Fréttablaðið - 29.04.2013, Page 46

Fréttablaðið - 29.04.2013, Page 46
29. apríl 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 26 INNKÖLLUN Á TRAMPÓLÍNI Kæru viðskiptavinir. Komið hefur í ljós galli á suðu í undirstöðum á trampólínum sem BYKO seldi árið 2011. Vörunúmer BYKO: 88040048 TRAMPÓLÍN 4,30 M MEÐ ÖRYGGISNETI. Hætta er á alvarlegum slysum þar sem suðusamsetningin, sem tengir járnhringinn sem dúkurinn er festur í við lappirnar, getur gefi sig. BYKO biður þá sem keyptu þetta trampólín um að skila því í næstu BYKO verslun og fá því skipt út eða endurgreitt Sæktu þér nýja appið og hlustaðu á FM957 hvar og hvenær sem er! Farðu á visir.is/utvapp eða skannaðu QR kóðann og sæktu Útvappið fyrir iOS eða Android. Fáðu FM95BLÖ í símann þinn! „Það er Losing You með Solange. Rosalega ljúft og þægilegt lag.“ Alexandra Ósk Bergmann, nemi í grafískri hönnun. MÁNUDAGSLAGIÐ „Það er auðvitað töluverður munur á því að spila á tónleikum þarna eða um miðjar nætur á skemmti- stöðum. Þetta eru svona tónleikar þar sem fólk kemur með opin eyru til þess að hlusta og njóta og er bara að einbeita sér að því,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius sem spilar á tónleikum í Edrú- höllinni, Efstaleiti 7, annað kvöld. SÁÁ stendur fyrir tónleikunum en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Kaffi, kökur og rokk & ról, sem er haldin þar síðasta þriðjudag hvers mánaðar. Á morgun verða stórskotabyssurnar heldur betur dregnar fram því Sigríður kemur þar fram ásamt Hjaltalín-félaga sínum Högna Egilssyni og á eftir þeim stígur Pétur Ben á svið. „Ég hef nú enga teng- ingu við SÁÁ sjálf en Hjaltalín spilaði á þessari tón- leikaröð fyrir ári síðan og það var mjög skemmti- legt,“ segir Sigríður. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er miða- verðið 500 krónur. - trs Fólk mætir til að hlusta og njóta Stórskotalið stígur á svið á Kaffi , kökur og rokk&ról í Edrúhöllinni á morgun SKEMMTILEGT Sigríður spilaði á tónleikum í Edrúhöllinni í fyrra og sagði það hafa verið mjög skemmtilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Styrktartónleikar verða haldnir í Gamla bíói klukkan 20 í kvöld fyrir Steingrím Guðjóns- son, fyrrverandi sviðsmann í Borgarleikhús- inu og Þjóðleikhúsinu. Fram koma KK, Egill Ólafsson, Snigla- bandið, Orri Harðarson, leikararnir Hall- grímur Ólafsson og Guðjón Davíð Karls- son, Jóhanna Vigdís, Jóhann Sigurðarson og fleiri. „Steingrímur greindist með krabbamein fyrir stuttu og við spurðum okkur hvað við gætum gert til að hjálpa honum,“ segir Hall- grímur. „Það sem kveikti hugmyndina var umfjöllun í Kastljósi. Þar var hann í viðtali að tala um þennan kostnað sem fólk í hans sporum þarf að ganga í gegnum. Þegar þú ert með lítil laun á milli hand- anna er þetta erfitt,“ segir hann. „Við ákváðum að blása til tónleika, enda fullt af fólki sem getur sprellað og gert eitthvað sem hefur unnið með honum í gegnum tíðina.“ Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnuna sína og að sjálfsögðu rennur allur ágóðinn til Steingríms. - fb Styðja við bakið á Steingrími Frægir leikarar og tónlistarmenn halda tónleika fyrir Steingrím Guðjónsson. „Ég er búinn að læra svo mikið af nýjum hlutum á stuttum tíma og hef verið ótrúlega heppinn,“ segir förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason. Ísak Freyr flutti til London í júlí síðastliðnum og býr nú og starfar þar. „Mér hafði gengið mjög vel heima en þegar ég flutti út opnað- ist algjörlega nýr heimur. Ég áttaði mig á því að það eru skrilljón lista- menn að reyna að gera það sama og ég svo það er ekkert annað í boði en að vera alltaf með sitt á hreinu,“ segir Ísak sem hefur verið að vinna mikið fyrir umboðsskrifstofuna In Parlour í London. Í gegnum þá skrifstofu hefur hann farðað mörg þekkt andlit og fólk, sem er mikils metið í samfélaginu. „Ég hef alltaf reynt að vera ég sjálfur og komast áfram með vinnu og á hæfileikun- um. Ég trúi ekki á það að fara auð- veldu leiðina heldur ganga hlutirnir betur ef maður er glaður og sam- kvæmur sjálfum sér,“ segir hann. Auk þess að vinna fyrir In Parlour og gera sína eigin hluti þar úti hefur Ísak tekið að sér kennslu í Noregi. „Sóley Ástudóttir kenndi mér þegar ég var 17 ára og hún hefur verið að kenna í förðunar- skóla í Noregi. Hún benti eigendun- um á mig svo ég fór að kenna þarna í viku í fyrra og svo aftur núna. Það er alveg rosa gaman og gefandi,“ segir hann. „Ég reyni að kenna nemendunum hvað förðun er miklu meira en bara bananaskyggingin til dæmis. Ég fer líka yfir tjáningu og kenni fólki að nýta tilfinningar sínar. Ég reyni að taka nemendurna á taugum og ýta þeim út á ystu nöf.“ Ísak Freyr er nýfarinn aftur til London eftir nokkurra daga heim- sókn hér heima. Fram undan er svo ekki minna spennandi verk- efni því nú í maí liggur leið Ísaks til Cannes í tíu daga til að vinna á kvikmyndahátíðinni þar. Stuttu seinna heldur hann svo til Nice og St. Tropez að ferðast og farða og meðal annars vinna fyrir Alex- öndru Tolstoy. tinnaros@frettabladid.is Kennir í Noregi og farðar í Cannes Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason gerir það gott í London. SAMKVÆMUR SJÁLFUM SÉR Ísak Freyr segist ekki trúa á að fara auðveldu leiðina í gegnum lífið en hann reyni umfram allt að vera glaður og samkvæmur sjálfum sér í öllu sem hann gerir. ➜ Steingrímur Guðjónsson starfaði lengi hjá Leikfélagi Akraness. KOMA FRAM Í KVÖLD Hallgrímur Ólafsson og Jóhanna Vigdís styðja við bakið á Steingrími í kvöld. Meðal frægra einstaklinga sem Ísak Freyr hefur farðað er pakistanski Óskarsverðlaunahafinn Shar- meen Obaid-Chinoy. Hún er fyrsti kvikmyndagerðar- maðurinn frá Pakistan sem hlýtur Óskarinn – hann fékk hún fyrir myndina Saving Face árið 2012. Á lista Ísaks er einnig að finna bresku fyrirsæt- una Suki Waterhouse, nýjustu kærustu leikarans Bradley Cooper, sem hann farðaði áður en hún sótti GQ Men of The Year Awards í september. Hefur farðað frægar konur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.