og jafnvel upp í 40 prósent, en það er aldeilis ekki að gerast núna. Það er alveg hægt að segja á þeim grundvelli að það er langt í land hjá flokknum.“ Gunnar segir enga einfalda skýringu á slæmri stöðu flokksins. Margir sjálfstæðismenn séu reiðir yfir því að ekki hafi verið farið í nógu rækilegt uppgjör eftir hrunið og það hafi verið óeining um for- ystu flokksins. „Það er langt í frá að flokkurinn virki samhentur og sameinaður undir traustri forystu.“ Lík staða og 1995 Framsóknarflokkurinn vann stór- sigur og bætti við sig 9,6 pró- sentustigum. Þetta er besta kosn- ing flokksins síðan 1979. Gunnar Helgi bendir á að staðan sé að mörgu leyti svipuð og 1995, þegar flokkurinn fékk 23,3 prósent fylgi undir forystu nýs formanns, Hall- dórs Ásgrímssonar. Fylgisdreif- ingin sé svipuð og þá og sagan sýni að það fylgi var ekki fast í hendi, en flokkurinn tapaði tæpum fimm prósentustigum í næstu kosning- um á eftir, 1999. „Fylgið er með svipuðu mynstri, hvað varðar dreifingu á landsvæði eins og verið hefur í góðum kosn- ingum flokksins. Hann á auðvitað mjög langt í land að vinna stöð- ugt fylgi hérna á þéttbýlissvæð- inu. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé komið. Fyrr en hann getur gert það, ef það gengur ein- hvern tímann, má gera ráð fyrir að þetta verði frekar laust fylgi sem getur tapast fljótt.“ Gunnar segir skýra fylgni með Icesave-úrskurði EFTA-dómstóls- ins og fylgisaukningar Fram- sóknar. Þá hafi vindar snúist með flokknum og fylgið komið. „Það er bara svo einfalt. Það er sá tímapunktur nákvæmlega sem það gerist, þannig að það er ekki hægt að skýra það með neinu öðru.“ Síðan megi velta því fyrir sér hvaða áhrif úrskurðurinn hafi haft á trúverðugleika stefnumála flokksins, en tímapunkturinn á fylgissveiflunni sé bundinn við Icesave-úrskurðinn. Stjórnarflokkarnir hrundu Úrslit kosninganna sýna svo ekki verður um villst að þjóðin hafnaði stefnu stjórnarflokkanna. Fylgið hrundi af þeim og sérstaklega af Samfylkingunni. Gunnar Helgi segir margt skýra það; óeining hafi verið í ríkis- stjórninni, hún hafi færst of mikið í fang og ekki getða lokið verkefn- um. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafi misst þriðjung þing- flokksins á kjörtímabilinu. „Það er kannski stærsti einstaki þátturinn í úrslitum kosninganna, hrun stjórnarinnar og sérstaklega Samfylkingarinnar, sem er að bíða einn mest afgerandi ósigur sem maður man eftir í stjórnmálum.“ Gunnar Helgi segir þetta hafa verri áhrif á Samfylkinguna en Vinstri græn, ekki síst í því ljósi að hún var stofnuð sem hliðstæða Sjálfstæðisflokksins á vinstri kantinum. „Annars vegar tapar ríkis- stjórnin til stjórnarandstöðu- flokkanna, Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks, en alveg jafnstórum fylgisbita tapar hún yfir litlu flokkanna. Og út á hvað gengu þeir? Þeir gengu út á breytt við- horf í stjórnmálum, að bæta hag heimilanna, nýja stjórnarskrá og alla þessa hluti sem ríkisstjórnin hafði í raun og veru lofað, en ekki gengið að standa við, vegna þess að hún var bara að reyna að fást við of marga hluti í einu,“ segir Gunnar Helgi. Samfylking án fortíðar Björt framtíð fékk 8,2 prósenta fylgi og sex þingmenn. Gunnar Helgi segir flokkinn mjög nálægt Samfylkingunni í afstöðu til margra mála. „Hún var svolítið Samfylking- in án fortíðar og það gerði það að verkum að það var freistandi fyrir margt Samfylkingarfólk að kjósa hana.“ Píratar náðu inn á þing á loka- metrunum og því verða tveir nýir flokkar á Alþingi. „Píratarnir eru náttúrulega mjög frumlegt fyrir- bæri og það verður mjög for- vitnilegt og fróðlegt að fylgjast með þeim. Ég get hins vegar ekki sagt að ég hafi neina skýra mynd af því hvað það muni þýða fyrir íslensk stjórnmál,“ segir Gunnar Helgi. Sögulegt tap hjá stjórnarflokkunum Samfylkingin setti Íslansdmet í fylgistapi og stjórnarflokkarnir guldu báðir afhroð í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstverstu útkomu í sögu sinni. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna. Icesave-úrskurðurinn sneri fylgi flokkanna. UMBOÐIÐ SKIPTI UM HENDUR Stjórnarandstaðan fékk skýrt umboð frá þjóðinni í kosningunum á laugardag. Flokkarnir í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur töpuðu stórt. Bjarni Benediktsson fagnar með félögum sínum um kosninganóttina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GUNNAR HELGI KRISTINSSON Gunnar Helgi telur að þrátt fyrir stórtap séu formenn stjórnarflokkanna nokkuð öruggir í sessi, enn um sinn. Katrín Jakobsdóttir sé í betri stöðu, margir úr óánægjuliði flokksins hafi þegar yfirgefið hann og innanflokksvandinn þar sé ekki eins mikill og hjá Samfylkingunni. Þar á bæ sé erfitt að kenna Árna Páli um fylgis- tapið og hann sé nýbúinn að fá skýrt umboð í for- mannskosningu. Þá séu engir augljósir kandídatar í flokknum sem hægt sé að segja að staðið hefðu sig betur en hann, eða geti gert tilkall til formennsku. „Fylgið var komið niður á þann stað sem það er núna, þegar Árni Páll var kjörinn formaður. Ef við ætlum að einstaklingsgera þetta eitthvað, þá er það er í raun Jóhanna sem kemur flokknum á þennan stað.“ FYLGISTAPIÐ VARÐ HJÁ JÓHÖNNU JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR 19 63 19 67 19 71 19 74 19 78 19 79 19 83 19 87 19 91 19 95 19 99 20 03 20 07 20 09 20 13 40% 30% 20% 10% 0% 10,9% 12,9% 26,7% 24,4% FYLGI FJÓRFLOKKSINS Í ALÞINGISKOSNINGUM HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.