Fréttablaðið - 13.06.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.06.2013, Blaðsíða 54
13. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 ENGLAR ALHEIMSINS GULLREGN JÓNSMESSUNÓTT MÝS OG MENN BLAM!RAUTT ÞAU BESTU Allir verðlauna hafarnir á Grímu hátíðinni í gær voru hylltir í lok verðlauna- afhendingar innar í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEIÐRAÐUR Gunnar Eyjólfsson fékk heiðursverðlaun Leiklistar- sambands Íslands fyrir ævistarf sitt í leikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MENNING Ekkert verk skaraði fram úr á Grímuverðlaununum, sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í gær. Til marks um jafna skiptingu féllu verðlaunin í flokkum sýningar ársins, leikrits ársins og fyrir leikara og leikonu í aðal- og aukahlutverkum öll sitt hverri sýningunni í hlut. Macbeth dró vagninn með fern verðlaun, þar á meðal sem sýning ársins en einnig fékk það verðlaunin fyrir lýsingu, tónlist og hljóðmynd. Englar alheimsins hlutu þrenn verðlaun; sem leikrit ársins og fyrir búninga og leikmynd. Þetta kemur óneitanlega á óvart. Margir spáðu Englunum meiri velgengni á Grímuverðlaunahátíðinni; verkið hefur fengið lofsamlega dóma og góða aðsókn og fékk flestar Grímutilnefningar, alls níu. Macbeth var aftur á móti umdeildara og særði meðal annars fram ritdeilu milli þeirra Hallgríms Helgasonar rithöfundar og Jóns Viðars Jónssonar, leiklistar gagnrýnanda DV, fyrr á árinu. Samstarf Þjóðleikhússins og Andrews við uppsetningu á Shakespeare hefur hins vegar reynst farsælt, en Lér konungur hlaut flest verðlaun á Grímunni 2011, alls sex. Það voru mestmegnis gamalkunn andlit sem stigu á svið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Kristbjörg Kjeld hlaut verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki annað árið í röð fyrir Jónsmessunótt Hávars Sigurjónssonar. Ólafur Darri var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir Mýs og menn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin í þessum flokki en hann hefur tvívegis verið verðlaunaður fyrir leik í aukahlutverki. Brynhildur Guðjónsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Gullregni. Þetta eru fjórðu Grímuverðlaunin sem Brynhildur hlýtur fyrir leik, tvö fyrir aðalhlutverk og tvö fyrir auka. Eini leikarinn til að taka við verðlaunastyttu í fyrsta sinn, var Hilmar Guðjónsson. Ragnar Bragason, sem hlotið hefur einna flest Edduverðlaun, bætti fyrstu Grímunni í safnið í gær en hann var valinn leikstjóri ársins fyrir frumraun sína á leiksviði, Gullregn. Vytautas Narbutas hlaut einnig sín fyrstu Grímuverðlaun fyrir leikmynd í Englum alheimsins. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búninga í sömu sýningu en þetta er í fimmta sinn sem hún hlýtur Grímuverðlaunin. Gunnar Eyjólfsson var heiðraður fyrir framlag sitt til leiklistar. Þá hlaut Kristján Ingimarsson og leikhópur hans, Neander, sprotann fyrir uppfærsluna á verkinu Blam! í samstarfi við Borgarleikhúsið. Alls hlutu sýningar Þjóðleikhússins átta verðlaun á móti fimm verðlaunum sem runnu til Borgarleikhússins, fyrir utan samstarfssýningar. bergsteinn@frettabladid.is Macbeth valin sýning ársins Verðlaun skiptust nokkuð jafnt á milli verka á Grímuhátíðinni í gær. Macbeth fékk fl est verðlaun allra sýninga, alls fern, þar á meðal sem sýning ársins. Englar alheimsins hlutu þrenn verðlaun. Kristbjörg Kjeld var valin leikkona ársins í aðalhlutverki annað árið í röð. Ragnar Bragason var valinn leikstjóri ársins fyrir frumraun sína á sviði og Gunnar Eyjólfsson var heiðraður fyrir framlag sitt til leiklistar. Sýning ársins MACBETH William Shakespeare Sviðsetning Þjóðleikhúsið Leikstjórn Benedict Andrews Þýðing Þórarinn Eldjárn Leikrit ársins ENGLAR ALHEIMSINS Sviðsetning Þjóðleikhúsið Leikstjórn Þorleifur Örn Arnarsson Leikgerð Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson Byggt á skáldsögu eftir Einar Má Guðmundsson Leikstjóri árins Ragnar Bragason fyrir Gullregn í sviðsetningu Borgarleikhússins. Leikari ársins í aðalhlutverki Ólafur Darri Ólafsson fyrir Mýs og menn í sviðsetningu Borgarleikhússins. Leikkona ársins í aðalhlutverki Kristbjörg Kjeld fyrir Jónsmessunótt í sviðsetningu Þjóðleikhússins Leikari ársins í aukahlutverki Hilmar Guðjónsson fyrir hlutverk sitt í verkinu Rautt í sviðsetningu Borgarleikhússins. Leikkona ársins í aukahlutverki Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir hlutverk sitt í verkinu Gullregn í sviðsetningu Borgarleikhússins Leikmynd ársins Vytautas Narbutas fyrir Engla alheimsins. Búningar ársins Filippía I. Elísdóttir fyrir Engla alheimsins. Lýsing ársins Halldór Örn Óskarsson fyrir Macbeth. Tónlist ársins Oren Ambarchi fyrir tónlist í leiksýningunni Macbeth. Hljóðmynd ársins Kristinn Gauti Einarsson og Oren Ambarchi fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Macbeth í sviðsetningu Þjóðleikhússins Söngvari ársins Alina Dubik fyrir hlutverk sitt í óperunni Il Trovatore í sviðsetningu Íslensku óperunnar. Dansari ársins Aðalheiður Halldórsdóttir fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Walking Mad í sviðsetningu Íslenska dansflokksins Danshöfundur ársins Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir fyrir kóreógrafíu í dansverkinu Coming Up í sviðsetningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar Útvarpsverk ársins Opið hús eftir Hrafnhildi Hagalín í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Framleitt af Útvarpsleikhúsinu á RÚV. Sproti ársins Kristján Ingimarsson og Neander fyrir uppfærsluna á verkinu Blam! í sviðsetningu Neander og Borgarleikhússins Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands Gunnar Eyjólfsson fyrir ævistarf í þágu sviðslista á Íslandi Handhafar Grímunnar 2013 Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.