Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 6
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Af hverju var Bátadögum á Breiða- fi rði frestað? 2. Hvað heitir nýtt safn sem verið er að byggja í Vestmannaeyjum? 3. Hvenær hyggur Albert Belgíu- konungur á afsögn úr embætti? SVÖR: 1. Vegna veðurs. 2. Eldheimar 3. 2 1 . júlí 2013 VEISTU SVARIÐ? Góði tannhirðirinn Félag íslenskra tannfræðinga mælir með Zendium tannkremi. LANDBÚNAÐUR Þegar á að hefjast handa um að skapa aðstöðu til að flytja inn nýtt erfðaefni til innblöndunar í íslenska holdanautastofninn. Þetta er meðal þess sem starfshópur um eflingu nautakjöts- framleiðslunnar leggur til. Frá því er greint á vef Landssambands kúabænda að hópurinn, sem var skipaður af atvinnuvega- ráðherra í mars, hafi skilað ráðherra skýrslu sinni á þriðjudag. „Starfshópurinn telur að flytja eigi inn erfðaefni af holdakyninu Aberdeen Angus og á síðari stigum verði kannaðir möguleikar á innflutningi á erfða- efni Limousin-gripa,“ segir í tillögunum. Lagt er til að erfðaefnið verði flutt inn frá Noregi í samvinnu við ræktunarfélög þar í landi. Um leið er lögð til ítarleg áhættugreining varðandi fyrirkomulag inn- flutnings á erfðaefni. Sérstaklega á því hvort unnt verði að leyfa innflutning sæðis beint til einstakra bænda. Landssamband kúabænda telur afar brýnt að unnið verði hratt og skipulega að því að hrinda til- lögum hópsins í framkvæmd. - óká Starfshópur ráðherra um eflingu nautakjötsframleiðslu skilar af sér: Vill flytja inn erfðaefni nauta ANGUS-NAUT Í ARGENTÍNU Starfshópur vill láta kanna hvort koma megi hér upp sérstöku ræktunarbúi til þess að byggja hér upp hreinræktaðan stofn Aberdeen Angus nautgripa. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Frá árinu 2010 hefur þeim fjölgað um tuttugu prósentustig sem eru jákvæðir í garð aðalviðskiptabanka síns og um fjórtán prósentustig sem eru jákvæðir í garð tryggingafélags síns. Fram kemur í nýrri könnun sem MMR vann fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) að um 59 prósent Íslendinga eru jákvæð gagnvart banka sínum og 56 prósent eru jákvæð gagnvart tryggingafélagi sínu. Fyrir þremur árum stóð þetta hlutfall í 39 og 42 prósentum. Þá kemur fram í könnuninni að tæplega fimmtíu prósent bera traust til síns aðalvið- skiptabanka og tæplega 49 prósent til aðal- tryggingafélags síns. „Árið 2010 bar hins vegar einungis þriðjungur landsmanna traust til síns aðalviðskiptabanka og aðal- tryggingafélags,“ segir í tilkynningu SFF um könnunina. Haft er eftir Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra SFF, að niðurstaða könnunar innar sé fagnaðarefni. Ljóst sé að endurheimtur hafi verið hluti af því trausti sem glatast hafi. Erfiðar aðstæður í efnahags málum síðustu ár hafi haft áhrif á afstöðu fólks til fjármálageirans. Alls svöruðu 912 manns á aldrinum 18 til 67 ára könnun MMR sem fram fór á netinu 13. til 18. júní. - óká Viðsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til banka og tryggingafélaga samkvæmt nýrri könnun MMR: Sífellt fleiri segjast treysta bankanum sínum MEÐ HENDUR Í HÁRI UNGS KÚNNA Þeir eru orðnir afar margir kollarnir sem Villi Valli hefur snyrt. MYND/HALLDÓR MANNLÍF Vilberg Vilbergsson, rakari á Ísafirði, lagði frá sér skærin síðastliðinn föstudag og þar með lauk 65 ára þjónustu hans við hár- prúða Vestfirðinga. Hann segir margt hafa breyst á þessum tíma. „Það var oft fjörugt á stofunni hjá mér þegar kosningar voru í nánd,“ segir hann. „Menn voru ekkert að panta tíma heldur biðu bara og þá var oft tekist á á meðan,“ segir hann. „En svona í seinni tíð heyrir það til und- antekninga að menn ræði mikið um pólitíkina.“ Vilberg, sem er jafnan kallaður Villi Valli, er einnig tónlistarmaður svo nú gefst honum frek- ara næði til að þenja nikkuna eftir að skærin eru komin á hilluna. - jse Hættur að klippa eftir 65 ára þjónustu við Vestfirðinga: Villi Valli sestur í helgan stein FERÐAÞJÓNUSTA Hlutur Íslands á markaði skemmtiferðaskipa í Evrópu nam 0,7 prósentum, sam- kvæmt tölum sem norski ferða- vefurinn Boarding.no hefur tekið saman. Árið 2012 sóttu landið heim 204 þúsund gestir með skemmtiferða- skipum. Til samanburðar má nefna að ríflega helmingi fleiri notuðu þennan ferðamáta til að heimsækja Danmörk og Svíþjóð. Noregur ber svo höfuð og herðar yfir önnur Norðurlönd þess- um efnum með 2 , 5 mi l ljónir gesta. Þá kemur fram í umfjöllun Boar- ding.no að lang- mestur vöxtur sé í þessari tegund ferðamennsku í Noregi. Á meðan fj ö ld i ge s t a skemmtiferðaskipa jókst í fyrra um sextán prósent í Evrópu þá var aukningin 28 prósent í Noregi. Ólafía Sveinsdóttir, deildarstjóri skipadeildar ferðaskrifstofunnar Atlantik, segir þróunina hér í þá átt að skipin sem hingað komi séu stærri, þótt komum skipa hafi ekki fjölgað mjög. „En þessi þróun hefur haft í för með sér mikla fjölgun ferðamanna í heild,“ segir hún. Áður voru hér algeng skip sem tóku færri en þúsund farþega. „Núna sjáum við þessar stóru tölur, frá þetta tólf og fjórtán hundruð farþegum og allt upp í þrjú þúsund farþega skip,“ segir Ólafía. Að auki sé svo vöxtur í minni lúxus skipum sem taki hundrað til tvö hundruð farþega. „Við erum með nokkur þannig lúxusskip sem flokkast allt upp í sex stjörnur.“ Þó að eftir miklu sé að slægjast á risastórum markaði skemmtiferða- skipa í Evrópu þar sem markaðs- hlutdeild Íslands er lítil, þá segir Ólafía að aðstæður hér setji okkur nokkrar skorður hvað varði auknar komur skipa. „Hér er skipatímabilið mjög stutt,“ segir Ólafía og bendir á að það nái bara yfir júní, júlí og ágúst og fram í september, þótt unnið sé að því að fjölga ferðum hingað í maí. „Og það eru dagar sem eru þannig að skipin eru of mörg í einu.“ Sums staðar nálgist landið því efri mörk í getu til að taka á móti skemmtiferðaskipum. „Það þýðir ekkert að fá þennan fjölda til lands- ins nema hægt sé að bjóða gest- unum upp á þá þjónustu sem þeir vilja fá.“ Þannig þurfi að vera til staðar rútur og leiðsögumenn, veit- ingastaðir og önnur afþreying sem annar fjöldanum. „Og á sumum dögum erum við komin algjörlega að þolmörkum.“ olikr@frettabladid.is Í efri mörkum með brot af markaðnum Ísland nær ekki í nema 0,7 prósent ferðamanna sem heimsækja Evrópulönd með skemmtiferðaskipum. Erum engu að síður nálægt þolmörkum í komu slíkra skipa. Komum skemmtiferðaskipa fjölgaði í Evrópu í fyrra og hvergi meira en í Noregi. Land Fjöldi gesta Markaðshlutdeild Ítalía 6,2 milljónir 21,2% Spánn 5,1 milljón 17,7% Grikkland 4,7 milljónir 16,4% Noregur 2,5 milljónir 8,5% ... Danmörk 525 þúsund 1,8% Svíþjóð 516 þúsund 1,8% Ísland 204 þúsund 0,7% Heimild: Boarding.no Skemmtiferðaskip í Evrópu 2012 SKIP Í HÖFN Þótt komum skemmtiferðaskipa hingað hafi ekki fjölgað mikið hefur þróunin verið í þá átt að skipin sem sigla hingað eru stærri og taka fleiri farþega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓLAFÍA SVEINSDÓTTIR Viðhorf fólks til aðalvið- skipta- banka síns: Viðhorf fólks til aðaltrygg- ingafélags síns: Mjög eða frekar jákvæður Mjög eða frekar neikvæður Bæði og 58,9% 15,8% 55,8% 30,2%25,3% 14% ➜ Viðhorf til banka og tryggingafélaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.