Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 4
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 UTANRÍKISMÁL Fullyrðingar Ban Ki-moons, aðalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, um mál uppljóstrarans Snowdens, á fundi sem hann átti utanríkis- málanefnd í opinberri heimsókn sinni til landsins. Silja Dögg Gunnarsdóttir, nefndarfulltrúi Framsóknar- flokks, segir hann hafa talað almennt. „Hann sagði að þetta væri mat hverju sinni, það væri ekkert endilega alltaf betra að deila öllum upplýsingum þó að maður hefði þær. Mér fannst þetta ekki hljóma neitt pólitískt, enda snýst þetta ekkert endilega um Snowden það sem hann var að segja.“ Árni Þór Sigurðsson, nefndar- fulltrúi Vinstri grænna, segir að Birgitta hafi sérstaklega spurt um mál Snowdens, Ban Ki-moon hafi ekki nefnt hann á nafn en augljóslega átt við hann. „Hann sagði það áhyggjuefni ef upplýs- ingar væru misnotaðar.“ Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata, er á öðru máli „Hann nafngreindi Snowden að fyrra bragði. Ég var að spyrja hvort að Sameinuðu þjóðirnar gætu ekki verndað friðhelgi einkalífs í tengslum við netið.“ Hún segir Ban Ki-moon ekki hafa gagn- rýnt það þegar þau mannrétt- indi að njóta friðhelgi einkalífs séu brotin heldur sagt að vanda- málið væru uppljóstrararnir. -nej 64% dýrara var að kaupa hér áfengi og tóbak en að jafnaði í ríkjum Evrópusam- bandsins í fyrra. Verð á þessum vörum er þó hvergi hærra en í Norgi, 168 prósentum yfir meðalverði í Evrópu. Heimild: Hagstofa Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tvennum sögum fer af fundi utanríkismálanefndar með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna: Greinir á um hvort Ban talaði um Snowden BIRGITTA JÓNSDÓTTIR ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Flugstjórnarmiðstöð stækkar en áform um fækkun flugbrauta standa. REYKJAVÍKURBORG „Það er mikil skammsýni að samþykkja tillögu um stækkun húss, sem stendur beint ofan á einum meginsam- gönguásnum í framtíðarskipulagi svæðisins,“ segir í bókun sem Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram þegar meirihluti skipulags- ráðs borgarinnar samþykkti stækkun á flugstjórnarmiðstöð- inni í Reykjavík. Fulltrúar meirihlutans sögðu frekari uppbyggingu flugstjórnar- miðstöðvar í Vatnsmýri vera óháða framtíðarstaðsetningu inn- anlandsflugs. Marta Guðjónsdótt- ir úr Sjálfstæðisflokki gagnrýndi að deiliskipulag flugstjórnar- miðstöðvarinnar og deiliskipu- lag vegna niðurlagningar þriðju brautarinnar héldust í hendur. - gar Stærri flugstjórnarmiðstöð: Saka meirihluta um skammsýni VERSLUNARFERÐ Heldur dregur úr vöru- skiptahalla milli mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EFNAHAGSMÁL Vöruskipti við útlönd í nýliðnum mánuði voru óhagstæð um 1,1 milljarð króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Samkvæmt tölunum nam verð- mæti útflutnings í júnímánuði 42,6 milljörðum króna og verðmæti innflutnings 43,7 milljörðum. Hallinn er þó heldur minni en í fyrri mánuði, en endanlegar tölur Hagstofunnar um vöruskipti í maí sýna að þá hafi verið 6,7 milljarða króna halli á vöruskiptum við útlönd. Þá höfðu bráðabirgðatölur- nar reyndar áður bent til 6,6 milljarða halla. - óká Heldur dregur úr hallanum: Vöruskiptahalli 1,1 milljarður BJÖRGUN Eldur kom upp í fimm tonna fiskibáti sem staddur var norðvestur af Garðskaga. Einn skipverji var um borð í bátnum og lokaði hann öllum aðkomu- leiðum súrefnis að eldinum og hindraði þannig útbreiðslu hans. Óskað var eftir aðstoð nær- staddra skipa sem komu nær samstundis á staðinn. Ástand um borð var þá stöðugt, maðurinn ómeiddur og var hann fluttur í land. Björgunarbátur Slysa- varnafélagsins Landsbjargar var einnig sendur á vettvang. - nej Ófarir einsamals skipverja: Eldur í fiskibáti DÓMSMÁL Páll Reynisson, for- stöðumaður Veiðisafnsins á Stokkseyri, hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot sem átti sér stað sumarið 2011. RÚV greinir frá þessu. Honum er meðal ann- ars gefið að sök að hafa hleypt þremur skotum af byssu undir áhrifum áfengis inni á heimili sínu. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands í gær. - nej Hleypti drukkinn af byssu: Ákærður fyrir vopnalagabrot AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Veðurspá Sunnudagur 5-15 m/s, hvassast við NA-stöndina. EIN MESTA FERÐAHELGI ÁRSINS og það rignir en við drögum bara fram stígvélin. Rigning S- og V-til í dag en dregur úr á morgun og þá bætir í NV- og N-til. Styttir upp S-lands annað kvöld en dálítil væta SV- og V-til á sunnudag. Birtir til A-lands. 8° 5 m/s 11° 6 m/s 11° 8 m/s 9° 9 m/s Á morgun 8-15 m/s, hvassast SA- og A-til. Gildistími korta er um hádegi 11° 10° 11° 16° 12° Alicante Basel Berlín 28° 31° 25° Billund Frankfurt Friedrichshafen 21° 24° 24° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 20° 20° 25° London Mallorca New York 22° 31° 31° Orlando Ósló París 31° 23° 25° San Francisco Stokkhólmur 21° 23° 10° 5 m/s 11° 7 m/s 14° 4 m/s 8° 4 m/s 12° 4 m/s 11° 4 m/s 7° 6 m/s 10° 8° 12° 13° 9° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður UMHVERFISMÁL Aðeins fjögur prósent bygginga á vatnsverndar- svæði Þingvallavatns uppfylla skilyrði sem sett eru á svæðinu. Ástandið er sagt óviðunandi. „Er einungis hægt að fullyrða að sjö prósent þeirrar fráveitu sem könnunin náði til, sé í lagi en ein- ungis fjögur prósent ef teknir eru með þessir 34 aðilar sem ekki náðist í. Um 39 prósent fráveitna uppfylla almennar kröfur um fráveitu en ekki kröfur sem gilda á svæðinu. Ríflega helmingur fráveitna upp- fyllir engar kröfur,“ segir í skýrslu sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vann í samstarfi við þjóðgarðinn á Þingvöllum Vatnsverndarsvæði tekur yfir nær allt Þingvallavatn en aðeins var metið ástand fráveitna á lóðum innan þjóðgarðsins með því að óska svara frá eigendum húsa þar. Ekki náðist að fá svör frá öllum eins og fram kemur. „Á verndarsvæði Þingvallavatns er krafist ítarlegri hreinsunar á frá- veituvatni heldur en annars staðar á Íslandi. Skal viðbótarþrep fráveitu sérstaklega miðað að því að lækka gildi mengunarefna sem Þingvalla- vatn er talið viðkvæmt fyrir, eins og til dæmis köfnunarefni,“ er útskýrt í skýrslunni. Fráveitumálin eru meira að segja í ólestri á Hakinu þar sem vorið 2011 var tekin í notkun ný salernis- aðstaða „með afkastamiklu rotþróa- kerfi“ eins og segir í nýútkominni starfsskýrslu Þingvallanefndar. „Þrátt fyrir viðurkennda fráveitu- lausn uppfyllir stöðin ekki kröfur er varða hreinsun skólps, sérstaklega hvað varðar minnkun köfnunar- efnis og fosfórs en lágt hitastig yfir vetrartímann dregur verulega úr hreinsivirkni. Líklegt er að sama gildi um aðrar rotþrær á verndar- svæðinu,“ segir heilbrigðiseftirlitið. Frestur til að koma upp rot- þróm sem uppfylla skilyrði á vatnsverndar svæðinu var fyrir 4 árum framlengdur til ársins 2020. Á kynningarfundi sem heilbrigðis- eftirlitið hélt í júní með sumarhúsa- eigendum við Þingvallavatn kom fram að lausnir á rotþróarvandan um séu einfaldlega ekki fundnar. „Úrbætur og farsæl lausn þessara mála er forsenda þess að geta tryggt heilnæmara neysluvatn og vernda Þingvallavatn fyrir óþarfa mengun af mannavöldum,“ ályktaði sveitar- stjórn Bláskógabyggðar um málið. gar@frettabladid.is Mér fannst þetta ekki hljóma neitt pólitískt. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins Nær engar fráveitur í lagi við Þingvallavatn Langfæstar fráveitur sumarbústaða í þjóðgarðinum á Þingvöllum uppfylla kröfur sem til þeirra eru gerðar. „Afkastamikið rotþróakerfi“ salerna á Hakinu virkar ekki sem skyldi vegna kulda. Frestur til úrbóta var framlengdur til ársins 2020. FRÁVEITUR Í ÞJÓÐGARÐI Rauðu punktarnir sýna hvar ekki eru tæmdar rotþrær við bústaði í landi þjóðgarðsins við vestanvert Þingvallavatn. Grænu punktarnir merkja rotþrær sem vitað er til að séu tæmdar. MYND/HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURLANDS Á verndarsvæði Þingvallavatns er krafist ítarlegri hreinsunar á fráveituvatni heldur en annars staðar á Íslandi Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. ROTÞRÓ Á HAKINU Tekin í notkun 2011 en uppfyllir ekki kröfur um hreinsun skolps. (Valhöll) Öxará Lambhagi Rauðukusunes ÞINGVALLAVATN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.