Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 12
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | Sigur Múhamads Morsi í forseta- kosningum á síðasta ári var mikill sigur fyrir Bræðralag múslima, samtök sem njóta mikilla vinsælda en hafa jafnan verið þyrnir í augum valdaklíkunnar. Fall Morsis er að sama skapi mikið áfall fyrir hreyfinguna. Morsi situr nú í stofufangelsi og margir helstu leiðtogar Bræðra- lagsins hafa einnig verið hnepptir í fangelsi, þar á meðal Múhamad Badí, æðsti leiðtogi samtakanna. Á miðvikudagskvöld birtist í egypska ríkis sjónvarpinu Abdúl Fatta al Sísí, æðsti yfirmaður egypska hersins, og tilkynnti þjóð- inni að Morsi hefði verið steypt af stóli, rúmum tveimur sólarhring- um eftir að herinn gaf honum loka- frest til að ná sáttum við andstæð- inga sína. Andstæðingarnir höfðu krafist afsagnar Morsis, en hann staðið fast á því að hann væri rétt- kjörinn forseti í lýðræðis legum kosningum, þeim fyrstu þeirrar tegundir í gjörvallri sögu Egypta- lands. Á blaðamannafundinum með al  Sísí voru einnig viðstaddir bæði nokkrir leiðtogar stjórnar- andstöðunnar, þar á meðal Múhamed El Baradei, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Alþjóð- legu kjarnorkumálastofnunarinn- ar. Einnig sátu þar við háborðið þeir Ahmed El Tajib, helsti leið- togi egypskra múslima, og Tava- dros II., páfi koptakirkjunnar, en koptar eru kristnir menn og um það bil níu prósent þjóðarinnar. Í gærmorgun tók svo Adlí Mahmúr Mansúr, yfirdómari við stjórnlagadómstól Egyptalands, formlega við forsetaembættinu til bráðabirgða. Stjórnlagadóm- stóllinn hafði verið Morsi afar erfiður allan tímann, sem hann sat í embætti. Mikill mannfjöldi fagnaði á mið- vikudagskvöld inngripi hersins og brotthvarfi Múrsís, en fjölmargir stuðningsmenn hans og Bræðra- lagsins eru að sama skapi ósáttir við niðurstöðuna. Að mati Sverris Agnarssonar, formanns Félags múslima á Íslandi, segist engu að síður reikna með því að nú fari í hönd rólegar vikur, einhvers konar millibils- ástand á meðan fólk bíður þess hvernig málin þróast. „En svo líða nokkrar vikur og fólk áttar sig á að ekkert gerist. Sömu öflin eru áfram við völd, sama spillingin, engum verður refsað og fátæktin mun ekki hverfa. Á endanum fara menn á stjá aftur og þá getur þetta orðið blóðugt. Ég óttast það,“ segir Sverrir, sem þekkir vel til í Egyptalandi. Óvissa um lýðræðið í Egyptalandi Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands situr nú í stofufangelsi ásamt mörgum helstu leiðtogum Bræðralags múslima. Herinn hefur steypt Morsi af stóli og fengið einum helsta andstæðingi hans, yfirdómara stjórnlagadómstóls, forystuhlutverkið í nýrri bráðabirgðastjórn. DÓMARAR HÆSTARÉTTAR Yfirdómarinn Adlí Mansúr tekur við heillaóskum frá félögum sínum í gærmorgun, þegar hann tók formlega við forsetaembættinu. NORDICPHOTOS/AFP MORSI KVADDUR „Bæ, bæ, Morsi“ og „Leiknum er lokið“ stendur á skiltinu, sem einn af andstæðingum Morsis veifaði sigri hrósandi fyrir utan hús hæstaréttar í miðborg Kaíró í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það mikinn misskilning að í Egyptalandi hafi staðið yfir einhver sérstök barátta milli íslamskra afla annars vegar og veraldlegra eða frjálslyndra afla hins vegar. „Níutíu prósent Egypta eru múslimar og engin hreyfing í landinu á nokkurn möguleika nema að tengjast íslam.“ Hann segir byltinguna í Egyptalandi árið 2011 hafa verið skylda því sem gerðist í Túnis en allt annars eðlis en það sem gerðist í Líbíu og er nú að gerast í Sýrlandi. „Í Egyptalandi, rétt eins og í Túnis, er það grasrótin sjálf sem fer af stað. Ég man eftir að svipað gerðist líka til að byrja með í Sýrlandi þegar mótmælin þar hófust. Þarna sástu unga menn úti á götum standa vopnlausa andspænis hernum. Þetta var svo allt saman tekið yfir af einhverjum öfgamönnum sem heimurinn studdi. Svo er bara arabaheimurinn allur í rúst.“ Í Egyptalandi gerðist það að stjórnmálaöfl tengd Bræðralagi múslima unnu ótvíræðan sigur í lýðræðislegum kosningum. Múhamad Morsi kemur einnig úr röðum Bræðralagsmanna. „Upphaflega er þetta hreyfing stofnuð af Hassan al-Banna,“ segir Sverrir. „Hann var þeirra Jónas frá Hriflu, má segja. Þetta var frá upphafi eins konar ungmenna- félagshreyfing. Þeir æfðu íþróttir, ráku kvöldskóla og sjúkrahús, efldu menntunina og styrktu menninguna til mótvægis við áhrif Breta. Þarna innanborðs eru hættuleg öfl, en öfgafólk er víða, líka í hægri hreyfingum hér á Vesturlöndum.“ Sverrir segist engan veginn vera neinn sérstakur Morsi- maður. „Þetta er bara svo skrítið. Maður skilur ekki alveg hvaða hugmynd um lýðræði er þarna á ferðinni. Morsi var lýðræðislega kosinn forseti og Bræðralag múslima fékk meirihluta í kosningum. Stjórnarskráin var líka samþykkt með 65 prósentum atkvæða, og hún var ekkert verri en sú gamla. Morsi hefur heldur ekki verið að skjóta neinn, hann hagar sér mjög vel í raun og veru. Þetta er ekkert skylt Tyrklandi eða öðrum einræðisríkjum.“ Sverrir segir Morsi vissulega hafa gert mistök. Auk þess hafi hið erfiða efnahagsástand óspart verið notað til að magna upp óánægju almennings. „Það er búið að undir- búa þessi mótmæli í þrjá mánuði. Það streymir í þetta fjármagn frá öflum sem vilja ekki sterka stjórn. Þeir eru hræddir við að íslamistar fari með völdin, en þeir náðu bara völdum í lýðræðislegum kosning- um. Það er ekkert flóknara.“ Sverrir bendir á að í næstu viku hefst ramadan, föstumánuður múslima sem jafnan er mikil hátíð um allan arabaheiminn: „Á sumrin er 40 stiga hiti í Kaíró og allir borgarbúar eru úti á götunum eftir að sólin sest, allt kvöldið og langt fram á nótt. Það þarf ekki að skipuleggja neinn mótmæla- fund, því allir eru hvort eð er úti á götunum. Þegar svona er þá er auðvelt að æsa upp liðið, fólk er órólegt og hrætt og fátæktin er mikil.“ STOFNANDI BRÆÐRALAGS MÚSLIMA VAR ÞEIRRA JÓNAS FRÁ HRIFLU Bræðralag múslima var stofnað árið 1928. Þetta eru samtök heittrúaðra múslima sem náðu fljótt vinsældum en hafa aldrei notið velvildar valdastéttarinnar. Samtökin hafa jafnan unnið öflugt starf að velferðar- og menningarmálum, en innanborðs hafa einnig verið einstaklingar og hópar sem ekki hafa hikað við að beita ofbeldi. Stjórnvöld hafa tekið hart á móti, fangelsað fjölda liðsmanna og bannað samtökunum þátttöku í stjórn- málum. Áratugum saman hefur herinn í reynd farið með öll völd í landinu, eða allt frá herfor- ingjabyltingunni árið 1952. Staða hersins virðist enn mjög sterk, kannski ekki síst vegna þess að almenningur í Egyptalandi virðist treysta hernum og ekki síður vegna þess að stjórnlagadómstóll landsins hefur jafnan staðið þétt við bakið á herforingjunum. Það rétt rúma ár, sem Morsi og félagar hans úr Bræðralagi múslima sátu að völdum hefur stjórnlagadómstóllinn reynst þeim erfiður ljár í þúfu. Dómararnir gerðu sér lítið fyrir og leystu upp neðri deild þjóðþingsins síðasta sumar, þegar Morsi var nýtekinn við sem forseti. Allt benti til þess að þeir ætluðu einnig að leysa upp efri deildina og stjórnalagaþingið í desember síðastliðnum, en Morsi greip þá inn í og tók sér einhliða stóraukin völd, hraðaði vinnu við nýja stjórnarskrá og lét kjósa um hana um miðjan desember. Sú stjórnarskrá hefur nú verið numin úr gildi. Íslamistar, herinn og hæstiréttur SVERRIR AGNARSSON MÚHAMAD MORSI HASSAN AL-BANNA ASKÝRING | 12 FORSETA EGYPTALANDS STEYPT AF STÓLI Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.