Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2013, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 29.04.2013, Qupperneq 14
29. apríl 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ég get bara ekki orða bundist yfir hugs- unarhætti sem komið hefur fram af og til undanfarið sem lýsir sér í setningum á borð við: „Við Íslendingar eigum nóg með okkur, hvernig getum við hjálpað öðrum?“ Ef við útfærum þennan hugsun- arhátt til hins ýtrasta má leiða líkur að því að enginn geti hjálpað neinum nema sjálfum sér. Eigingirnin og sjálfhverfan verður algjör. Fengu Íslendingar lán og stuðning í kreppunni af því að þær þjóðir sem stóðu að því höfðu bara ekkert annað að gera við peningana? Gátu ekki bætt úr neinu í sínu heimalandi og settu því fjármagn í björgunarsjóði fyrir aðrar þjóðir? Nei, auðvitað ekki. Ég vona að þeir sem tala svona og halda að þeir fái fylgi út á það séu eins og malavíska spak mælið sem segir: „Sá sem heldur að hann sé að leiða fólk en enginn fylgir honum er aðeins í göngutúr.“ Auðvitað gefum við og styðjum vegna þess að okkur langar til þess, lítum á það sem siðferðislega skyldu, af því að við tökum ábyrgð. Af því að við forgangs- röðum öðrum til heilla. Erum hluti af þeirri fjölskyldu sem býr hér á jörð og viljum standa saman. Saman um sam- félagið hér á þessu góða landi okkar og úti í heimi þar sem staðan er víða enn verri en hér. Þetta er ekki spurning um að byggja upp annaðhvort á Íslandi eða erlendis. Hjálparstarf kirkjunnar er um þessar mundir að safna fyrir öflugri aðstoð um allt Ísland en um síðustu jól var safnað fyrir vatnsverkefni í Afríku, sem sagt ekki annaðhvort eða heldur bæði og. Að elska aðra og gefa er mikilvæg- ara en að skara eld að eigin köku. Það er ekki þar með sagt að ekki komi tímar þar sem ég get ekki gefið sjálfur, en þá er gott að vita að ég gef samt sem þjóð- félagsþegn í samfélagi sem telur það skyldu sína í gegnum skatta og gjöld að veita aðstoð í alþjóðlegri þróunarsam- vinnu og í nærsamfélagi. Að hjálpa er að forgangsraða ➜Fengu Íslendingar lán og stuðn- ing í kreppunni af því að þær þjóðir sem stóðu að því höfðu bara ekk- ert annað að gera við peningana? Gátu ekki bætt úr neinu í sínu heimalandi og settu því fjármagn í björgunarsjóði fyrir aðrar þjóðir? Nei, auðvitað ekki. „Þessi einstaka ástríðumikla og rómantíska spennusaga rígheldur.“ „Enn ein sönnun þess að Roberts skarar fram úr, hún er meistarinn.“ Ný kilja HJÁLPARSTARF Bjarni Gíslason upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar S jaldgæft er að kosningaúrslit séu jafnafgerandi og þau sem nú liggja fyrir eftir þingkosningarnar í fyrradag. Stjórnarflokkarnir biðu algjört afhroð og njóta nú stuðnings innan við fjórðungs kjósenda. Þau „hug- myndafræðilegu vatnaskil“ sem þáverandi formaður Vinstri grænna boðaði fyrir kosningarnar 2009 voru ekki varanleg. Tilraun til að reka harða og hreinræktaða vinstri- pólitík á Íslandi féll ekki í kramið hjá kjósendum. Stjórnarandstaðan stórjók hins vegar fylgi sitt. Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa í sameiningu meirihluta atkvæða og góðan þingmeirihluta. Auk þeirra náðu tveir flokkar sem ekki voru í framboði fyrir fjórum árum góðum árangri. Fáir nýir flokkar hafa fengið betri kosningu en Björt framtíð og Píratar náðu sömuleiðis mönnum á þing. Við þessar aðstæður liggur algjörlega beint við að stjórnarandstaðan myndi ríkis- stjórn. Nærtækasti kosturinn, út frá fylgi flokkanna, er tveggja flokka stjórn Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, sem flestir gera ráð fyrir að reynt verði að mynda. Að minnsta kosti tvennt getur þó komið í veg fyrir að slík stjórn verði mynduð, eða alltént flækt málið verulega. Þar kemur í fyrsta lagi til jöfn staða flokkanna; báðir eru með nítján þingmenn og ekki er augljóst hvor þeirra ætti fremur að veita samsteypustjórn forystu. Sjálfstæðisflokkur- inn bætti vissulega við sig og er á ný orðinn stærsti flokkur landsins, en það breytir ekki því að hann fékk sína næstverstu útkomu í þingkosningum frá upphafi. Framsókn vann hins vegar mikinn sigur og hefur ekki fengið meira fylgi síðan 1979. Í öðru lagi er enginn flokkur öfundsverður af að þurfa að semja við Framsóknarflokkinn um kosningamálið sem hann ætlar alls ekki að hvika frá; að ávinningur af samningum við erlenda kröfuhafa verði notaður til að niðurgreiða húsnæðis- skuldir heimila. Slíkum samningum er fyrir það fyrsta alls ekki lokið og ákvæði í stjórnarsáttmála um hvernig eigi að hagnýta niðurstöðuna styrkir ekki samningsstöðu Íslands. Það blasir sömuleiðis við að í raun hefur enginn flokkur á þingi trú á þessari leið nema Framsóknarflokkurinn. Bæði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og (undir rós) Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands kölluðu eftir því í gær að mynduð yrði stjórn með breiðari skírskotun en sú sem nú virðist í kortunum. Vafasamt verður að teljast að frekar sé kostur á myndun slíkrar stjórnar. Nái Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur saman er vandséð af hverju þeir ættu að vilja bæta fleiri flokkum við og kjósendur hafa líka hafnað núverandi stjórnarflokkum með svo afgerandi hætti að vandséð er hvaða erindi þeir eiga að stjórnarborðinu á ný. Nái framsóknar- og sjálfstæðismenn hins vegar saman mættu þeir gjarnan hafa í huga að eitt af því sem varð núver- andi ríkisstjórn að falli var einmitt af hvílíku offorsi hún beitti meirihlutavaldinu og hversu skeytingarlaus hún var um að skapa breiða samstöðu um stór mál. Slík vinnubrögð reyndust líka illa í síðasta samstarfi þessara flokka. Eftirspurn eftir sátt og samstöðustjórnmálum er ef eitthvað er meiri núna. Boltinn er hjá stjórnarandstöðuflokkunum: Afgerandi úrslit Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Forsetinn á sviðið Eins og venja er fór Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra til Bessastaða í gær og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Að því loknu hélt Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, blaðamannafund. Þar tilkynnti hann að í dag ætlaði hann að kalla á sinn fund formenn allra flokka sem náðu á þing og „kynnast viðhorfum“ þeirra. Í kjölfarið mun hann síðan ákveða hver fær umboð til stjórnarmyndunar. Þetta er mikið ferli fyrir nokkuð sem á að vera tiltölu- lega einfalt að gera. Viðhorf formanna flokkanna liggja nokkuð ljós fyrir, nýkomnir úr kosn- ingabaráttu. Stjórnarandstaðan fékk skýrt umboð frá þjóðinni til að taka við völdum. Það á því ekki að þurfa mikil fundahöld til að veita stjórnar- myndunarumboð, þó vissulega sé fínt að funda með formönnum. Það læðist samt að manni sá grunur að forsetanum leiðist ekki að eiga sviðið. Stuðningur í samfé- laginu Ólafur Ragnar sagði einnig að næsta ríkis- stjórn yrði að njóta víð- tæks stuðnings í samfélaginu öllu, ekki bara á Alþingi. Hann fór reyndar ekki yfir það hvernig hann ætlaði að kanna það. Einhver hefði sagt að það hefði verið gert á laugardaginn, þegar þjóðin gekk til kosninga, en kannski Ólafur þekki betri leið til þess? Arfleifð Jóhönnu og Dags Samfylkingin er í sárum og skyldi engan undra. Sögulegur ósigur er staðreynd og flokkurinn, sem stofnaður var til þess að vera stór, er kominn niður í Alþýðuflokksfylgi. Vissulega ber Árni Páll Árnason ábyrgð sem formaður, en það má ekki gleyma því að fylgið var komið langt niður áður en hann var kjörinn. Þar hlýtur fyrrverandi forysta að bera mikla ábyrgð; Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.