Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 19
HÁTÍÐ Á ÞINGEYRI Það verður margt um að vera á Þingeyri um helgina en þar fara fram Dýrafjarðardagar. Viðamikil dagskrá er í boði fyrir allan aldur. Meðal annars verður gengið í fyrramálið á söguslóðir Gísla Súrssonar í Haukadal undir leiðsögn Þóris Arnar Guðmundssonar. Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarps- þáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að ljúffengum kjúklingi með lime, kúmíni, chili, hvítlauk og óreganói. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjón- varpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. MEISTARINN Flottur kjúklingaréttur á góðum sumardegi. MYNDIR/ARNÞÓR Fyrir fjóra 1 kjúklingur 2 msk. olía 1 chili-pipar, fræhreinsaður og smátt saxaður 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 2 msk. óreganó, smátt saxað eða 1 msk. þurrkað 2 tsk. kúmínfræ salt og nýmalaður pipar 20 lime-bátar Leggið kjúklinginn á bringuna og klippið eða skerið hryggjarsúluna frá. Skerið síðan óskabeinið frá. Fletjið fuglinn út og penslið með olíu. Kryddið fuglinn báðum megin með chili, hvítlauk, óreganói, kúmíni, salti, pipar og 10 lime-bátum. Leggið fuglinn í grillgrind og grillið á milliheitu grilli í 30-40 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C. Snúið fuglinum reglulega á meðan grillað er. Berið fuglinn fram með restinni af lime-bátunum og til dæmis grilluðu grænmeti, kartöflum og góðu salati. ÚTFLATTUR KJÚKLINGUR MEÐ LIME, KÚMÍNI, CHILI, HVÍTLAUK OG ÓREGANÓI Vertu vinur okkar á Facebook STÓRÚTSALA Vandaður þýskur og danskur fatnaður og skór fyrir konur á öllum aldri. Stærðir 36-52

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.