Fréttablaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 16
FÓLK|HEIMILI „Allt í kringum okkur sjáum við form af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Sum form eru mótuð af mannshendinni en önnur eru náttúruleg. Með ímyndunaraflinu getum við hins vegar séð eitthvað annað út úr hlutunum og þannig virkjað aðra skynjun innra með okkur.“ Þannig lýsir Anna Þórunn Hauks- dóttir nýjustu vöru sinni, bakk- anum Sunrise, sem hún frum- sýndi á liðnum HönnunarMars. Bakkinn er í þremur útgáfum, bleikur, svartur og gráblár og er fletinum skipt upp í þrjú hólf með eikarlímtré. Formin minna á sólina koma upp milli fjalla eða húsa en sjálf hafði Anna sólar- upprás við bóndabæ og fjall í huga þegar hún mótaði formin. Anna Þórunn hefur getið sér gott orð fyrir hönnun sína á vörum fyrir heimilið en fyrir ári frumsýndi hún á HönnunarMars handrennda kertastjaka úr ís- lensku birki, sem hún nefnir Family. Þá sýndi hún einnig postulínsskálina Feed me en hugmyndin að henni spratt út frá svöngum fuglsungum í hreiðri sem biðu eftir æti með opna gogga. Nánar má forvitnast um hönn- un Önnu Þórunnar á vefsíðunni www.annathorunn.is. SÓLARUPPRÁS Á BAKKA Nýjasta vara Önnu Þórunnar Hauksdóttur vöruhönnuðar er morgunverðar- bakkinn Sunrise. Bakkann frumsýndi hún á HönnunarMars. Garðurinn Skrúður að Núpi í Dýrafirði hlaut nýlega alþjóðleg verðlaun sem nefnast „Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino“ eða „Alþjóðaverðlaun Carlo Scarpa fyrir garða“. Verðlaunin verða afhend við hátíðlega athöfn á árlegri hátíð 11. maí næstkomandi í Treviso á Ítalíu. Verðlaunin eru nefnd eftir frægum ítölskum arkitekt, Carlo Scarpa, sem átti sitt helsta blómaskeið á áratug- unum eftir seinna stríð en lést langt fyrir aldur fram. Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt var einn þeirra sem áttu þátt í að aðstoða dómnefndina sem kom hér til lands í lok ágúst á síðasta ári. „Þessi verðlaun eru veitt árlega til að heiðra menningarlandslag þar sem saman fara mikilfengleg náttúra og mikil menningarverðmæti með mikið fræðslugildi. Verðlaunin hafa verið veitt síðan 1990 og undanfarin ár hafa ýmsir staðir í Evrópu, Afríku og Austurlönd- um nær hlotið verðlaunin.“ Það er ítalski tískurisinn Benetton sem stendur á bak við verðlaunin að sögn Einars en fyrirtækið rekur öfluga rannsóknar- og menningarstofnun. Hann segir sjóðinn hafa haft samband við sig á síðasta ári og tvo aðra íslenska landslagsarkitekta, þá Reyni Vilhjálms- son og Þráin Hauksson, og spurt út í garðsögu á Íslandi í tengslum við Al- þjóðaverðlaunin. „Þetta kom nú eins og hálfgert skýfall yfir okkur á miðju sumri. Við undirbjuggum komu þeirra og bentum þeim á fimm garða og í lok ágúst kom hópur- inn hingað til lands og eyddi tíu dögum við skoðun á gömlum görðum. Um var að ræða Alþingisgarðinn sem gerður var 1894, Skrúð sem gerður var 1909, Lystigarð Akur- eyrar sem gerður var 1912, Hallar- garðinn við Tjörnina og Borgargarðinn í Laugardal.“ Þrír elstu garðarnir eru gerðir á 18 ára tímabili og segir Einar landsmenn hafa verið stórhuga og bjartsýna á þessum árum. Verðlaunin eru því mikil viðurkenning á verkum þessara eldhuga sem garðana gerðu. Það var séra Sigtryggur Guðlaugs- son prófastur sem átti heiðurinn af gerð Skrúðs en grunnur að honum var lagður rétt eftir aldamótin 1900. Í dag er Skrúður í umsjá Skrúðsfélagsins á vegum Ísafjarðabæjar. „Þessi verðlaun eru mikill heiður fyrir allt það hugsjóna- fólk sem hóf að móta umhverfi okkar eftir aldamótin 1900. Skrúður og aðrir garðar frá þessum tíma bera vott um stórhug aldamótakynslóðarinnar.“ SKRÚÐUR HLAUT AL- ÞJÓÐLEG VERÐLAUN VERÐLAUNAGARÐUR Nýlega hlaut Skrúður að Núpi í Dýrafirði alþjóðleg verðlaun. Hann var gerður fyrir rúmlega 100 árum af miklu hugsjónafólki. SÖGUPERLA Dómnefndin frá Ítalíu ásamt íslenskum að- stoðarmönnum í Skrúði að Núpi í Dýrafirði. MYND/ÚR EINKASAFNI UPPDRÁTTUR Teikning af garðinum eftir séra Sigtrygg frá upphafi síðustu aldar. MYND/ÚR EINKASAFNI HJÁLPAÐI TIL Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt. MYND/ÚR EINKASAFNI Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 7.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Speglar frá 5.000 Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá 75.400 Hornsófar frá 139.900 Sófasett frá 99.900 AquaClean áklæði kynningarafsláttur AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Hornsófar - Tungusófar - Sófasett Sófasett - Hornsófar - Tungusófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is Nýtt Torino Mósel Milano Basel Paris HÖNNUN 3mm að framan og 9mm að aftan. Aðeins 1.3 kg. HRAÐI Kveikir á sér á 2 sekúndum. Intel i7 örgjörvi. 128GB Solid State. FEGURÐ Hringburstuð stálumgjörð. Framúrskarandi verðlaunahönnun. ZENBOOK™ Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður hannar muni fyrir heimilið. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.