Fréttablaðið - 29.04.2013, Side 15

Fréttablaðið - 29.04.2013, Side 15
Umhverfisátak Til að þvo bílinn á sem bestan máta fyrir um- hverfið er gott að þvo hann á bílaþvottaplani bensínstöðva eða í bílaþvottastöðvum sem eru sérstaklega hannaðar til að taka við menguðu þvottavatni. Potturinn er samsettur úr þremur hlutum, potti, sigti og loki, en allir hlutarnir hafa líka sitt sjálf- stæða líf,“ útskýrir Hjörtur Matthías Skúlason, nýútskrifaður vöruhönn- uður. Lokið á pottinum segir hann til dæmis hægt að nota sem disk og sem eldfast mót þegar því er snúið við, potturinn sé skál og sigtið segir Hjörtur henta vel sem ávaxtaskál því í gegnum götin leiki súrefni um ávext- ina. Potturinn Ker er útskriftarverk- efni Hjartar frá LHÍ og er til sýnis á Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, þar sem sýning 76 útskriftarnema skólans stendur nú yfir. Í rannsóknarvinnu sinni í lokaverkefninu skoðaði Hjörtur meðal annars aldagamlar aðferðir við að verka mat og geyma og hvernig ílát úr leir hafa gegnt mikilvægu hlutverki í matseld gegnum aldirnar. Hann segir pottinn eiga fullt erindi inn í nútíma- eldhús. „Þó að hann sé byggður á og sniðinn utan um okkar gömlu aðferðir þá fellur hann vel að nútímanum, til dæmis hugmyndum um hægeldun, sem allir eru á kafi í núna, og hann er líka hægt að nota til að gufusjóða mat. Ég hef prófað að reykja í honum en þá eru til dæmis settar kryddjurtir í botninn, maturinn látinn liggja á sigtinu, lokið sett á og potturinn svo settur yfir gas- loga. Ég hef líka eldað grænmetisrétti í pottinum og gufusoðið í honum ýmis- legt. Hann virkar mjög vel,“ segir Hjört- ur og viðurkennir að vera matmaður. „Já, ég hef mjög gaman af að elda og finnst alveg ofboðslega gaman að borða góðan mat,“ segir hann hlæj- andi. „Ég held meira að segja að ég sé ekki slæmur kokkur, ég allavega uni mér vel í eldhúsinu.“ ■ heida@365.is UNIR SÉR Í ELDHÚSI ÚTSKRIFTARSÝNING LHÍ Hjörtur Matthías Skúlason kafaði ofan í íslenskar matarhefðir og hannaði fjölnota leirpott. Hann útskrifast úr vöruhönnun. REYKTUR LAX Pott- urinn hentar til dæmis vel til að reykja mat. Kryddjurtir eru þá jafn- vel settar í pottinn, lax lagður á sigtið og lokið sett á. Potturinn er svo settur yfir gasloga. MATMAÐUR Hjörtur Matthías Skúlason, nýútskrifaður vöru- hönnuður, unir sér vel í eldhúsinu. MYND/PJETUR SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.