Fréttablaðið - 29.04.2013, Síða 35
MÁNUDAGUR 29. apríl 2013 | SKOÐUN | 15
OG HOLL
TÓ
DÝRT
fyrir
fjölskyld
una
1349kr.kg
Verð áður 1798 kr. kg
Ýsa í raspi
25%
afslátt
ur
Samfylkingin sat í ríkis-
stjórn tvö kjörtímabil í röð og
kannski var þetta bara orðið
ágætt. Vissulega var þetta verri
útreið en flokkurinn átti skilið
– það var nánast eins og það
væri orðið nýjasta tískuæðið í
landinu að kjósa ekki Samfylk-
inguna.
Stundum var eins og Samfylk-
ingin stæði ekki einu sinni sjálf
með sér. Flokknum var leyft að
klofna og virtist forystan láta
sér það vel líka, enda með allan
hugann við halla ríkissjóðs.
Undir lokin var Samfylking-
in orðin eins og svarti riddar-
inn í Monty Python-myndinni.
Fyrst fór vinstri armurinn yfir
í VG, svo hægri armurinn í
BF, loks fór umbótaarmurinn í
Lýðræðis vaktina – maður beið
bara eftir því Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna væru
endurvakin. Allir á útleið og á
meðan var naumast litið upp
vegna þess að forystan var að
kljást við halla ríkissjóðs, stóð
með fingurinn í gatinu, líka
löngu eftir að orðið var þurrt
hinum megin.
Frumskylda formanns Sjálf-
stæðisflokksins er talin vera
sú að halda þeim sundurleita
söfnuði saman. Sú hugsun blasir
ekki beinlínis við hjá Samfó.
Fleira? Að færast of mikið
í fang með þeim áformum að
breyta öllu sem aflaga hefði
farið á Íslandi síðastliðin hundr-
að ár – á fjórum árum. Í kjöl-
farið skortur á einbeitingu og
hreinlega þreyta, svo að bolt-
arnir á lofti hrundu niður einn
af öðrum og flokkurinn staddur
í ósigrinum miðjum löngu fyrir
kosningar þrátt fyrir heims-
frægan árangur í baráttunni við
halla ríkissjóðs.
Svona má nú jagast. En
gleymum því samt ekki að
margt fólk var þakklátt
Jóhönnu, eins og henni var
eftir minnilega sýnt daginn
fyrir kjördag og megi sú bjarta
mynd lifa lengi í hugskoti henn-
ar og Jónínu.
Virkjun Framsóknar
Fleira? Þetta óljósa sem öllu
breytir: Andrúmsloftið. Þetta
snerist víst um „heimilin“. Ha
heimilin? sögðu vinstri menn
og fóru strax að tuða um van-
skilavillur í Arnarnesi eins og
þeim væri á undarlegan hátt
alveg sama um vanda fólks.
Þetta snerist nefnilega um fólk í
vanda; venjulegt fólk sem horfði
á húsnæðislánin sín breytast í
stökkbreyttan hrylling á meðan
bankar tilkynntu hlaunagleiðir
um methagnað og skilanefnd-
arnar voru eins og furstadæmi
fólks á geimfræðilegu kaupi
sem afskrifaði skuldir af því
meira veglyndi sem skuldar-
inn átti það síður skilið. Dag-
legar fréttir af afskriftum auð-
manna dundu á fólki innan um
sögur af ógæfu og eignamissi,
ríkisstjórnin harmaði það og
lagði niður enn eitt stöðugildið á
Landspítalanum.
Hvað gerir fólk þá annað en
að gnísta tönnum? Það reynir
að hætta því. Það reynir að sjá
ljósið, reynir að leggja rækt við
fornar dyggðir, ganga á fjöll,
prjóna, safna skeggi, sníða sér
stakk eftir vexti – finna sig. Það
reynir að vera jákvætt. Reiðin
kraumaði undir en beindist gegn
stjórnarflokkunum sem voru
taldir hafa svikið fyrirheit sín
um jöfnuð og leiðréttingu á frám-
unalegum lánahækkunum – en
sýndu eigendum Icesave-reikn-
inganna ólíkt meiri skilning. En
reiðin sem tjáningarmáti var að
hverfa. Smám saman fækkaði í
röðum þeirra sem töldu sig eiga
réttinn til reiðinnar á Austur-
velli uns þar voru bara eftir tveir
einkennilegir menn að lemja
hvor í annars tunnu.
Fólk vildi baráttuanda en
ekki reiði, uppbyggingu en ekki
niður rif, von en ekki hatur.
Þessa sérstöku orku þjóðar sem
orðið hafði fyrir miklu áfalli
tókst Framsóknarmönnum
öðrum betur að virkja.
Hin mikla íslenska sekt
Icesave breytti öllu. Niður-
staðan í Icesave-dómsmálinu
setti meira að segja í uppnám
alla orðræðu eftirhrunsár-
anna vegna þess hversu vinstri
menn hengdu sig í aðra niður-
stöðu en fékkst að lokum. Allt
í einu fannst fólki að hin mikla
íslenska sekt væri gufuð upp, til
væri eitthvað sem héti „málstað-
ur Íslands“ og að ríkisstjórnin
hefði ekki staðið með þeim mál-
stað og stoðaði þá lítt að reyna
að útskýra að ekki hefði feng-
ist nein lánafyrirgreiðsla nema
gegn fyrirheitum um samninga
um Icesave og án lánafyrir-
greiðslu hefði ekki verið hægt að
greiða laun hér á landi; samfé-
lagið hefði í raun og veru hrunið.
Fleira? Í kjölfar dómsins um
Icesave var allt í einu eins og
ekki væri til sú fráleita firra
sem Framsóknarmenn gátu ekki
látið hljóma eins og raunhæfan
kost: „Já já, þið sögðuð þetta nú
líka um Icesave …“ sögðu þeir
góðlátlega við öllum mótbárum
og blikkuðu kjósendur en vinstri
menn rifu hár sitt milli þess
sem þeir spurðu eins og ráð-
þrota kennari: Var ég ekki búinn
að margreyna að útskýra þetta
fyrir ykkur?
Við gegn þeim: allt í einu voru
það Framsókn og kjósendur
gegn sjálfskipuðu menningar-
vitunum.
Framsókn seldi okkur draum-
inn á ný. Það er draumurinn um
Ísland. Það er draumurinn um
hinar hagstæðu raðgreiðslur
milli ólíkra tilverustiga. Það er
draumurinn um líf í húsi á mörg-
um hæðum, garði með blómum,
hundi og bílastóði úti á hlaði,
ótal gjaldmiðla eftir hentugleik-
um og hlutabréf í sólarlaginu.
Samfylkingarblús
Í DAG
Guðmundur Andri
Thorsson
rithöfundur
Frumskylda for-
manns Sjálfstæðis-
flokksins er talin vera sú
að halda þeim sundurleita
söfnuði saman. Sú hugsun
blasir ekki beinlínis við hjá
Samfó.