Fréttablaðið - 29.04.2013, Page 36
29. apríl 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
„Ég var með „brunch“ í gær fyrir nán-
ustu vini og fjölskyldu. Það mættu
um fimmtíu manns og ég lét Nauthól
græja þetta fyrir mig, þetta var of
mikið fyrir litlu íbúðina mína,“ segir
Rúnar Freyr Gíslason, leikari og mark-
aðsstjóri hjá SÁÁ. Hann fagnar fjöru-
tíu árum í dag og viðurkennir að hann
eigi erfitt með að trúa því að hann sé
orðinn svo gamall.
Aðspurður segist Rúnar Freyr ekki
vera mikið afmælisbarn og lengi vel
gekk honum illa að halda upp á afmæl-
isdaginn. „Í gamla daga voru allir allt-
af í prófum á þessum tíma og ég gat
aldrei gert neitt til að halda upp á dag-
inn. En svo eftir að maður hætti í skóla
varð auðveldara að fagna afmælisdeg-
inum. Ég hélt upp á þrítugsafmælið
mitt, þá bauð ég góðum hópi í veislu
og það var rosalega gaman. En í gegn-
um tíðina hafa afmælisdagarnir verið
litaðir af annríki.“
Rúnar Freyr viðurkennir að honum
þyki skrítið að hugsa til þess að hann
sé orðinn fertugur. „Ég trúi þessu eig-
inlega ekki, mér finnst alltaf eins og ég
sé ekki deginum eldri en tvítugur enda
held ég að ég hafi hætt að þroskast
þá,“ segir hann og hlær. „Mér fannst
æðislegt að verða þrítugur því þá var
maður hættur að vera barn og kominn
í fullorðinna manna tölu og fólk kom
þannig fram við mann. Núna hugsa ég
bara: Vá, þetta er svakalegt.“
Rúnar Freyr fer með hlutverk í leik-
verkinu Englum alheimsins sem sýnt
er í Þjóðleikhúsinu um þessar mund-
ir. Verkið hefur fengið frábæra dóma
og segist Rúnar ekki sjá eftir því að
hafa tekið að sér hlutverkið. „Ég leik
besta vin Páls, sem er vel við hæfi því
Atli Rafn [Sigurðsson] sem leikur Pál
er einn af mínum bestu vinum. Ég var
beðinn um að hoppa inn í hlutverkið
með stuttum fyrirvara og sé alls ekki
eftir því að hafa slegið til, það er sjald-
an sem manni gefst færi á að taka þátt
í sýningu sem hreyfir svo við fólki.
Þegar maður sér fólk gráta, hlæja og
finna til samkenndar, allt á tveim-
ur klukkustundum, þá man maður af
hverju maður vildi gerast leikari, þetta
er alveg töfrum líkast,“ segir afmælis-
barnið að lokum. sara@frettabladid.is
Bauð vinum í dögurð
Rúnar Freyr Gíslason leikari fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hann segir að í gegnum
tíðina hafi afmælisdagar hans verið litaðir af miklu annríki.
BAUÐ Í „BRUNCH“ Rúnar Freyr Gíslason fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hann segist vart trúa því að hann sé orðinn þetta gamall.
Óeirðir brutust út í Los Angeles í kjölfar
þess að fjórir lögregluþjónar voru sýknaðir
eftir að hafa gengið í skrokk á Rodney King,
þeldökkum verkamanni. Forsaga málsins
var sú að 2. mars árið 1991 óku King, Bryant
Allen og Freddie Helms heim eftir að hafa
neytt áfengis. King var undir stýri og ók of
greitt. Þegar lögreglumenn gáfu King merki
um að stöðva bifreið sína jók hann hraðann
og upphófst mikill eltingaleikur á götum
Los Angeles. Þegar King loks stöðvaði bílinn
gengu lögreglumennirnir Stacey Koon,
Laurence Powell, Timothy Wind, Theodore
Briseno og Rolando Solano í skrokk á
honum á meðan aðrir laganna verðir stóðu
aðgerðarlausir hjá.
Atvikið náðist á myndband, sem var sýnt
um allan heim og vakti gífurleg viðbrögð.
Þegar sýknudómur féll í máli lögreglu-
mannanna hópuðust þúsundir af reiðum
þeldökkum Bandaríkjamönnum saman og
óeirðir brutust út. Alls létust 53 í óeirðun-
um, 2.000 manns slösuðust og yfir 10.000
manns voru handteknir, en óeirðirnar stóðu
yfir í sex daga.
Heimild: wikipedia.org
ÞETTA GERÐIST: 29. APRÍL 1987
Sýknudómur í máli Rodneys King
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Ástkær móðir okkar,
MARGRÉT HANSEN
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
21. apríl. Jarðarförin fer fram frá
Landakotskirkju þriðjudaginn 30. apríl
klukkan 15.00.
Stefán Bersi Marteinsson og Erla María Marteinsdóttir
Mér finnst alltaf eins og
ég sé ekki deginum eldri en
tvítugur
Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar sem Landbúnaðarhá-
skóli Íslands veitir árlega voru afhent á sumardaginn
fyrsta. Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir í Sólbyrgi í
Reykholtsdal hlutu þau að þessu sinni og það var Katrín
Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem
afhenti þau í Garðyrkjuskólanum að Reykjum.
Einar og Kristjana keyptu garðyrkjustöðina Sólbyrgi
árið 2008 er þau tóku fluttu frá Vestmannaeyjum í Borgar-
fjörð með þrjú börn. Þau höfðu varla stigið inn í gróðurhús
áður en þau komu þangað en nú rækta þau agúrkur, tómata,
gulrætur og jarðarber. Heimild/Skessuhorn
Ræktendur
verðlaunaðir
Hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdót-
tir í Sólbyrgi í Reykholtsdal hlutu hvatnin-
garverðlaun garðyrkjunnar 2013.
ATHAFNAFÓLK Einar og Kristjana eru hvött til að halda áfram á
sömu braut. MYND/ÁSKELL ÞÓRISSON
Sameiningartákn eða sundrungarafl nefnist erindi Stein-
unnar Guðmundardóttur, þjóðfræðings og safnkennara við
Þjóðminjasafn Íslands, um Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva klukkan 12 á morgun, þriðjudaginn 30. apríl.
Steinunn fjallar um upphaf keppninnar, vinsældir hennar
og orðspor.
Samsæriskenningar sem hafa loðað við keppnina verða
ræddar og þeirri spurningu velt upp hvort hún stuðli frekar
að sameiningu eða sundrungu Evrópuþjóða. Fyrirlesturinn
er öllum opinn og ókeypis.
Eurovision-erindi
Erindi um Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva verður fl utt kl. 12 á morgun, í
fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
FULLTRÚAR
ÍSLANDS
2012 Gréta
Salóme
og Jón
Jósep voru
glæsileg í
Eurovision í
fyrra.
Gloria, eitt vinsælasta kórverk Vivaldis verður flutt á vortón-
leikum Kammerkórs Mosfellsbæjar í Háteigskirkju miðvikudag-
inn 1. maí klukkan 16. Einnig eru verk eftir mörg önnur tónskáld á
efnisskránni. Einsöngvarar verða Auður Guðjohnsen, Ásdís Arn-
alds, Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir og Viktor A. Guðlaugsson.
Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við félaga úr Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna og leika þeir með í Gloriunni og nokkrum
völdum verkum. Kórstjóri er Símon H. Ívarsson en aðrir hljóð-
færaleikarar eru Reynir Bergmann Pálsson á hljómborð, Ívar
Símonarson á gítar, Hrafnkell Sighvatsson og Ívar Símonarson á
slagverk.
Miðar eru seldir við innganginn og einnig er hægt að kaupa þá í
forsölu hjá kórmeðlimum. Miðaverð er. 2.000 krónur
Nánari upplýsingar eru að finna á http://www.simnet.is/kammer-
kormos
Flytja eitt vinsælasta kórverk Vivaldis
Vortónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar verða haldnir í Háteigskirkju 1. maí.
KAMMERKÓR MOSFELLSBÆJAR Syngur á degi verkalýðsins
í Háteigskirkju.
RODNEY
KING