Fréttablaðið - 29.04.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 29.04.2013, Síða 38
29. apríl 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 18 BAKÞANKAR Sögu Garðarsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR HÖNNUN 3mm að framan og 9mm að aftan. Aðeins 1.3 kg. HRAÐI Kveikir á sér á 2 sekúndum. Intel i7 örgjörvi. 128GB Solid State. FEGURÐ Hringburstuð stálumgjörð. Framúrskarandi verðlaunahönnun. ZENBOOK™ LÁRÉTT 2. snap, 6. umhverfis, 8. orlof, 9. gras, 11. frá, 12. langt op, 14. kk nafn, 16. vörumerki, 17. fæða, 18. hylli, 20. gangflötur, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. ló, 3. hvort, 4. hindrun, 5. tilvist, 7. sætuefni, 10. námsgrein, 13. kvk nafn, 15. svall, 16. aum, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. betl, 6. um, 8. frí, 9. sef, 11. af, 12. klauf, 14. agnar, 16. ss, 17. ala, 18. ást, 20. il, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. kusk, 3. ef, 4. trafali, 5. líf, 7. melassi, 10. fag, 13. una, 15. rall, 16. sár, 19. tt. Jæja, Jói! Hvað viltu gera í dag? Dansa við Kylie Minoque og borða djúpsteiktan kjúkling! Hárlengingar elskan!Eru mögu- leikar? Je minn eini! Pff! Unglingspiltar eru bara með einn hlut á heilanum! Karate- skóli Ása Inn Út Gjörið þið svo vel! Umhverfis- vænt nesti! Allt er umhverfisvænt, endurvinnanlegt eða ætt! Húrra fyrir því. Mér finnst fullorðnir vera sætir þegar þeir reyna að legg ja sig fram. Jebb! Látum það flakka! Snapp, snapp! Já, það er svo sem möguleiki.... Jæja, myndum við ekki öll vilja það! Kamilla nefndi eitt- hvað um taglið, eigum við að láta það fjúka? Þegar þessi pistill er skrifaður eiga kosn-ingar til Alþingis 2013 eftir að fara fram. Þegar þú hins vegar lest þessi orð eru þær afstaðnar og ný ríkistjórn yfir- vofandi. Mig grunar sterklega, byggt bæði á skoðanakönnunum og reynslu minni af kosningum, að það sé ekki sú ríkistjórn sem ég kaus mér eða óska helst.Sem mér finnst vægast sagt hvimleitt. ÞETTA er ekki í fyrsta skipti sem ég upp- lifi að vera á öndverðum meiði við þorra þjóðarinnar. Ég valdi ekki forsetann okkar, ég botna ekkert í áhangendum Framsókn- ar- eða Sjálfstæðisflokksins og mér finnst lagið „Ég á líf“ í skásta falli kvalafullt. EF ég hins vegar ber skoðanir mínar saman við yfirlýsingar vina minna á internetinu, umræður við fjölskylduborðið og í vinnunni sé ég að ég er hreint ekki ein, sem er ágætis hughreysting. Þannig er ég sam- dauna nærumhverfi mínu og það mér. En veruleiki minn og minna er ekki allra og skoðanir minna nánustu endurspegla á engan hátt skoðanir eða vilja meirihluta þjóðarinnar. Mitt Ísland vill hverfa frá þeirri hugmynda- fræði sem gilti fyrir hrun í orði og á borði, þráir jöfnuð og réttlátt sam félag, setur nátt- úruna alltaf ofar tímabundnum efnahags legum ávinningum og finnst Sigmundur Davíð frekar mikill lúði. Hitt Ísland kýs annað. ÞESSI gjá veldur því stundum að mér finnst ég ekki eiga neitt sameiginlegt með stórum hluta samlanda minna því snerti- fletir okkar virðast ekki breiðari en svo að líklega förum við öll að minnsta kosti einu sinni í Kringluna fyrir jólin. Það er þó ekki þar með sagt að ég geti skráð mig úr sam- félaginu, dæmt það og fyrirlitið eða kallað eflaust ágætis menn lúða. Þannig batnar ekkert og okkur mun aldrei takast að senda gott lag í Eurovision. ÞESS í stað ætla ég að fagna því að búa í samfélagi þar sem öndverðar skoðanir fá að þrífast og vona að ákvarðanir á nýju Alþingi muni felast í að komast að bestu mögulegu niðurstöðu. Því samfélag er sam- tal en ekki keppni í að þröngva sínu fram og stundum verður maður að gefa eftir til að geta verið saman. Þannig breikkar mitt Ísland og hitt Ísland og okkar Ísland stækkar. ÉG hef samt enga trú á því að Framsókn geti efnt loforð sín stórslysalaust og ég mun aldrei sætta mig við stóriðjustefnu hennar. En ég er ekki búin að gefa samtalið upp á bátinn. Ég geri meira gagn með afstöðu en sem óvirkur fýlupoki. Einmitt þess vegna ætla ég að horfa á Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna, því þó fram- lag okkar í ár sé kraftglatað og þó ég viti að við munum tapa þá er Eurovision samt fabjúlöss. Mitt Ísland og hitt Ísland

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.