Fréttablaðið - 29.04.2013, Page 42
29. apríl 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 22
… og passar með öllu
www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Fylkismenn hafa gengið í gegnum miklar
breytingar á milli ára. Sex byrjunarliðsmenn
frá því í fyrra eru horfnir en í staðinn hafa
komnir sterkir leikmenn. Ásmundi Arnars-
syni tókst að skila Fylki um miðja deild
síðastliðið sumar en meiðsli plöguðu
lykilmenn hjá liðinu allt sumarið.
Með Tryggva Guðmunds og Viðar
Örn í framlínunni ættu Fylkismenn
að vera hættulegir fram á við en
ekki líklegir til frekari afreka en
miðjumoðs.
Töluverð bjartsýni er í Lautinni
fyrir sumarið en sjötta sæti væri
fín niðurstaða fyrir appelsínugula
Árbæinga.
Fylkir hafnar í 6. sætiSPÁ FRÉTTA-
BLAÐSINS
2013
➜ STJARNAN
Tryggvi
Guðmundsson
➜ ÞJÁLFARINN ➜ NÝJU ANDLITIN
➜ HVAÐ ER LANGT SÍÐAN…
… liðið vann titil – 11 ár … liðið var inn á topp þrjú – 4 ár … liðið spilaði í
B-deild – 14 ár … iðið skoraði flest mörk í deildinni – 13 ár … liðið spilaði í
Evrópukeppni – 3 ár … Fylkismaður fékk silfurskóinn – 11 ár
Ásmundur Arnarsson
er 41 árs gamall og
á sínu öðru tímabili
með liðið. Hann
hefur líka þjálfað
Fjölni í tvö tímabil í
efstu deild. Á að baki þrjú tímabil
sem þjálfari í efstu deild (66 leikir,
21 sigur, 39 prósent).
Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Viðar Örn Kjartansson (Selfoss)
Pablo Punyed (Fjölnir)
Heiðar Geir Júlíusson (Svíþjóð)
Kristján Hauksson (Fram)
Sverrir Garðarsson (Haukar)
Fylgstu með þessum:
Pablo Punyed – Getur spilað sem
bakvörður og á miðjunni.
➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ íSLANDSMEISTARI: ALDREI BIKARMEISTARI: 2 (SÍÐAST 2002)
Það gæti reynst Fylkis-
mönnum happafengur
að hafa í sínum röðum
jafnreynslumikinn og
drífandi leikmann og
Tryggva. Léttir líka
pressunni á Viðari Erni
í fremstu víglínu.
hefst eftir
6
daga
SPORT
ÚRSLIT
DOMINO‘S-DEILD KARLA
LOKAÚRSLIT, 5. LEIKUR
GRINDAVÍK - STJARNAN 79-74 (41-33)
Grindavík: Aaron Broussard 25/9 fráköst/5
stoðsendingar, Samuel Zeglinski 21/6 fráköst/5
stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson
12/11 fráköst/7 varin skot, Þorleifur Ólafsson 9/6
fráköst, Davíð Ingi Bustion 5, Jóhann Árni Ólafs-
son 4/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 3.
Stjarnan: Marvin Valdimarsson 17/9 fráköst,
Justin Shouse 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Brian
Mills 12/11 fráköst, Jovan Zdravevski 10/7 fráköst,
Jarrid Frye 9, Fannar Freyr Helgason 8/7 fráköst,
Sæmundur Valdimarsson 4.
Grindavík vann einvígið, 3-2.
N1-DEILD KVENNA
LOKAÚRSLIT, 2. LEIKUR
STJARNAN - FRAM 25-30 (12-15)
Mörk Stjörnunnar (skot): Rakel Dögg Bragadóttir
8/2 (12/3), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7 (9/1),
Esther Viktoría Ragnarsdóttir 5 (8), Jóna Margrét
Ragnarsdóttir 2 (8/1), Þórhildur Gunnarsdóttir 1
(1), Kristín Clausen 1 (2), Sandra Sif Sigurjóns-
dóttir 1 (3).
Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 7 (28/2, 25%),
Hildur Guðmundsdóttir 5 (14/3, 36%).
Hraðaupphlaup: 11 (Hanna G. 5, Esther 3, Rakel
Dögg 1, Kristín 1, Sandra Sif 1)
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 7 (11),
Elísabet Gunnarsdóttir 5/5 (5/5), Sunna Jóns-
dóttir 4 (7), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4 (10),
Marthe Sördal 3 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3
(5), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3 (5), Steinunn
Björnsdóttir 1 (1).
Varin skot: Guðrún Bjartmarz 14/2 (37/4, 38%).
Hraðaupphlaup: 8 (Sigurbjörg 2, Marthe 2, Guð-
rún Þóra 2, Stella 1, Steinunn 1)
Utan vallar: 6 mínútur.
Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1.
MEISTARAKEPPNI KARLA
FH - KR 3-1
1-0 Atli Guðnason (32.), 2-0 Ólafur Páll Snorrason
(41.), 3-0 Brynjar Ásgeir Guðmundsson (75.), 3-1
Emil Atlason (80.).
LENGJUBIKARINN
ÚRSLITALEIKUR KARLA
BREIÐABLIK - VALUR 3-2
ÚRSLITALEIKUR KVENNA
STJARNAN - VALUR 4-0
ÚRSLIT
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
MANCHESTER CITY - WEST HAM 2-1
1-0 Sergio Agüero (28.), 2-0 Yaya Toure (83.), 2-1
Andy Carroll (94.).
WIGAN - TOTTENHAM 2-2
0-1 Gareth Bale (9.), 1-1 Emmerson Boyce (11.),
2-1 C. McManaman (49.), 2-2 Boyce, sjálfsm. (89.).
EVERTON - FULHAM 1-0
1-0 Steven Pienaar (16.)
SOUTHAMPTON - WEST BROM 0-3
0-1 Marc-Antoione Fortune (6.), 0-2 Romelu
Lukaku (67.), 0-3 Shane Long (77.).
STOKE - NORWICH 1-0
1-0 Charlie Adam (46.)
NEWCASTLE - LIVERPOOL 0-6
0-1 Daniel Agger (3.), 0-2 Jordan Henderson (17.),
0-3 Daniel Sturridge (54.), 0-4 Sturridge (60.), 0-5
Fabio Borini (74.), 0-6 Henderson (76.).
CHELSEA - SWANSEA 2-0
1-0 Oscar (43.), 2-0 Frank Lampard, víti (45.).
ARSENAL - MANCHESTER UNITED 1-1
1-0 Theo Walcott (2.), 1-1 Robin van Persie, víti (44.).
READING - QPR 0-0
STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA
Man. United 34 27 3 4 78-35 84
Man. City 34 21 8 5 61-31 71
Arsenal 34 18 9 7 65-35 63
Chelsea 33 18 8 7 66-35 62
Tottenham 34 18 8 8 60-43 62
Everton 35 15 14 6 52-38 59
Liverpool 35 14 12 9 67-42 54
Norwich 35 8 14 13 33-54 38
Sunderland 34 9 10 15 38-45 37
Newcastle 35 10 7 18 43-66 37
Aston Villa 34 8 10 16 36-63 34
Wigan 34 8 8 18 39-62 32
QPR 34 4 12 18 29-56 24
Reading 34 5 9 20 37-65 24
MEISTARADEILD EVRÓPU
FJÓRÐUNGSÚRSLIT, 2. LEIKUR
BARCELONA - ATLETICO MADRID 32-24
Barcelona vann samanlagt, 52-49.
VESZPREM - KIEL 29-28
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel og
Guðjón Valur Sigurðsson tvö.
Kiel vann samanlagt, 61-59.
KIELCE - METALURG 26-15
Þórir Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Kielce.
Kielce vann samanlagt, 53-40.
HAMBURG - FLENSBURG 25-23
Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir Flensburg en
Ólafur Gústafsson spilaði ekki.
Hamburg vann samanlagt, 55-51.
KÖRFUBOLTI Grindavík varð í gær
Íslandsmeistari í körfubolta eftir
magnaðan sigur, 79-74, á Stjörn-
unni í hreinum úrslitaleik um
titilinn. Grindvíkingar voru sterk-
ari lungann af leiknum en Stjörnu-
menn komu sterkir til baka í loka-
leikhlutanum. Það reyndist ekki
vera nóg og heimamenn fögnuðu
sem óðir. Þetta var í fyrsta skipti
sem Grindavík tryggir sér Íslands-
meistaratitilinn í Röstinni. Liðið
náði því að verja titilinn frá því í
fyrra sem er mikið afrek.
Aaron Broussard var atkvæða-
mestur í liði Grindavíkur og skor-
aði 25 stig en hann var einnig
valinn mikilvægasti leikmaður
einvígisins.
Jarrid Frye, leikmaður Stjörn-
unnar, meiddist í fyrri hálfleik og
kom ekki meira við sögu. Engu að
síður náðu gestirnir að vinna sig
til baka í fjórða leikhluta og opna
leikinn upp á gátt.
„Þetta er bara ótrúlegt,“ sagði
Sigurður Gunnar Þorsteinsson,
leikmaður Grindavíkur, eftir
leikinn. „Við vorum komnir með
þennan leik en hleyptum þeim
allt of mikið inn í hann undir lok-
inn. Þetta varð bara allt of spenn-
andi. Þeir ná að jafna en við héld-
um þeim aðeins frá okkur og við
erum Íslandsmeistarar. Við feng-
um frábæran stuðning og ekki
hægt að tapa fyrir framan þessa
áhorfendur.“
„Þetta er búið að vera draumur
minn síðan ég var pínulítill,“
sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður
Grindavíkur, eftir sigurinn í gær.
„Ég er búinn að alast upp við
það að horfa á gömul myndbönd
af goðsögnum í Grindavík og hef
alltaf ætlað mér sjálfur að ná
þessum árangri, þetta er bara
ólýsanleg tilfinning. Ég náði ekki
að taka almennilega þátt í þessu
í fyrra eftir að ég meiddist. Sat
bara á bekknum í gifsi. Þetta er
svo gaman að það er ekki hægt að
lýsa þessu. Það var lítill munur á
þessum liðum í einvíginu og hefði
alveg getað dottið þeirra megin.
Við vorum bara sterkari andlega
undir lokin.“
Þorleifur Ólafsson lyfti bik-
arnum á loft og var kampakátur í
leikslok.
„Ég vissi strax í fyrra að það
yrði erfitt að vinna titilinn aftur
strax. Við þurftum líka að ganga
í gegnum ýmsa erfiðleika á tíma-
bilinu og því er sigurinn nú sætari
en í fyrra.“ - sáp
Sigurinn sætari í ár
Grindavík varð Íslandsmeistari í körfubolta eft ir magnaðan oddaleik í gær. Stjarn-
an missti lykilmann af velli í fyrri hálfl eik en náði að hleypa mikilli spennu í
lokamínúturnar. Grindavík varð meistari annað árið í röð og í þriðja skiptið alls.
ÓSVIKIN SIGURGLEÐI Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, lyfti bikarnum á loft í Röstinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL